Enski boltinn

Man. Utd kynnir Wan-Bissaka til leiks í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wan-Bissaka í sínum síðasta leik með Palace.
Wan-Bissaka í sínum síðasta leik með Palace. vísir/getty
Bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka komst í gegnum læknisskoðun hjá Man. Utd í gær og verður tilkynntur sem leikmaður félagsins í dag samkvæmt heimildum Sky Sports.

Þessi 21 árs gamli bakvörður hefur flaug í gegnum seinni hluta læknisskoðunarinnar í gær og fór svo í myndatöku í nýja búningnum. Það er því allt tilbúið.





Talið er að Man. Utd greiði Crystal Palace 50 milljónir punda í heildina fyrir bakvörðinn skemmtilega. Wan-Bissaka verður annar leikmaðurinn sem Man. Utd kaupir í sumar en áður hafði Daniel James komið frá Swansea.

Strákurinn verður fimmti dýrasti leikmaðurinn í sögu United á eftir Paul Poga, Romelu Lukaku, Angel di Maria og Fred.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×