Segir Farage eiga að taka þátt í viðræðum Breta við Evrópusambandið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 13:46 Hér eru Trump og Farage á kosningafundi hins fyrrnefnda árið 2016. Jonathan Bachman/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, ætti að hafa aðkomu að útgönguviðræðum Breta við Evrópusambandið. Hann segir einnig að Bretar ættu að vera reiðubúnir að yfirgefa ESB án nokkurs konar útgöngusamnings. Þetta segir Trump í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times. Hann telur nálgun bresku ríkisstjórnarinnar á samningaviðræðurnar við ESB hafa gert það að verkum að sambandið hafi nú „öll spil á hendi sér.“ Nokkuð óvenjulegt þykir að forseti Bandaríkjanna tjái sig jafn mikið um stjórnarhætti bandamanna sinna á þann hátt sem Trump hefur gert upp á síðkastið, en í gær sagðist hann telja að Boris Johnson yrði góður eftirmaður Theresu May, sem lætur af embætti forsætisráðherra þann 7. júní næstkomandi.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra BretlandsTrump segir Farage, sem er ötull gagnrýnandi May, hafa upp á mikið að bjóða með tilliti til samningaviðræðna við ESB og því ætti breska ríkisstjórnin að veita honum sæti við samningaborðið. „Hugsið ykkur hversu vel það myndi ganga ef það yrði gert,“ sagði forsetinn. Þá telur forsetinn að fari svo að Bretar fái ekki það sem þeim hugnast út úr viðræðum við Evrópusambandið, ættu þeir heldur að kjósa að yfirgefa sambandið án samnings. „Ef þið fáið ekki samninginn sem þið viljið, ef þið fáið ekki sanngjarnan samning, ættuð þið að ganga frá borðinu.“ Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30 Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Donald Trump segir Johnson alltaf hafa verið jákvæðan í hans garð, sem og Bandaríkjanna. 1. júní 2019 09:57 Vara leiðtogaefni við tjóni af útgöngu án samnings Samtök bresks iðnaðar segja fyrirtæki aldrei geta verið búin undir það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 31. maí 2019 08:11 May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, ætti að hafa aðkomu að útgönguviðræðum Breta við Evrópusambandið. Hann segir einnig að Bretar ættu að vera reiðubúnir að yfirgefa ESB án nokkurs konar útgöngusamnings. Þetta segir Trump í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times. Hann telur nálgun bresku ríkisstjórnarinnar á samningaviðræðurnar við ESB hafa gert það að verkum að sambandið hafi nú „öll spil á hendi sér.“ Nokkuð óvenjulegt þykir að forseti Bandaríkjanna tjái sig jafn mikið um stjórnarhætti bandamanna sinna á þann hátt sem Trump hefur gert upp á síðkastið, en í gær sagðist hann telja að Boris Johnson yrði góður eftirmaður Theresu May, sem lætur af embætti forsætisráðherra þann 7. júní næstkomandi.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra BretlandsTrump segir Farage, sem er ötull gagnrýnandi May, hafa upp á mikið að bjóða með tilliti til samningaviðræðna við ESB og því ætti breska ríkisstjórnin að veita honum sæti við samningaborðið. „Hugsið ykkur hversu vel það myndi ganga ef það yrði gert,“ sagði forsetinn. Þá telur forsetinn að fari svo að Bretar fái ekki það sem þeim hugnast út úr viðræðum við Evrópusambandið, ættu þeir heldur að kjósa að yfirgefa sambandið án samnings. „Ef þið fáið ekki samninginn sem þið viljið, ef þið fáið ekki sanngjarnan samning, ættuð þið að ganga frá borðinu.“
Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30 Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Donald Trump segir Johnson alltaf hafa verið jákvæðan í hans garð, sem og Bandaríkjanna. 1. júní 2019 09:57 Vara leiðtogaefni við tjóni af útgöngu án samnings Samtök bresks iðnaðar segja fyrirtæki aldrei geta verið búin undir það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 31. maí 2019 08:11 May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30
Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Donald Trump segir Johnson alltaf hafa verið jákvæðan í hans garð, sem og Bandaríkjanna. 1. júní 2019 09:57
Vara leiðtogaefni við tjóni af útgöngu án samnings Samtök bresks iðnaðar segja fyrirtæki aldrei geta verið búin undir það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 31. maí 2019 08:11
May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15