Segir Farage eiga að taka þátt í viðræðum Breta við Evrópusambandið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 13:46 Hér eru Trump og Farage á kosningafundi hins fyrrnefnda árið 2016. Jonathan Bachman/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, ætti að hafa aðkomu að útgönguviðræðum Breta við Evrópusambandið. Hann segir einnig að Bretar ættu að vera reiðubúnir að yfirgefa ESB án nokkurs konar útgöngusamnings. Þetta segir Trump í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times. Hann telur nálgun bresku ríkisstjórnarinnar á samningaviðræðurnar við ESB hafa gert það að verkum að sambandið hafi nú „öll spil á hendi sér.“ Nokkuð óvenjulegt þykir að forseti Bandaríkjanna tjái sig jafn mikið um stjórnarhætti bandamanna sinna á þann hátt sem Trump hefur gert upp á síðkastið, en í gær sagðist hann telja að Boris Johnson yrði góður eftirmaður Theresu May, sem lætur af embætti forsætisráðherra þann 7. júní næstkomandi.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra BretlandsTrump segir Farage, sem er ötull gagnrýnandi May, hafa upp á mikið að bjóða með tilliti til samningaviðræðna við ESB og því ætti breska ríkisstjórnin að veita honum sæti við samningaborðið. „Hugsið ykkur hversu vel það myndi ganga ef það yrði gert,“ sagði forsetinn. Þá telur forsetinn að fari svo að Bretar fái ekki það sem þeim hugnast út úr viðræðum við Evrópusambandið, ættu þeir heldur að kjósa að yfirgefa sambandið án samnings. „Ef þið fáið ekki samninginn sem þið viljið, ef þið fáið ekki sanngjarnan samning, ættuð þið að ganga frá borðinu.“ Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30 Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Donald Trump segir Johnson alltaf hafa verið jákvæðan í hans garð, sem og Bandaríkjanna. 1. júní 2019 09:57 Vara leiðtogaefni við tjóni af útgöngu án samnings Samtök bresks iðnaðar segja fyrirtæki aldrei geta verið búin undir það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 31. maí 2019 08:11 May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, ætti að hafa aðkomu að útgönguviðræðum Breta við Evrópusambandið. Hann segir einnig að Bretar ættu að vera reiðubúnir að yfirgefa ESB án nokkurs konar útgöngusamnings. Þetta segir Trump í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times. Hann telur nálgun bresku ríkisstjórnarinnar á samningaviðræðurnar við ESB hafa gert það að verkum að sambandið hafi nú „öll spil á hendi sér.“ Nokkuð óvenjulegt þykir að forseti Bandaríkjanna tjái sig jafn mikið um stjórnarhætti bandamanna sinna á þann hátt sem Trump hefur gert upp á síðkastið, en í gær sagðist hann telja að Boris Johnson yrði góður eftirmaður Theresu May, sem lætur af embætti forsætisráðherra þann 7. júní næstkomandi.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra BretlandsTrump segir Farage, sem er ötull gagnrýnandi May, hafa upp á mikið að bjóða með tilliti til samningaviðræðna við ESB og því ætti breska ríkisstjórnin að veita honum sæti við samningaborðið. „Hugsið ykkur hversu vel það myndi ganga ef það yrði gert,“ sagði forsetinn. Þá telur forsetinn að fari svo að Bretar fái ekki það sem þeim hugnast út úr viðræðum við Evrópusambandið, ættu þeir heldur að kjósa að yfirgefa sambandið án samnings. „Ef þið fáið ekki samninginn sem þið viljið, ef þið fáið ekki sanngjarnan samning, ættuð þið að ganga frá borðinu.“
Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30 Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Donald Trump segir Johnson alltaf hafa verið jákvæðan í hans garð, sem og Bandaríkjanna. 1. júní 2019 09:57 Vara leiðtogaefni við tjóni af útgöngu án samnings Samtök bresks iðnaðar segja fyrirtæki aldrei geta verið búin undir það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 31. maí 2019 08:11 May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30
Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Donald Trump segir Johnson alltaf hafa verið jákvæðan í hans garð, sem og Bandaríkjanna. 1. júní 2019 09:57
Vara leiðtogaefni við tjóni af útgöngu án samnings Samtök bresks iðnaðar segja fyrirtæki aldrei geta verið búin undir það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 31. maí 2019 08:11
May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15