Erlent

Brexit-flokkurinn sigur­vegari Evrópu­þings­kosninga í Bret­landi

Andri Eysteinsson skrifar
Nigel Farage getur tekið gleði sína á ný.
Nigel Farage getur tekið gleði sína á ný. Vísir/Getty.

Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. BBC greinir frá.

Brexit-flokkurinn sem samanstendur að mestu af fyrrverandi meðlimum UKIP flokksins hlaut kosningu í öllum kjördæmum Englands að Lundúnum undanskildum og leiddi einnig í Wales.

Niðurstöður í Skotlandi hafa ekki verið tilkynntar en útlit er fyrir að skoski þjóðarflokkurinn, SNP, beri sigur úr býtum. Talning atkvæða í Norður-Írland hefst í dag og má búast við niðurstöðum á morgun.

Tveir stærstu flokkar Bretlands guldu afhroð í kosningunum, Verkamannaflokkur Jeremy Corbyn hlaut 14,1% atkvæða og 10 þingmenn en Íhaldsflokkurinn hlaut 9.1% atkvæða og þrjá þingmenn. Frjálslyndir demókratar hlutu 15 þingmenn, Græningjar sjö og velski flokkurinn Plaid Cymru hlaut einn þingmann.


Tengdar fréttir

Gömlu valdablokkirnar töpuðu taki á Evrópuþinginu

Gömlu valdablokkirnar á Evrópuþinginu hafa tapað taki sínu á þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru í gær, en kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í gær en kosið var í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni.

Farage og félagar á feikimiklu flugi

Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþings­kosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.