Erlent

Brexit-flokkurinn sigur­vegari Evrópu­þings­kosninga í Bret­landi

Andri Eysteinsson skrifar
Nigel Farage getur tekið gleði sína á ný.
Nigel Farage getur tekið gleði sína á ný. Vísir/Getty.
Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. BBC greinir frá.

Brexit-flokkurinn sem samanstendur að mestu af fyrrverandi meðlimum UKIP flokksins hlaut kosningu í öllum kjördæmum Englands að Lundúnum undanskildum og leiddi einnig í Wales.

Niðurstöður í Skotlandi hafa ekki verið tilkynntar en útlit er fyrir að skoski þjóðarflokkurinn, SNP, beri sigur úr býtum. Talning atkvæða í Norður-Írland hefst í dag og má búast við niðurstöðum á morgun.

Tveir stærstu flokkar Bretlands guldu afhroð í kosningunum, Verkamannaflokkur Jeremy Corbyn hlaut 14,1% atkvæða og 10 þingmenn en Íhaldsflokkurinn hlaut 9.1% atkvæða og þrjá þingmenn. Frjálslyndir demókratar hlutu 15 þingmenn, Græningjar sjö og velski flokkurinn Plaid Cymru hlaut einn þingmann.


Tengdar fréttir

Gömlu valdablokkirnar töpuðu taki á Evrópuþinginu

Gömlu valdablokkirnar á Evrópuþinginu hafa tapað taki sínu á þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru í gær, en kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í gær en kosið var í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni.

Farage og félagar á feikimiklu flugi

Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþings­kosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×