Viðskipti erlent

Vara leiðtogaefni við tjóni af útgöngu án samnings

Kjartan Kjartansson skrifar
Brexit heldur áfram að kljúfa bresku þjóðina.
Brexit heldur áfram að kljúfa bresku þjóðina. Vísir/EPA

Iðnaðarsamtök Bretlands, ein stærstu viðskiptahagsmunasamtök landsins, vara frambjóðendur í leiðtogavali Íhaldsflokksins við því að það muni skaða samkeppnishæfni Bretlands til langframa gangi landið úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Nokkrir frambjóðendanna vilja ganga út án samnings.

Tólf bjóða sig nú fram í leiðtogavali Íhaldsflokksins eftir að Theresa May, forsætisráðherra, tilkynnti að hún ætlaði að stíga til hliðar 7. júní. May varð lítt ágengt í að ná samstöðu innan flokksins um skilmála útgöngunnar.

Í bréfi til frambjóðendanna segja Iðnaðarsamtök Bretlands að útganga án samnings ylli röskunum til skemmri tíma litið og langtímaskaða á samkeppnishæfni Bretlands, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.

„Mikill meirihluti fyrirtækja getur aldrei búið sig undir samningsleysi, sérstaklega [lítil og miðlungsstór fyrirtæki] í okkar röðum sem hafa ekki efni á flóknum og dýrum viðbúnaðaráætlunum,“ segir í bréfi Carolyn Fairbairn, framkvæmdastjóra samtakanna.

Þess í stað telji fyrirtæki stór sem smá að besta leiðin sé að segja skilið við Evrópusambandið með samningi um hvernig samskiptunum við Evrópu skuli háttað í kjölfarið.

Upphaflega ætluðu Bretar að yfirgefa ESB í lok mars. Því var frestað þegar þinginu tókst ekki að samþykkja útgöngusamning. Fyrirhugaður útgöngudagur er nú 31. október.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.