Íslenski boltinn

KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björgvin í leik með KR gegn ÍBV fyrr á leiktíðinni.
Björgvin í leik með KR gegn ÍBV fyrr á leiktíðinni. vísir/bára
KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá knattspyrnudeild Hauka í máli Björgvins Stefánssonar, framherja KR, eftir ummæli sem hann lét falla í beinni útsendingu Haukar TV.

„Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin eftir að þeir Archange Nkumu og Arnar Aðalgeirsson lentu saman í leik Hauka og Þróttar í Inkasso-deildinni þar sem Björgvin var annar lýsandinn.

Tæpar tvær vikur eru síðan atvikið átti sér stað en enn hefur verið ekki dæmt í málinu. KSÍ hefur sagt að það sé að safna gögnum í málinu en reiknað er með niðurstöðu í málinu á morgun.

Þórarinn Jónas Ásgeirsson, sem situr í stjórn knattspyrnudeildar Hauka, segir að KSÍ hafi ekki haft samband við Hauka og óskað eftir gögnum frá þeim.







Þetta staðfesti Þórarinn á Twitter-síðu sinni þar sem hann skaut einnig á vinnubrögð aganefndarinnar en Björgvin hefur þurft að bíða lengi eftir úrskurðinum.

Uppfært klukkan 13.55:

Samkvæmt heimildum Vísis þá var óskað eftir gögnum frá Haukum vegna málsins. Hvort Haukarnir skiluðu einhverju inn til KSÍ vegna málsins er aftur á móti ekki vitað.

Uppfært klukkan 14.20:



Í samtali við Vísi sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Hauka, að meðlimur stjórnar knattspyrnudeildar Hauka fari með rangt mál. KSÍ hafi óskað eftir gögnum frá Haukum sem hafi verið skilað inn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×