Björgvin gæti fengið leikbann fyrir rasísk ummæli

Björgvin Stefánsson, framherji KR, geti verið á leið í leikbann út af orðum sem hann lét falla sem lýsandi í leik Hauka og Þróttar í gær.
„Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin í lýsingunni en svarti maðurinn sem hann talaði um er Archie Nkumu, leikmaður Þróttar. Sindri Hjartarson benti fyrst á ummælin á Twitter.
@FCHaukar ? #fotboltinet pic.twitter.com/T0EyMCS42O
— Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) May 23, 2019
pic.twitter.com/eUZDMkgYWK
— Björgvin Stefánsson (@badgalbjoggi) May 23, 2019
Stjórn knattspyrnudeildar Hauka harmar ummæli Björgvins@Fotboltinet pic.twitter.com/5qsH39lRKx
— Haukar Fótbolti (@FCHaukar) May 23, 2019
Framkvæmdastjóri KSÍ hefur heimild til þess að vísa málum til aga- og úrskurðarnefndar sem skaða geta ímynd knattspyrnunnar.
Þó svo Björgvin hafi ekki brotið af sér í leik með KR er samt hætta á því að hann fái leikbann. Orri Freyr Hjaltalín fékk árið 2004 leikbann hjá Grindavík vegna skrifa sinna á bloggsíðu.
Hann lét þá ýmsa aðila heyra það og lýsti einnig vanþóknun sinni á Blönduósi. Fyrir það fékk hann eins leiks bann og varð sá fyrsti í sögunni til þess að fá bann fyrir skrif.
Brot Björgvins gæti aftur á móti kostað hann fimm leikja bann enda væntanlega verið að skoða meint brot gegn þessari reglu.
16.1. Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.