Íslenski boltinn

Pape kallar Björgvin fávita: „Ekki hægt að kalla þetta dómgreindarleysi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pape fagnar marki með Víkingi.
Pape fagnar marki með Víkingi. vísir/pjetur
Pape Mamadou Faye, leikmaður Þróttar Vogum og fyrrum leikmaður til að mynda Víkings og Fylkis, lætur Björgvin Stefánsson heyra það á Twitter í dag.

Björgvin var með kynþáttaníð í beinni útsendingu Haukar TV eins og greint hefur verið frá á Vísi í dag en hann gæti verið leið í fimm leikja bann.

Pape kallar Björgvin fávita á Twitter-síðu sinni í dag og segir að það sé ekki hægt að kalla þetta dómgreindarleysi. Tístið má sjá hér að neðan.







Rætt verður við Klöru Bjartmarz, framkvæmdarstjóra KSÍ, í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi síðar í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×