Íslenski boltinn

Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Björgvin í leik með KR.
Björgvin í leik með KR. vísir/bára
Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki.

Það fékk Vísir staðfest hjá KSÍ í dag en að öllu óbreyttu á úrskurður í máli hans þá að liggja fyrir á morgun.

Mál Björgvins er snúið enda varð hann uppvís að kynþáttaníði sem lýsandi á knattspyrnuleik hjá karlaliði Hauka, þar sem hann spilaði um árabil, en ekki í leik með KR. Á málinu eru því margir fletir og það hefur verið erfitt að vinna þetta mál eins og þessi töf sýnir.

Björgvin viðurkenndi brot sitt strax og baðst innilegrar afsökunar. Því var svo skotið til aga- og úrskurðarnefndar af Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×