Íslenski boltinn

Yfirlýsing Þróttar vegna ummæla Björgvins: „Framkoman með öllu óásættanleg“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin er á sínu öðru tímabili hjá KR.
Björgvin er á sínu öðru tímabili hjá KR. vísir/vilhelm
Knattspyrnudeild Þróttar R. hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem Björgvin Stefánsson lét falla um leikmann liðsins í lýsingu á leik gegn Haukum í Inkasso-deild karla í gær.„Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin um Archie Nkumu, leikmann Þróttar, í lýsingu á Haukar TV.Björgvin baðst afsökunar á ummælum sínum í gærkvöldi.Þau gætu kostað hann fimm leikja bann. Framkvæmdastjóri KSÍ hefur heimild til að vísa málum sem skaða geta ímynd knattspyrnunnar til aga- og úrskurðarnefndar.Bæði Haukar og KR hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem ummæli Björgvins eru hörmuð. Þróttur hefur nú líka sent frá sér yfirlýsingu.Í yfirlýsingu Þróttar segir m.a. að framkoma Björgvins hafi verið með öllu óásættanleg og hana beri að taka alvarlega. Þróttarar treysta á að tekið verði á málinu í samræmi við alvarleika þess.Yfirlýsing vegna ummæla í lýsingu leiks Hauka og ÞróttarStjórn knattspyrnudeildar Þróttar fordæmir ummæli sem látin voru falla í gærkvöldi um leikmann Þróttar á HaukarTV í útsendingu á leik Hauka og Þróttar í Inkasso deild karla.Framkoma annars lýsanda leiksins var með öllu óásættanleg og ber að taka alvarlega.Knattspyrna er leikur án fordóma og fyrirlitning, mismunun og niðurlæging á grundvelli kynþáttar, litarhátts og stöðu að öðru leyti á sér engan stað í knattspyrnuhreyfingunni eða samfélaginu í heild.Málið hefur verið sett í réttan farveg innan KSÍ.Þróttur treystir því að tekið verði á málinu í samræmi við alvarleika málsins og þeir sem bera ábyrgð á ummælunum verði látnir sæta ábyrgð vegna þeirra.Þróttur mun ekki tjá sig frekar um málið meðan að það er til umfjöllunar hjá KSÍ.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.