Enski boltinn

Spænsk útvarpsstöð segir De Ligt nálgast United

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Ligt í leik með Ajax.
De Ligt í leik með Ajax. vísir/getty
Spænska útvarpsstöðin RAC1 segir að varnarmaðurinn Matthisj De Ligt nálgist það að ganga í raðir enska stórliðsins Manchester United.

De Ligt vakti mikla athygli á tímabilinu er hann var einn lykilmaður í liði Ajax sem fór alla leið í undanúrslitin í Meistaradeildinni og var tvöfaldur meistari í Hollandi.

Frenkie de Jong, samherji De Ligt hjá Ajax á síðustu leiktíð, er genginn í raðir Barcelona og héldu margir að Hollendingarnir myndu báðir leika þar á næstu leiktíð.







Nú greinir RAC1 útvarpsstöðin að nú sé Manchester United líklegasti áfangastaður De Ljigt en tilboðið frá United á að vera ansi myndarlegt.

Varnarleikur United var ekki upp á marga fiska á síðustu leiktíð og er því Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, að leita að leikmönnum sem styrkja United-liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×