Enski boltinn

Spænsk útvarpsstöð segir De Ligt nálgast United

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Ligt í leik með Ajax.
De Ligt í leik með Ajax. vísir/getty

Spænska útvarpsstöðin RAC1 segir að varnarmaðurinn Matthisj De Ligt nálgist það að ganga í raðir enska stórliðsins Manchester United.

De Ligt vakti mikla athygli á tímabilinu er hann var einn lykilmaður í liði Ajax sem fór alla leið í undanúrslitin í Meistaradeildinni og var tvöfaldur meistari í Hollandi.

Frenkie de Jong, samherji De Ligt hjá Ajax á síðustu leiktíð, er genginn í raðir Barcelona og héldu margir að Hollendingarnir myndu báðir leika þar á næstu leiktíð.

Nú greinir RAC1 útvarpsstöðin að nú sé Manchester United líklegasti áfangastaður De Ljigt en tilboðið frá United á að vera ansi myndarlegt.

Varnarleikur United var ekki upp á marga fiska á síðustu leiktíð og er því Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, að leita að leikmönnum sem styrkja United-liðið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.