Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem komu Liverpool á toppinn og felldu Cardiff

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, fagnar í leikslok á St. James' Park.
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, fagnar í leikslok á St. James' Park. vísir/getty
Liverpool tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 2-3 útisigri á Newcastle United í gær. Divock Origi skoraði sigurmarkið þegar fjórar mínútur voru til leiksloka.

Liverpool er með tveggja stiga forskot á Manchester City sem á leik til góða gegn Leicester City annað kvöld. Eftir sigur Rauða hersins í gær er ljóst að það ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni hvort Liverpool eða City verður Englandsmeistari.

Cardiff City féll eftir 2-3 tap fyrir Crystal Palace í síðasta heimaleik Arons Einars Gunnarssonar fyrir félagið.

Tveir leikmenn Tottenham fengu rautt spjald þegar liðið tapaði fyrir Bournemouth, 1-0. Spurs er í 3. sæti deildarinnar en er ekki enn öruggt með Meistaradeildarsæti.

Wolves fór langt með tryggja sér 7. sætið með 1-0 sigri á Fulham og West Ham vann öruggan sigur á Southampton, 3-0.

Öll 15 mörkin úr leikjum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni má sjá hér fyrir neðan.

Newcastle 2-3 Liverpool
Klippa: FT Newcastle 2 - 3 Liverpool
 

Cardiff 2-3 Crystal Palace
Klippa: FT Cardiff 2 - 3 Crystal Palace
 

Bournemouth 1-0 Tottenham
Klippa: FT Bournemouth 1 - 0 Tottenham
 

Wolves 1-0 Fulham
Klippa: FT Wolves 1 - 0 Fulham
 

West Ham 3-0 Southampton
Klippa: FT West Ham 3 - 0 Southampton
 


Tengdar fréttir

Cardiff fallið

Aron Einar Gunnarsson og félagar töpuðu í síðasta heimaleik hans fyrir Cardiff City.

Klopp: Þetta eru örlög

Liverpool komst á topp ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Newcastle United í kvöld. Stjórinn var sáttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×