Enski boltinn

Úlfarnir nánast öruggir með 7. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dendocker fagnar marki sínu.
Dendocker fagnar marki sínu. vísir/getty
Wolves fór langt með að tryggja sér 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 1-0 sigri á Fulham í dag.

Belginn Leander Dendoncker skoraði eina mark leiksins þegar stundarfjórðungur var eftir.

Úlfarnir geta fengið sæti í Evrópudeildinni ef Manchester City vinnur Watford í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Leicester getur náð Wolves með því að vinna síðustu tvo leiki sína sem eru gegn Manchester City og Chelsea. Wolves mætir Liverpool í lokaumferðinni.

Fulham er löngu fallið. Fyrir leikinn í dag var liðið búið að vinna þrjá leiki í röð.

Þá vann West Ham 3-0 sigur á Southampton. Marko Arnautovic skoraði tvö mörk fyrir West Ham og Ryan Fredericks eitt.

Hamrarnir, sem hafa fengið sjö stig í síðustu þremur leikjum sínum, eru í 11. sæti deildarinnar. Dýrlingarnir eru í því sextánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×