Cardiff fallið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar vonsvikinn í leikslok.
Aron Einar vonsvikinn í leikslok. vísir/getty
Cardiff City er fallið úr ensku úrvalsdeildinni eftir 2-3 tap fyrir Crystal Palace á heimavelli í dag. 

Aron Einar Gunnarsson lék sinn síðasta heimaleik fyrir Cardiff í dag en hann er á förum til Al Arabi í Katar í sumar.

Wilfried Zaha, Michy Batshuayi og Andros Townsend skoruðu mörk Palace sem er í 14. sæti deildarinnar.

Martin Kelly (sjálfsmark) og Bobby Reid skoruðu mörk Cardiff sem hefur tapað þremur leikjum í röð.

Cardiff vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir ári en stoppaði stutt þar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira