Enski boltinn

Vandræðalegt að horfa á United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn United voru sér til skammar í dag að mati Neville
Leikmenn United voru sér til skammar í dag að mati Neville vísir/getty

Manchester United var niðurlægt af Everton á Goodison Park í dag þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni. Everton vann 4-0 sigur.

Gary Neville, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður United, var bálreiður í leikslok.

„Ég er brjálaður, ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Neville á Sky eftir leikinn.

„Ég hef oft sagt það um félög að ef þau eru með illgresi í garðinum hjá sér þá þarf að fara og rífa það upp. En það er eitthvað svakalegt illgresi með tökin á þessu félagi og er að ráðast í grunn þess.“

„Stuðningsmenn United stóðu með Jose Mourinho en á endanum fengu þeir nóg og vildu hann burt. Stuðningsmenn United munu ekki vilja Ole Gunnar Solskjær burt svo höfuð leikmannanna eru svo sannarlega í húfi hér.“

„Everton hljóp fjórum kílómetrum meira en Manchester United í þessum leik. Ef við horfum til Liverpool, erkifjenda United, þá gefa þeir allt fyrir hvern sentimetra inni á vellinum.“

„Það var vandræðalegt að horfa á suma af leikmönnum United í dag. Ég er algjörlega brjálaður,“ sagði Gary Neville.

United hefur ekki langan tíma til þess að sleikja sárin, nágrannarnir í Manchester City bíða í stórleik á miðvikudag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.