Enski boltinn

Firmino: Ekkert leyndarmál

Dagur Lárusson skrifar
Roberto Firmino.
Roberto Firmino. vísir/getty
Roberto Firmino, leikmaður Liverpool, segir að það sé ekkert sérstakt leyndarmál um það hvers vegna Liverpool hefur gengið svona vel á þessari leiktíð.

 

Liverpool hefur tapað aðeins einum deildarleik á tímabilinu og var það á útivelli gegn Manchester City sem er liðið sem Liverpool er í harðri baráttu um titilinn við. Firmino telur að það sé engin ein sérstök ástæða eða eitt leyndarmál um það hvers vegna Liverpool hefur gengið svona vel.

 

„Það er ekkert leyndarmál um það hvers vegna okkur gengur svona veæ. Þetta kemur allt einfaldlega frá því að við leggjum hart að okkur á hverjum einasta degi, saman á æfingasvæðinu.“

 

„Við höfum verið saman núna í næstum því þrjú ár. Við erum að vaxa með hverjum deginum sem líður. Við þekkjum hvorn annan út og inn, bæði í á æfingum og í leikjum.“

 

Firmino lýsti síðan ánægju sinni fyrir hönd Salah eftir mark hans gegn Southampton.

 

„Það er svo mikilvægt að hann skori og hjálpi okkur að vinna leiki. Þetta mark var sérstaklega mikilvægt því það hafði liðið smá tími frá því hann skoraði síðast.“

 

Liverpool tekur á móti Chelsea á Anfield í dag klukkan 15:30.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×