Enski boltinn

Klopp neitaði að tala um Gerrard atvikið og segir Hazard einn þann besta í heimi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp hress og kátur.
Klopp hress og kátur. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpol, neitaði að ræða um atvikið þegar Steven Gerrard rann í leiknum gen Chelsea 2014 og vildi frekar tala um hvernig ætti að stöðva Steven Gerrard.

Chelsea heimsækir Anfield á morgun þar sem liðið mætir toppliðinu Liverpool en margir hafa rifjað upp þegar liðið mættust árið 2014.

Þá var Liverpool á toppnum og lítið eftir en Steven Gerrard rann eftirminnilega í leiknum og Demba Ba skoraði.

„Ég held að þetta sé bara í hausnum á ykkur. Ég hef heyrt um þetta en þetta hefur ekkert með okkur að gera. Þetta snýst um leikinn á sunnudaginn og þetta snýst ekki um fortíðina,“ sagði Klopp.

„Salah var í Chelsea á þessum tíma en þetta hefur algjörlega breyst. Allt hefur breyst. Það eru bara litirnir og nöfnin sem eru þau sama,“ sagði Klopp og lokaði þar með umræðunni um þetta. Næst var það Eden Hazard.

„Þetta er ekki auðvelt. Í ákveðnum aðstæðum geturu ekki varist honum og vonandi kemur hjálpin einhversstaðar að. Á sínum besta degi getur hann verið einn sá besti í heiminum.“

„Hann á frábæran feril og er með hluti sem mér líkar vel við í fótbolta. Hann er góður leikmaður en eins og allir góðir leikmenn þá þurfa þeir að spila gegn okkur.“

„Við munum reyna allt sem í okkar valdi stendur til þess að stöðva hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×