Enski boltinn

Aron fékk tak í bakið en verður klár gegn Liverpool

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron spilaði mjög góðar 55 mínútur í gærkvöld en var tekinn af velli vegna bakmeiðsla
Aron spilaði mjög góðar 55 mínútur í gærkvöld en var tekinn af velli vegna bakmeiðsla vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson var tekin af velli vegna meiðsla í sigri Cardiff á Brighton í gærkvöld. Neil Warnock, stjóri Cardiff, segir þó að ekki hafi verið um neitt alvarlegt að ræða.

Aron var tekinn af leikvelli á 55. mínútu þegar staðan var orðin 2-0 fyrir Cardiff.

Warnock sagði þó að hann hafi verið meira að hugsa um framhaldið heldur en að meiðslin hafi verið svo alvarleg.

„Við vildum ekki taka áhættu með hann. Hann fékk verk í bakið en það verður í lagi með hann, hann þurfti bara smá hvíld,“ sagði Warnock.

Aron sagði sjálfur að hann hafi „fengið gamla góða takið í bakið,“ í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld.

Hann sagðist verða klár í leikinn gegn toppliði Liverpool á sunnudaginn.

Cardiff er tveimur stigum frá öruggu sæti í ensku úrvalsdeildinni og á eftir að spila fjóra leiki. Liðin í 16. og 17. sæti eiga hins vegar bæði leiki til góða á Cardiff.


Tengdar fréttir

Sjáðu mörkin sem héldu Cardiff á floti

Cardiff vann lífsnauðsynlegan sigur í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið sótti Brighton heim í fallslag. Hefði leikurinn tapast hefði Cardiff verið svo gott sem fallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×