Aron Einar og félagar á lífi eftir nauðsynlegan sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Morrison fagnar marki sínu.
Morrison fagnar marki sínu. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson eru nú tveimur stigum frá öruggu sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Brighton á útivelli í kvöld.

Nathanie Mendez-Laing kom Cardiff yfir með draumamarki á 22. mínútu og þannig stóðu leikar er liðin gengu til búningsherbergja.

Á 50. mínútu var það svo miðvörðurinn Sean Morrison sem tvöfaldaði forystuna en Aron Einar Gunnarsson yfirgaf völlinn á 55. mínútu.





Lífsnauðsynlegur sigur Cardiff sem er nú einungis tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni. Cardiff á fjóra leiki eftir en Brighton fimm.

Staðan í deildinni og stig:

15. sæti Newcastle - 38 stig

16. sæti Southampton - 36 stig

17. sæti Brighton - 33 stig

18. sæti Cardiff  - 31 stig

19. sæti Fulham - 20 stig FALLIÐ

20. sæti Huddersfield - 14 stig FALLIÐ

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira