Enski boltinn

Slúðurpakki Guardian: Liverpool vill kaupa liðsfélaga Gylfa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Richarlison fagnar marki með Gylfa á tímabilinu en þeir eru langmarkahæstu leikmenn Everton liðsins.
Richarlison fagnar marki með Gylfa á tímabilinu en þeir eru langmarkahæstu leikmenn Everton liðsins. Getty/Simon Stacpoole
Það líður að lokum tímabilsins í enska boltanum og það styttist því að félagsskiptaglugginn opnist á ný. Ensku miðlarnir eru því oft með ýmsar vangaveltur á síðum sínum og Guardian er engin undantekning.

Blaðamenn Guardian hentu saman í slúðurpakka í morgun og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. Markvörðurinn David De Gea er meðal annars orðður við Paris Saint Germain og þá er miðvörðurinn Eric Bailly hjá Manchester United orðaður við Real Madrid.

Stærsta fréttinn er hins vegar meintur áhugi Jürgen Klopp og Liverpool á brasilískum framherja sem þegar spilar í Bítlaborginni.





Guardian sækir þetta slúður til Brasilíu þar sem UOL Esporte skrifar um möguleikann á því að Richarlison fari til Liverpool í sumar.

Jürgen Klopp er sagður hafa hitt Renato Velasco, umboðsmann Richarlison, á dögunum þar sem farið var yfir möguleikana. Blaðamenn UOL Esporte telja að Liverpool gæti boðið 70 milljónir punda í leikmanninn.

Það fylgir þó sögunni að það eru miklu fleiri stórlið en Liverpool sem hafa áhuga á þessum Brasilíumanni en þar eru nefnd lið eins og PSG, AC Milan og Barcelona.

Þetta sýnir að frábær frammistaða Richarlison á sínu fyrsta tímabili hjá Everton og fyrir framan Gylfa okkar Sigurðsson hefur komið honum inn á borð hjá mörgum af flottustu félögum Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×