Enski boltinn

Klopp: Fólk vill að við spilum eins og Manchester City en við getum það ekki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp glaður í kvöld.
Klopp glaður í kvöld. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var afar stoltur af sínum mönnum sem unnu 3-1 sigur á Southampton á útivelli í kvöld. Með sigrinum fór Liverpool á toppinn.

„Þetta var frábært. Ég sagði við strákana að það væri gott hugarfar í hópnum,“ sagði Klopp í samtali við Sky Sports skömmu eftir að leik lauk á St. Mary's í kvöld.

„Við vorum vel skipulagðir en allir boltar sem þeir hreinsuðu frá urðu nánast að skyndisókn. Við þurftum að laga okkur að því. Þeir skoruðu flott mark, ekki heimsklassa varnarleikur en við héldum ró okkar.“

Staðan var 1-1 í hálfleik en Liverpool kláraði leikinn með tveimur frábærum skyndisóknum undir lokin. Eitthvað sem liðið hefur verið þekkt fyrir og það skilaði sér í sigri.

„Við kláruðum leikinn með tveimur framúrskarandi skyndisóknum. Heimsklassa afgreiðsla hjá Salah. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Við vissum að þetta yrði erfitt því það er ekki auðvelt að vinna hér. En við gerðum það.“

Nú er Liverpool stigi á undan City en ensku meistararnir eiga þó leik til góða. Það er rosaleg spenna á toppnum.

„Fólk vill að við spilum eins og Manchester City en við getum það ekki. Við spilum okkar eigin fótbolta. Við erum með 82 stig núna. Þetta er rosaleg deild og allir eru að bíða eftir okkur. Ég er mjög stoltur. Þetta er ótrúlegt.“

„Þetta er erfitt ár fyrir alla. Þú þarft að fá 70-75 stig til þess að komast í Meistaradeildina og 90 og eitthvað stig til þess að vinna deildina. Við erum með í keppninni og það er gott,“ sagði Þjóðverjinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×