Enski boltinn

Sjáðu mörkin úr mikilvægum sigri Burnley og öll hin úr enska boltanum í gær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chris Wood, framherji Burnley, fagnar marki sínu gegn Bournemouth.
Chris Wood, framherji Burnley, fagnar marki sínu gegn Bournemouth. vísir/getty
Burnley kom sér í átta stiga fjarlægð frá fallsæti með 3-1 sigri á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Chris Wood, Ashley Westwood og Ashley Barnes skoruðu mörk Burnley sem er komið upp í 14. sæti deildarinnar. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður þegar átta mínútur voru til leiksloka.

Jamie Vardy skoraði tvívegis þegar Leicester City vann botnlið Huddersfield Town, 1-4, á útivelli. Þetta var fjórði sigur Leicester í röð.

Þá vann Crystal Palace Newcastle United 0-1 á St. James's Park. Luka Milivojevic skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Þetta var tíunda mark hans af vítapunktinum á tímabilinu.

Mörkin úr leikjum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni má sjá hér fyrir neðan.

Bournemouth 1-3 Burnley
Klippa: FT Bournemouth 1 - 3 Burnley
 

Huddersfield 1-4 Leicester
Klippa: FT Huddersfield 1 - 4 Leicester
 

Newcastle 0-1 Crystal Palace
Klippa: FT Newcastle 0 - 1 Crystal Palace
 


Tengdar fréttir

Burnley kom til baka og vann mikilvægan sigur

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn af varamannabekknum í nauðsynlegum sigri Burnley í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. Leicester valtaði yfir fallið Huddersfield.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×