Man. City að reyna að ná „nýja Ronaldo“ á undan Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2019 14:30 Joao Felix í leiknum á móti Dinamo Zagreb í Evrópudeildinni. Getty/Gualter Fatia Manchester City er sagt vera að undirbúa tilboð í nýja undrabarnið í portúgalska fótboltanum en margir hafa líkt sama strák við sjálfan Cristiano Ronaldo. Portúgalska blaðið Correio da Manhã segir áhuga Englandsmeistara Manchester City vera mikinn á hinum nítján ára gamla Joao Felix. Joao Felix spilar með Benfica og hefur verið kallaður „hinn nýi Ronaldo“ af þeim sem þekkja til hans og hans hæfileika.João Félix | From Portugal: Manchester City have decided to make offer for player, Txiki’s trip the clincher. https://t.co/xiwAmN7ZRw#mcfcpic.twitter.com/Ms13zv3sL7 — Sport Witness (@Sport_Witness) March 20, 2019Joao Felix er með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 18 leikjum í portúgölsku deildinni í vetur en í ágúst varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu til að skora í derby leiknum í Lissabon á milli Benfica og Sporting Lissabon. Joao Felix hefur líka spilað enn betur eftir áramót en 8 af 10 mörkum hans í deildinni og 4 af 5 stoðsendingum hans hafa komið á árinu 2019. Í febrúar komu fréttir af því að Manchester United væri að reyna að næla í strákinn og að félagið væri tilbúið að bjóða í hann 50 milljónir evra. Benfica var ekki tilbúið að láta hann fara fyrir svo „lítinn“ pening og það er talað um að það gæti kostað allt að 120 milljónir evra að kaupa upp samning stráksins við portúgalska félaginu. Manchester City gæti verið tilbúið að borga þessa upphæð fyrir Joao Felix en talsverður hluti hennar kæmi í gegnum bónusa ef leikmaðurinn myndi ná ákveðnum tímamótum sem leikmaður City.Joao Felix á æfingu með portúgalska landsliðinu þar sem hann gæti spilað við hlið Cristiano Ronaldo.Getty/Pedro FiúzaCorreio da Manhã segir að Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjká Manchester City, hafi mætt á Estádio da Luz til að sjá strákinn spila. Joao Felix átti ekki sérstakan dag á móti Dinamo Zagreb en það breytti þó ekki skoðun Begiristain á honum. Blaðamaður Correio da Manhã skrifaði líka um það að verðmiðinn fyrir Joao Felix gæti vissulega skapa vandamál enda er 120 milljónir evra mikið fyrir 19 ára strák sem á eftir að sanna sig á stóra sviðinu. Það gæti hins vegar hjálpað Joao Felix að fóta sig hjá Manchester City að fyrir hjá liðinu er landi hans Bernardo Silva. Það er náist samningar á milli Benfica og Manchester City. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Sjá meira
Manchester City er sagt vera að undirbúa tilboð í nýja undrabarnið í portúgalska fótboltanum en margir hafa líkt sama strák við sjálfan Cristiano Ronaldo. Portúgalska blaðið Correio da Manhã segir áhuga Englandsmeistara Manchester City vera mikinn á hinum nítján ára gamla Joao Felix. Joao Felix spilar með Benfica og hefur verið kallaður „hinn nýi Ronaldo“ af þeim sem þekkja til hans og hans hæfileika.João Félix | From Portugal: Manchester City have decided to make offer for player, Txiki’s trip the clincher. https://t.co/xiwAmN7ZRw#mcfcpic.twitter.com/Ms13zv3sL7 — Sport Witness (@Sport_Witness) March 20, 2019Joao Felix er með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 18 leikjum í portúgölsku deildinni í vetur en í ágúst varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu til að skora í derby leiknum í Lissabon á milli Benfica og Sporting Lissabon. Joao Felix hefur líka spilað enn betur eftir áramót en 8 af 10 mörkum hans í deildinni og 4 af 5 stoðsendingum hans hafa komið á árinu 2019. Í febrúar komu fréttir af því að Manchester United væri að reyna að næla í strákinn og að félagið væri tilbúið að bjóða í hann 50 milljónir evra. Benfica var ekki tilbúið að láta hann fara fyrir svo „lítinn“ pening og það er talað um að það gæti kostað allt að 120 milljónir evra að kaupa upp samning stráksins við portúgalska félaginu. Manchester City gæti verið tilbúið að borga þessa upphæð fyrir Joao Felix en talsverður hluti hennar kæmi í gegnum bónusa ef leikmaðurinn myndi ná ákveðnum tímamótum sem leikmaður City.Joao Felix á æfingu með portúgalska landsliðinu þar sem hann gæti spilað við hlið Cristiano Ronaldo.Getty/Pedro FiúzaCorreio da Manhã segir að Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjká Manchester City, hafi mætt á Estádio da Luz til að sjá strákinn spila. Joao Felix átti ekki sérstakan dag á móti Dinamo Zagreb en það breytti þó ekki skoðun Begiristain á honum. Blaðamaður Correio da Manhã skrifaði líka um það að verðmiðinn fyrir Joao Felix gæti vissulega skapa vandamál enda er 120 milljónir evra mikið fyrir 19 ára strák sem á eftir að sanna sig á stóra sviðinu. Það gæti hins vegar hjálpað Joao Felix að fóta sig hjá Manchester City að fyrir hjá liðinu er landi hans Bernardo Silva. Það er náist samningar á milli Benfica og Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Sjá meira