Man. City að reyna að ná „nýja Ronaldo“ á undan Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2019 14:30 Joao Felix í leiknum á móti Dinamo Zagreb í Evrópudeildinni. Getty/Gualter Fatia Manchester City er sagt vera að undirbúa tilboð í nýja undrabarnið í portúgalska fótboltanum en margir hafa líkt sama strák við sjálfan Cristiano Ronaldo. Portúgalska blaðið Correio da Manhã segir áhuga Englandsmeistara Manchester City vera mikinn á hinum nítján ára gamla Joao Felix. Joao Felix spilar með Benfica og hefur verið kallaður „hinn nýi Ronaldo“ af þeim sem þekkja til hans og hans hæfileika.João Félix | From Portugal: Manchester City have decided to make offer for player, Txiki’s trip the clincher. https://t.co/xiwAmN7ZRw#mcfcpic.twitter.com/Ms13zv3sL7 — Sport Witness (@Sport_Witness) March 20, 2019Joao Felix er með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 18 leikjum í portúgölsku deildinni í vetur en í ágúst varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu til að skora í derby leiknum í Lissabon á milli Benfica og Sporting Lissabon. Joao Felix hefur líka spilað enn betur eftir áramót en 8 af 10 mörkum hans í deildinni og 4 af 5 stoðsendingum hans hafa komið á árinu 2019. Í febrúar komu fréttir af því að Manchester United væri að reyna að næla í strákinn og að félagið væri tilbúið að bjóða í hann 50 milljónir evra. Benfica var ekki tilbúið að láta hann fara fyrir svo „lítinn“ pening og það er talað um að það gæti kostað allt að 120 milljónir evra að kaupa upp samning stráksins við portúgalska félaginu. Manchester City gæti verið tilbúið að borga þessa upphæð fyrir Joao Felix en talsverður hluti hennar kæmi í gegnum bónusa ef leikmaðurinn myndi ná ákveðnum tímamótum sem leikmaður City.Joao Felix á æfingu með portúgalska landsliðinu þar sem hann gæti spilað við hlið Cristiano Ronaldo.Getty/Pedro FiúzaCorreio da Manhã segir að Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjká Manchester City, hafi mætt á Estádio da Luz til að sjá strákinn spila. Joao Felix átti ekki sérstakan dag á móti Dinamo Zagreb en það breytti þó ekki skoðun Begiristain á honum. Blaðamaður Correio da Manhã skrifaði líka um það að verðmiðinn fyrir Joao Felix gæti vissulega skapa vandamál enda er 120 milljónir evra mikið fyrir 19 ára strák sem á eftir að sanna sig á stóra sviðinu. Það gæti hins vegar hjálpað Joao Felix að fóta sig hjá Manchester City að fyrir hjá liðinu er landi hans Bernardo Silva. Það er náist samningar á milli Benfica og Manchester City. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Manchester City er sagt vera að undirbúa tilboð í nýja undrabarnið í portúgalska fótboltanum en margir hafa líkt sama strák við sjálfan Cristiano Ronaldo. Portúgalska blaðið Correio da Manhã segir áhuga Englandsmeistara Manchester City vera mikinn á hinum nítján ára gamla Joao Felix. Joao Felix spilar með Benfica og hefur verið kallaður „hinn nýi Ronaldo“ af þeim sem þekkja til hans og hans hæfileika.João Félix | From Portugal: Manchester City have decided to make offer for player, Txiki’s trip the clincher. https://t.co/xiwAmN7ZRw#mcfcpic.twitter.com/Ms13zv3sL7 — Sport Witness (@Sport_Witness) March 20, 2019Joao Felix er með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 18 leikjum í portúgölsku deildinni í vetur en í ágúst varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu til að skora í derby leiknum í Lissabon á milli Benfica og Sporting Lissabon. Joao Felix hefur líka spilað enn betur eftir áramót en 8 af 10 mörkum hans í deildinni og 4 af 5 stoðsendingum hans hafa komið á árinu 2019. Í febrúar komu fréttir af því að Manchester United væri að reyna að næla í strákinn og að félagið væri tilbúið að bjóða í hann 50 milljónir evra. Benfica var ekki tilbúið að láta hann fara fyrir svo „lítinn“ pening og það er talað um að það gæti kostað allt að 120 milljónir evra að kaupa upp samning stráksins við portúgalska félaginu. Manchester City gæti verið tilbúið að borga þessa upphæð fyrir Joao Felix en talsverður hluti hennar kæmi í gegnum bónusa ef leikmaðurinn myndi ná ákveðnum tímamótum sem leikmaður City.Joao Felix á æfingu með portúgalska landsliðinu þar sem hann gæti spilað við hlið Cristiano Ronaldo.Getty/Pedro FiúzaCorreio da Manhã segir að Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjká Manchester City, hafi mætt á Estádio da Luz til að sjá strákinn spila. Joao Felix átti ekki sérstakan dag á móti Dinamo Zagreb en það breytti þó ekki skoðun Begiristain á honum. Blaðamaður Correio da Manhã skrifaði líka um það að verðmiðinn fyrir Joao Felix gæti vissulega skapa vandamál enda er 120 milljónir evra mikið fyrir 19 ára strák sem á eftir að sanna sig á stóra sviðinu. Það gæti hins vegar hjálpað Joao Felix að fóta sig hjá Manchester City að fyrir hjá liðinu er landi hans Bernardo Silva. Það er náist samningar á milli Benfica og Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira