Ragir við að fylgja Trump í annan slag um heilbrigðiskerfið Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2019 12:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Cory Morse Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill leiða Repúblikanaflokkinn í annan slag um heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó lítinn áhuga á að fylgja forsetanum í aðra lotu bardaga þar sem fyrsta lotan er sögð hafa spilað stóra rullu í því að flokkurinn missti meirihluta sinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Repúblikanar hafa heitið því í mörg ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög ,sem kallast einnig Affordable Care Act (ACA) og byggja nýtt og betra heilbrigðiskerfi. Án árangurs þó. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins, varði miklu púðri í að reyna að fá nýtt heilbrigðisfrumvarp í gegnum báðar deildir þingsins árið 2017. Repúblikanar stjórnuðu þá báðum deildum en þrátt fyrir það tókst þeim ekki að koma frumvarpinu í gegn.Nú stjórna Demókratar fulltrúadeildinni og samkvæmt Politico skilja þingmenn Repúblikanaflokksins ekki af hverju Trump vill aftur í þennan tiltekna slag. Fáir þeirra hafa þó vilja segja eitthvað opinberlega.Trump hefur heitið því að Repúblikanaflokkurinn verði flokkur heilbrigðismála og hreyfingar séu að eiga sér stað innan dómskerfisins og stjórnsýslunnar.The Republican Party will become the Party of Great HealthCare! ObamaCare is a disaster, far too expensive and deductibility ridiculously high - virtually unusable! Moving forward in Courts and Legislatively! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2019AP fréttaveitan segir þó engin merki um að ríkisstjórn Trump, stofnanir eða þingmenn séu að vinna að þróun nýs heilbrigðisfrumvarps. Fyrr í þessari viku lýsti ríkisstjórn Trump því yfir við alríkisdómstól að fella ætti ACA-lögin niður eins og þau leggja sig. Verði það gert gætu milljónir manna misst heilbrigðistryggingar sínar á einu bretti.Sú ákvörðun kom þingmönnum Repúblikanaflokksins verulega á óvart og óttast þeir að ef lögin verði felld niður sitji þeir uppi með ábyrgðina gagnvart kjósendum og næsta ár er kosningaár. McConnell sagði í viðtali í vikunni að Trump mætti taka forystuna í þessu máli og sagðist hlakka til að sjá að hvaða samkomulagi hann kæmist við Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Hann ætlaði frekar að beita sér gegn heilbrigðisfrumvarpi sem Demókratar opinberuðu í vikunni.Því frumvarpi er ætlað að fylla upp í skörð á ACA og myndi það gera fjölmörgum heimilum kleift að njóta aðstoðar við að greiða heilbrigðistryggingar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Vona að peningar bjargi heilbrigðisfrumvarpinu Allt í allt hafa þrír þingmenn sagt að þeir styðji ekki frumvarpið og tveir hafa sagt að þeir muni alls ekki greiða atkvæði með því. 25. september 2017 11:15 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill leiða Repúblikanaflokkinn í annan slag um heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó lítinn áhuga á að fylgja forsetanum í aðra lotu bardaga þar sem fyrsta lotan er sögð hafa spilað stóra rullu í því að flokkurinn missti meirihluta sinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Repúblikanar hafa heitið því í mörg ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög ,sem kallast einnig Affordable Care Act (ACA) og byggja nýtt og betra heilbrigðiskerfi. Án árangurs þó. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins, varði miklu púðri í að reyna að fá nýtt heilbrigðisfrumvarp í gegnum báðar deildir þingsins árið 2017. Repúblikanar stjórnuðu þá báðum deildum en þrátt fyrir það tókst þeim ekki að koma frumvarpinu í gegn.Nú stjórna Demókratar fulltrúadeildinni og samkvæmt Politico skilja þingmenn Repúblikanaflokksins ekki af hverju Trump vill aftur í þennan tiltekna slag. Fáir þeirra hafa þó vilja segja eitthvað opinberlega.Trump hefur heitið því að Repúblikanaflokkurinn verði flokkur heilbrigðismála og hreyfingar séu að eiga sér stað innan dómskerfisins og stjórnsýslunnar.The Republican Party will become the Party of Great HealthCare! ObamaCare is a disaster, far too expensive and deductibility ridiculously high - virtually unusable! Moving forward in Courts and Legislatively! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2019AP fréttaveitan segir þó engin merki um að ríkisstjórn Trump, stofnanir eða þingmenn séu að vinna að þróun nýs heilbrigðisfrumvarps. Fyrr í þessari viku lýsti ríkisstjórn Trump því yfir við alríkisdómstól að fella ætti ACA-lögin niður eins og þau leggja sig. Verði það gert gætu milljónir manna misst heilbrigðistryggingar sínar á einu bretti.Sú ákvörðun kom þingmönnum Repúblikanaflokksins verulega á óvart og óttast þeir að ef lögin verði felld niður sitji þeir uppi með ábyrgðina gagnvart kjósendum og næsta ár er kosningaár. McConnell sagði í viðtali í vikunni að Trump mætti taka forystuna í þessu máli og sagðist hlakka til að sjá að hvaða samkomulagi hann kæmist við Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Hann ætlaði frekar að beita sér gegn heilbrigðisfrumvarpi sem Demókratar opinberuðu í vikunni.Því frumvarpi er ætlað að fylla upp í skörð á ACA og myndi það gera fjölmörgum heimilum kleift að njóta aðstoðar við að greiða heilbrigðistryggingar, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Vona að peningar bjargi heilbrigðisfrumvarpinu Allt í allt hafa þrír þingmenn sagt að þeir styðji ekki frumvarpið og tveir hafa sagt að þeir muni alls ekki greiða atkvæði með því. 25. september 2017 11:15 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45
McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14
Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30
Vona að peningar bjargi heilbrigðisfrumvarpinu Allt í allt hafa þrír þingmenn sagt að þeir styðji ekki frumvarpið og tveir hafa sagt að þeir muni alls ekki greiða atkvæði með því. 25. september 2017 11:15
Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45