Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2017 13:45 Bill Cassidy, Dean Heller, Lindsey Graham og Ron Johnson kynntu frumvarpið í síðustu viku. Vísir/Getty Önnur tilraun öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare, stendur nú yfir. Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Hægt er að segja að fyrri heilbrigðisfrumvörp repúblikana hafi dáið á skurðarborðinu þegar John McCain kaus gegn því helsta, á eftirminnilegan hátt.Sjá einnig: Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef. Frumvarpið sem er nú til umræðu var samið af þeim Lindsey Graham og Bill Cassidy. Það felur í sér að veita einstökum ríkjum mikið frelsi um hvernig fjármunum frá alríkinu yrði varið. Þá myndi frumvarpið meðal annars fella niður tryggingakerfi sem gengur undir nafninu Medicaid og snýr að því að tryggja aldraða, fatlaða og fátæka. Þar að auki myndi frumvarpið færa fjármuni frá þeim ríkjum sem notast frekar við Obamacare til ríkja sem notast lítið við kerfið. Í grunninn myndi frumvarpið taka peninga frá ríkjum þar sem demókratar eru við völd og færa þá til ríkja þar sem repúblikanar eru við völd. Það er ein af helstu ástæðunum fyrir því að þingmaðurinn Rand Paul er á móti frumvarpinu. „Ég held að þetta sé bara leikur þar sem repúblikanar taka peninga frá ríkjum demókrata. Hvað gerist ef demókratar komast svo til valda,“ sagði Paul.Nokkrir þingmenn eru, samkvæmt frétt Politico, ekki tilbúnir til að lýsa yfir stuðningi við frumvarpið og eru óákveðnir. Einungis tvær vikur eru til stefnu, þar sem þingreglur segja til um að ekki verði hægt að leggja fram frumvörp sem snúa að sköttum og fjárlögum ríkisins.Kjósa ekki fyrr en atkvæðin eru komin í hús Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans, segir þó að atkvæðagreiðsla fari ekki fram fyrr en búið sé að tryggja þau 50 atkvæði sem til þarf. Færi atkvæðagreiðslan 50-50 myndi Mike Pence, varaforseti, ráða úrslitum. Hann hefur lýst yfir stuðningi við allar tilraunir til að fella niður Obamacare, samkvæmt frétt Washington Post. Þegar flokknum mistókst að ganga frá Obamacare í júlí þótti það mjög vandræðalegt. Þingmenn flokksins og Donald Trump, forseti, hafa margsinnis lýst því yfir á undanförnum árum að nauðsynlegt væri að koma Obamacare fyrir kattarnef. Þá myndaðist ákveðin gjá á milli þingmanna og forsetans sem kenndi þingheiminum um hvernig fór.Skapar mikla óvissu Demókratar segja frumvarpið vera verra en fyrri tilraunir repúblikana til að fella niður Obamacare og hafa samtök lækna, sjúkrahúsa og sjúklinga nánast einróma lýst því yfir að þau séu á móti frumvarpinu og að það myndi leiða til þess að milljónir manna myndu missa sjúkratryggingar sínar.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, segir hin sjálfstæða stofnun Congressional Budget Office, sem er nokkurs konar ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, að ekki verði hægt að ljúka við mat á áhrifum frumvarpsins fyrir 30. september. Því er ljóst að mikil óvissa fylgir frumvarpinu og segja demókratar að það væri óeðlilegt að kjósa um frumvarpið áður en matsgerðinni lýkur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Önnur tilraun öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare, stendur nú yfir. Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Hægt er að segja að fyrri heilbrigðisfrumvörp repúblikana hafi dáið á skurðarborðinu þegar John McCain kaus gegn því helsta, á eftirminnilegan hátt.Sjá einnig: Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef. Frumvarpið sem er nú til umræðu var samið af þeim Lindsey Graham og Bill Cassidy. Það felur í sér að veita einstökum ríkjum mikið frelsi um hvernig fjármunum frá alríkinu yrði varið. Þá myndi frumvarpið meðal annars fella niður tryggingakerfi sem gengur undir nafninu Medicaid og snýr að því að tryggja aldraða, fatlaða og fátæka. Þar að auki myndi frumvarpið færa fjármuni frá þeim ríkjum sem notast frekar við Obamacare til ríkja sem notast lítið við kerfið. Í grunninn myndi frumvarpið taka peninga frá ríkjum þar sem demókratar eru við völd og færa þá til ríkja þar sem repúblikanar eru við völd. Það er ein af helstu ástæðunum fyrir því að þingmaðurinn Rand Paul er á móti frumvarpinu. „Ég held að þetta sé bara leikur þar sem repúblikanar taka peninga frá ríkjum demókrata. Hvað gerist ef demókratar komast svo til valda,“ sagði Paul.Nokkrir þingmenn eru, samkvæmt frétt Politico, ekki tilbúnir til að lýsa yfir stuðningi við frumvarpið og eru óákveðnir. Einungis tvær vikur eru til stefnu, þar sem þingreglur segja til um að ekki verði hægt að leggja fram frumvörp sem snúa að sköttum og fjárlögum ríkisins.Kjósa ekki fyrr en atkvæðin eru komin í hús Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans, segir þó að atkvæðagreiðsla fari ekki fram fyrr en búið sé að tryggja þau 50 atkvæði sem til þarf. Færi atkvæðagreiðslan 50-50 myndi Mike Pence, varaforseti, ráða úrslitum. Hann hefur lýst yfir stuðningi við allar tilraunir til að fella niður Obamacare, samkvæmt frétt Washington Post. Þegar flokknum mistókst að ganga frá Obamacare í júlí þótti það mjög vandræðalegt. Þingmenn flokksins og Donald Trump, forseti, hafa margsinnis lýst því yfir á undanförnum árum að nauðsynlegt væri að koma Obamacare fyrir kattarnef. Þá myndaðist ákveðin gjá á milli þingmanna og forsetans sem kenndi þingheiminum um hvernig fór.Skapar mikla óvissu Demókratar segja frumvarpið vera verra en fyrri tilraunir repúblikana til að fella niður Obamacare og hafa samtök lækna, sjúkrahúsa og sjúklinga nánast einróma lýst því yfir að þau séu á móti frumvarpinu og að það myndi leiða til þess að milljónir manna myndu missa sjúkratryggingar sínar.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, segir hin sjálfstæða stofnun Congressional Budget Office, sem er nokkurs konar ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, að ekki verði hægt að ljúka við mat á áhrifum frumvarpsins fyrir 30. september. Því er ljóst að mikil óvissa fylgir frumvarpinu og segja demókratar að það væri óeðlilegt að kjósa um frumvarpið áður en matsgerðinni lýkur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15
Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45
Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59
Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00