Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 28. júlí 2017 08:25 John McCain mætti í þingið til að greiða atkvæði þrátt fyrir að vera nýgreindur með krabbamein í heila. Hann kaus gegn afnámi Obamacare. Vísir/AFP Nýjasta tilraun Donalds Trumps forseta og repúblikana til að fella úr gildi sjúkratryggingalögin sem nefnd hafa verið Obamacare fór út um þúfur í nótt þegar þrír Repúblikanar kusu gegn frumvarpi þess efnis. Repúblikanar hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að afnema Obamacare en það hefur verið þeirra helsta baráttumál undanfarin ár. Þeim hefur hins vegar gengið illa að koma sér saman um frumvarp að lögum sem geti komið í staðinn. Tillagan sem var felld í öldungadeildinni með fimmtíu og einu atkvæði gegn fjörutíu og níu í nótt hefði afnumið Obamacare að hluta til. Á meðal þeirra sem kusu gegn frumvarpinu var John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku. Hann mætti í atkvæðagreiðslur um afnám Obamacare nánast beint af spítala.Washington Post segir að Mike Pence, varaforseti, hafi í tuttugu mínútur reynt að sannfæra McCain um að kjósa með afnmámi Obamacare í þingsalnum en án árangurs. Pence var í salnum til að greiða atkvæði ef jafnmargir þingmenn væru með og á móti frumvarpinu.Forsetinn sakar þingmenn um að bregðast þjóðinniMitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, var ekki sáttur með sitt fólk og sagði að um vonbrigðastund væri að ræða. Hann hefur nú tekið málið á dagskrá. Óvíst er hver næstu skref repúblikana verða. Þeir eru með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Trump tjáði sig um ósigurinn á Twitter seint í gærkvöldi. Sagði hann þrjá repúblikana og 48 demókrata hafa brugðist bandarísku þjóðinni. Endurtók hann hótun sína um að stjórn hans myndi láta Obamacare falla um sjálft sig áður en repúblikanar semdu lög sem kæmu í staðinn. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að afgerandi meirihluti bandarísks almennings er andsnúinn þeim frumvörpum sem repúblikanar hafa lagt fram til að koma í staðinn fyrir Obamacare.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar John McCain greiddi atkvæði sitt gegn frumvarpinu um afnám Obamacare. Donald Trump Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Nýjasta tilraun Donalds Trumps forseta og repúblikana til að fella úr gildi sjúkratryggingalögin sem nefnd hafa verið Obamacare fór út um þúfur í nótt þegar þrír Repúblikanar kusu gegn frumvarpi þess efnis. Repúblikanar hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að afnema Obamacare en það hefur verið þeirra helsta baráttumál undanfarin ár. Þeim hefur hins vegar gengið illa að koma sér saman um frumvarp að lögum sem geti komið í staðinn. Tillagan sem var felld í öldungadeildinni með fimmtíu og einu atkvæði gegn fjörutíu og níu í nótt hefði afnumið Obamacare að hluta til. Á meðal þeirra sem kusu gegn frumvarpinu var John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku. Hann mætti í atkvæðagreiðslur um afnám Obamacare nánast beint af spítala.Washington Post segir að Mike Pence, varaforseti, hafi í tuttugu mínútur reynt að sannfæra McCain um að kjósa með afnmámi Obamacare í þingsalnum en án árangurs. Pence var í salnum til að greiða atkvæði ef jafnmargir þingmenn væru með og á móti frumvarpinu.Forsetinn sakar þingmenn um að bregðast þjóðinniMitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, var ekki sáttur með sitt fólk og sagði að um vonbrigðastund væri að ræða. Hann hefur nú tekið málið á dagskrá. Óvíst er hver næstu skref repúblikana verða. Þeir eru með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Trump tjáði sig um ósigurinn á Twitter seint í gærkvöldi. Sagði hann þrjá repúblikana og 48 demókrata hafa brugðist bandarísku þjóðinni. Endurtók hann hótun sína um að stjórn hans myndi láta Obamacare falla um sjálft sig áður en repúblikanar semdu lög sem kæmu í staðinn. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að afgerandi meirihluti bandarísks almennings er andsnúinn þeim frumvörpum sem repúblikanar hafa lagt fram til að koma í staðinn fyrir Obamacare.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar John McCain greiddi atkvæði sitt gegn frumvarpinu um afnám Obamacare.
Donald Trump Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira