Alan Shearer segir þetta City lið vera það besta í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 08:30 Sergio Aguero fagnar Englandsmeistaratitlinum með Manchester City. Getty/ Shaun Botterill Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en sannfærður að enska úrvalsdeildin hafi aldrei séð betra lið en lið Manchester City sem hefur unnið Englandsmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil. Alan Shearer skrifaði pistil á heimasíðu breska ríkisútvarpsins þar sem hann rökstyður þessa afstöðu sína. „Það er margt sem gerir Manchester City að besta liði ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi en ég hrífst mest af hungri þeirra og þrá. Þeir vilja alltaf meira, fleiri mörk og fleiri titla,“ skrifaði Alan Shearer. „Það eru líka aðferðir þeirra til að ná í öll þessi mörk og alla þessa titla sem gerir þetta frábrugðið öðrum liðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ skrifaði Shearer.Man United 1998-99 Arsenal 2003-04 Man City 2018-19 @alanshearer believes this current Man City team are the GREATEST ever Premier League team. Here's why: https://t.co/4y1apwDdCSpic.twitter.com/BCnEjQNmaC — BBC Sport (@BBCSport) May 20, 2019„Ég spilaði á móti þrennuliði Manchester United tímabilið 1998-99 og á móti ósigraða Arsenal-liðinu tímabilið 2003-04. Ég veit því hversu góð þessi tvö lið voru. City er aftur á móti að gera hluti sem við höfum ekki séð áður,“ skrifaði Shearer. „United-liðið frá 1999 var frábært sóknarlið sem gerði út af við þig með hraða sínum fram völlinn,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Arsenal-liðin á fyrstu árum Arsene Wenger voru brautryðjendur á sinn hátt með því að halda boltanum og gáti síðan spilað sig í gegnum þig á einu augnabliki,“ skrifaði Shearer. „Það var hræðilegt að spila á móti báðum þessum liðum en þetta City lið fer með erfiðleikastuðullinn upp á allt annað stig. Við vitum hversu góð lið Pep Guardiola hafa verið að halda boltanum en þetta City-lið er stanslaus að reyna að komast aftur í boltann þegar mótherjinn er með hann,“ skrifaði Shearer. „Við könnumst vel við Barcelona-liðið hans Guardiola og nú hefur hann útfært þann leikstíl fyrir ensku úrvalsdeildin. Það var erfitt hjá honum á fyrsta tímabilinu og liðið vann engan titil. Síðan þá hefur liðið unnið fimm af sex titlum í boði,“ skrifaði Shearer. „Bæði á þessu tímabili og tímabilinu í fyrra þá hefur City sett markið hærra en við höfum séð síðan að ensku úrvalsdeildina var stofnuð árið 1992. Ég get samt ekki sagt að City sé með besta liðið sem ég hef séð á minni ævi því ég ólst upp við að horfa á frábæru Liverpool-liðin á áttunda og níunda áratugnum,“ skrifaði Shearer. „City hefur ekki náð árangri í Evrópu eins og Liverpool liðin frá þessum árum. En þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni þá er þetta einstakt lið,“ skrifaði Shearer en það má nálgast allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en sannfærður að enska úrvalsdeildin hafi aldrei séð betra lið en lið Manchester City sem hefur unnið Englandsmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil. Alan Shearer skrifaði pistil á heimasíðu breska ríkisútvarpsins þar sem hann rökstyður þessa afstöðu sína. „Það er margt sem gerir Manchester City að besta liði ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi en ég hrífst mest af hungri þeirra og þrá. Þeir vilja alltaf meira, fleiri mörk og fleiri titla,“ skrifaði Alan Shearer. „Það eru líka aðferðir þeirra til að ná í öll þessi mörk og alla þessa titla sem gerir þetta frábrugðið öðrum liðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ skrifaði Shearer.Man United 1998-99 Arsenal 2003-04 Man City 2018-19 @alanshearer believes this current Man City team are the GREATEST ever Premier League team. Here's why: https://t.co/4y1apwDdCSpic.twitter.com/BCnEjQNmaC — BBC Sport (@BBCSport) May 20, 2019„Ég spilaði á móti þrennuliði Manchester United tímabilið 1998-99 og á móti ósigraða Arsenal-liðinu tímabilið 2003-04. Ég veit því hversu góð þessi tvö lið voru. City er aftur á móti að gera hluti sem við höfum ekki séð áður,“ skrifaði Shearer. „United-liðið frá 1999 var frábært sóknarlið sem gerði út af við þig með hraða sínum fram völlinn,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Arsenal-liðin á fyrstu árum Arsene Wenger voru brautryðjendur á sinn hátt með því að halda boltanum og gáti síðan spilað sig í gegnum þig á einu augnabliki,“ skrifaði Shearer. „Það var hræðilegt að spila á móti báðum þessum liðum en þetta City lið fer með erfiðleikastuðullinn upp á allt annað stig. Við vitum hversu góð lið Pep Guardiola hafa verið að halda boltanum en þetta City-lið er stanslaus að reyna að komast aftur í boltann þegar mótherjinn er með hann,“ skrifaði Shearer. „Við könnumst vel við Barcelona-liðið hans Guardiola og nú hefur hann útfært þann leikstíl fyrir ensku úrvalsdeildin. Það var erfitt hjá honum á fyrsta tímabilinu og liðið vann engan titil. Síðan þá hefur liðið unnið fimm af sex titlum í boði,“ skrifaði Shearer. „Bæði á þessu tímabili og tímabilinu í fyrra þá hefur City sett markið hærra en við höfum séð síðan að ensku úrvalsdeildina var stofnuð árið 1992. Ég get samt ekki sagt að City sé með besta liðið sem ég hef séð á minni ævi því ég ólst upp við að horfa á frábæru Liverpool-liðin á áttunda og níunda áratugnum,“ skrifaði Shearer. „City hefur ekki náð árangri í Evrópu eins og Liverpool liðin frá þessum árum. En þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni þá er þetta einstakt lið,“ skrifaði Shearer en það má nálgast allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira