Alan Shearer segir þetta City lið vera það besta í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 08:30 Sergio Aguero fagnar Englandsmeistaratitlinum með Manchester City. Getty/ Shaun Botterill Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en sannfærður að enska úrvalsdeildin hafi aldrei séð betra lið en lið Manchester City sem hefur unnið Englandsmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil. Alan Shearer skrifaði pistil á heimasíðu breska ríkisútvarpsins þar sem hann rökstyður þessa afstöðu sína. „Það er margt sem gerir Manchester City að besta liði ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi en ég hrífst mest af hungri þeirra og þrá. Þeir vilja alltaf meira, fleiri mörk og fleiri titla,“ skrifaði Alan Shearer. „Það eru líka aðferðir þeirra til að ná í öll þessi mörk og alla þessa titla sem gerir þetta frábrugðið öðrum liðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ skrifaði Shearer.Man United 1998-99 Arsenal 2003-04 Man City 2018-19 @alanshearer believes this current Man City team are the GREATEST ever Premier League team. Here's why: https://t.co/4y1apwDdCSpic.twitter.com/BCnEjQNmaC — BBC Sport (@BBCSport) May 20, 2019„Ég spilaði á móti þrennuliði Manchester United tímabilið 1998-99 og á móti ósigraða Arsenal-liðinu tímabilið 2003-04. Ég veit því hversu góð þessi tvö lið voru. City er aftur á móti að gera hluti sem við höfum ekki séð áður,“ skrifaði Shearer. „United-liðið frá 1999 var frábært sóknarlið sem gerði út af við þig með hraða sínum fram völlinn,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Arsenal-liðin á fyrstu árum Arsene Wenger voru brautryðjendur á sinn hátt með því að halda boltanum og gáti síðan spilað sig í gegnum þig á einu augnabliki,“ skrifaði Shearer. „Það var hræðilegt að spila á móti báðum þessum liðum en þetta City lið fer með erfiðleikastuðullinn upp á allt annað stig. Við vitum hversu góð lið Pep Guardiola hafa verið að halda boltanum en þetta City-lið er stanslaus að reyna að komast aftur í boltann þegar mótherjinn er með hann,“ skrifaði Shearer. „Við könnumst vel við Barcelona-liðið hans Guardiola og nú hefur hann útfært þann leikstíl fyrir ensku úrvalsdeildin. Það var erfitt hjá honum á fyrsta tímabilinu og liðið vann engan titil. Síðan þá hefur liðið unnið fimm af sex titlum í boði,“ skrifaði Shearer. „Bæði á þessu tímabili og tímabilinu í fyrra þá hefur City sett markið hærra en við höfum séð síðan að ensku úrvalsdeildina var stofnuð árið 1992. Ég get samt ekki sagt að City sé með besta liðið sem ég hef séð á minni ævi því ég ólst upp við að horfa á frábæru Liverpool-liðin á áttunda og níunda áratugnum,“ skrifaði Shearer. „City hefur ekki náð árangri í Evrópu eins og Liverpool liðin frá þessum árum. En þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni þá er þetta einstakt lið,“ skrifaði Shearer en það má nálgast allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en sannfærður að enska úrvalsdeildin hafi aldrei séð betra lið en lið Manchester City sem hefur unnið Englandsmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil. Alan Shearer skrifaði pistil á heimasíðu breska ríkisútvarpsins þar sem hann rökstyður þessa afstöðu sína. „Það er margt sem gerir Manchester City að besta liði ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi en ég hrífst mest af hungri þeirra og þrá. Þeir vilja alltaf meira, fleiri mörk og fleiri titla,“ skrifaði Alan Shearer. „Það eru líka aðferðir þeirra til að ná í öll þessi mörk og alla þessa titla sem gerir þetta frábrugðið öðrum liðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ skrifaði Shearer.Man United 1998-99 Arsenal 2003-04 Man City 2018-19 @alanshearer believes this current Man City team are the GREATEST ever Premier League team. Here's why: https://t.co/4y1apwDdCSpic.twitter.com/BCnEjQNmaC — BBC Sport (@BBCSport) May 20, 2019„Ég spilaði á móti þrennuliði Manchester United tímabilið 1998-99 og á móti ósigraða Arsenal-liðinu tímabilið 2003-04. Ég veit því hversu góð þessi tvö lið voru. City er aftur á móti að gera hluti sem við höfum ekki séð áður,“ skrifaði Shearer. „United-liðið frá 1999 var frábært sóknarlið sem gerði út af við þig með hraða sínum fram völlinn,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Arsenal-liðin á fyrstu árum Arsene Wenger voru brautryðjendur á sinn hátt með því að halda boltanum og gáti síðan spilað sig í gegnum þig á einu augnabliki,“ skrifaði Shearer. „Það var hræðilegt að spila á móti báðum þessum liðum en þetta City lið fer með erfiðleikastuðullinn upp á allt annað stig. Við vitum hversu góð lið Pep Guardiola hafa verið að halda boltanum en þetta City-lið er stanslaus að reyna að komast aftur í boltann þegar mótherjinn er með hann,“ skrifaði Shearer. „Við könnumst vel við Barcelona-liðið hans Guardiola og nú hefur hann útfært þann leikstíl fyrir ensku úrvalsdeildin. Það var erfitt hjá honum á fyrsta tímabilinu og liðið vann engan titil. Síðan þá hefur liðið unnið fimm af sex titlum í boði,“ skrifaði Shearer. „Bæði á þessu tímabili og tímabilinu í fyrra þá hefur City sett markið hærra en við höfum séð síðan að ensku úrvalsdeildina var stofnuð árið 1992. Ég get samt ekki sagt að City sé með besta liðið sem ég hef séð á minni ævi því ég ólst upp við að horfa á frábæru Liverpool-liðin á áttunda og níunda áratugnum,“ skrifaði Shearer. „City hefur ekki náð árangri í Evrópu eins og Liverpool liðin frá þessum árum. En þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni þá er þetta einstakt lið,“ skrifaði Shearer en það má nálgast allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti