Alan Shearer segir þetta City lið vera það besta í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 08:30 Sergio Aguero fagnar Englandsmeistaratitlinum með Manchester City. Getty/ Shaun Botterill Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en sannfærður að enska úrvalsdeildin hafi aldrei séð betra lið en lið Manchester City sem hefur unnið Englandsmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil. Alan Shearer skrifaði pistil á heimasíðu breska ríkisútvarpsins þar sem hann rökstyður þessa afstöðu sína. „Það er margt sem gerir Manchester City að besta liði ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi en ég hrífst mest af hungri þeirra og þrá. Þeir vilja alltaf meira, fleiri mörk og fleiri titla,“ skrifaði Alan Shearer. „Það eru líka aðferðir þeirra til að ná í öll þessi mörk og alla þessa titla sem gerir þetta frábrugðið öðrum liðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ skrifaði Shearer.Man United 1998-99 Arsenal 2003-04 Man City 2018-19 @alanshearer believes this current Man City team are the GREATEST ever Premier League team. Here's why: https://t.co/4y1apwDdCSpic.twitter.com/BCnEjQNmaC — BBC Sport (@BBCSport) May 20, 2019„Ég spilaði á móti þrennuliði Manchester United tímabilið 1998-99 og á móti ósigraða Arsenal-liðinu tímabilið 2003-04. Ég veit því hversu góð þessi tvö lið voru. City er aftur á móti að gera hluti sem við höfum ekki séð áður,“ skrifaði Shearer. „United-liðið frá 1999 var frábært sóknarlið sem gerði út af við þig með hraða sínum fram völlinn,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Arsenal-liðin á fyrstu árum Arsene Wenger voru brautryðjendur á sinn hátt með því að halda boltanum og gáti síðan spilað sig í gegnum þig á einu augnabliki,“ skrifaði Shearer. „Það var hræðilegt að spila á móti báðum þessum liðum en þetta City lið fer með erfiðleikastuðullinn upp á allt annað stig. Við vitum hversu góð lið Pep Guardiola hafa verið að halda boltanum en þetta City-lið er stanslaus að reyna að komast aftur í boltann þegar mótherjinn er með hann,“ skrifaði Shearer. „Við könnumst vel við Barcelona-liðið hans Guardiola og nú hefur hann útfært þann leikstíl fyrir ensku úrvalsdeildin. Það var erfitt hjá honum á fyrsta tímabilinu og liðið vann engan titil. Síðan þá hefur liðið unnið fimm af sex titlum í boði,“ skrifaði Shearer. „Bæði á þessu tímabili og tímabilinu í fyrra þá hefur City sett markið hærra en við höfum séð síðan að ensku úrvalsdeildina var stofnuð árið 1992. Ég get samt ekki sagt að City sé með besta liðið sem ég hef séð á minni ævi því ég ólst upp við að horfa á frábæru Liverpool-liðin á áttunda og níunda áratugnum,“ skrifaði Shearer. „City hefur ekki náð árangri í Evrópu eins og Liverpool liðin frá þessum árum. En þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni þá er þetta einstakt lið,“ skrifaði Shearer en það má nálgast allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Fleiri fréttir Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjá meira
Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en sannfærður að enska úrvalsdeildin hafi aldrei séð betra lið en lið Manchester City sem hefur unnið Englandsmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil. Alan Shearer skrifaði pistil á heimasíðu breska ríkisútvarpsins þar sem hann rökstyður þessa afstöðu sína. „Það er margt sem gerir Manchester City að besta liði ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi en ég hrífst mest af hungri þeirra og þrá. Þeir vilja alltaf meira, fleiri mörk og fleiri titla,“ skrifaði Alan Shearer. „Það eru líka aðferðir þeirra til að ná í öll þessi mörk og alla þessa titla sem gerir þetta frábrugðið öðrum liðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ skrifaði Shearer.Man United 1998-99 Arsenal 2003-04 Man City 2018-19 @alanshearer believes this current Man City team are the GREATEST ever Premier League team. Here's why: https://t.co/4y1apwDdCSpic.twitter.com/BCnEjQNmaC — BBC Sport (@BBCSport) May 20, 2019„Ég spilaði á móti þrennuliði Manchester United tímabilið 1998-99 og á móti ósigraða Arsenal-liðinu tímabilið 2003-04. Ég veit því hversu góð þessi tvö lið voru. City er aftur á móti að gera hluti sem við höfum ekki séð áður,“ skrifaði Shearer. „United-liðið frá 1999 var frábært sóknarlið sem gerði út af við þig með hraða sínum fram völlinn,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Arsenal-liðin á fyrstu árum Arsene Wenger voru brautryðjendur á sinn hátt með því að halda boltanum og gáti síðan spilað sig í gegnum þig á einu augnabliki,“ skrifaði Shearer. „Það var hræðilegt að spila á móti báðum þessum liðum en þetta City lið fer með erfiðleikastuðullinn upp á allt annað stig. Við vitum hversu góð lið Pep Guardiola hafa verið að halda boltanum en þetta City-lið er stanslaus að reyna að komast aftur í boltann þegar mótherjinn er með hann,“ skrifaði Shearer. „Við könnumst vel við Barcelona-liðið hans Guardiola og nú hefur hann útfært þann leikstíl fyrir ensku úrvalsdeildin. Það var erfitt hjá honum á fyrsta tímabilinu og liðið vann engan titil. Síðan þá hefur liðið unnið fimm af sex titlum í boði,“ skrifaði Shearer. „Bæði á þessu tímabili og tímabilinu í fyrra þá hefur City sett markið hærra en við höfum séð síðan að ensku úrvalsdeildina var stofnuð árið 1992. Ég get samt ekki sagt að City sé með besta liðið sem ég hef séð á minni ævi því ég ólst upp við að horfa á frábæru Liverpool-liðin á áttunda og níunda áratugnum,“ skrifaði Shearer. „City hefur ekki náð árangri í Evrópu eins og Liverpool liðin frá þessum árum. En þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni þá er þetta einstakt lið,“ skrifaði Shearer en það má nálgast allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Fleiri fréttir Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjá meira