Alan Shearer segir þetta City lið vera það besta í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 08:30 Sergio Aguero fagnar Englandsmeistaratitlinum með Manchester City. Getty/ Shaun Botterill Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en sannfærður að enska úrvalsdeildin hafi aldrei séð betra lið en lið Manchester City sem hefur unnið Englandsmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil. Alan Shearer skrifaði pistil á heimasíðu breska ríkisútvarpsins þar sem hann rökstyður þessa afstöðu sína. „Það er margt sem gerir Manchester City að besta liði ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi en ég hrífst mest af hungri þeirra og þrá. Þeir vilja alltaf meira, fleiri mörk og fleiri titla,“ skrifaði Alan Shearer. „Það eru líka aðferðir þeirra til að ná í öll þessi mörk og alla þessa titla sem gerir þetta frábrugðið öðrum liðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ skrifaði Shearer.Man United 1998-99 Arsenal 2003-04 Man City 2018-19 @alanshearer believes this current Man City team are the GREATEST ever Premier League team. Here's why: https://t.co/4y1apwDdCSpic.twitter.com/BCnEjQNmaC — BBC Sport (@BBCSport) May 20, 2019„Ég spilaði á móti þrennuliði Manchester United tímabilið 1998-99 og á móti ósigraða Arsenal-liðinu tímabilið 2003-04. Ég veit því hversu góð þessi tvö lið voru. City er aftur á móti að gera hluti sem við höfum ekki séð áður,“ skrifaði Shearer. „United-liðið frá 1999 var frábært sóknarlið sem gerði út af við þig með hraða sínum fram völlinn,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Arsenal-liðin á fyrstu árum Arsene Wenger voru brautryðjendur á sinn hátt með því að halda boltanum og gáti síðan spilað sig í gegnum þig á einu augnabliki,“ skrifaði Shearer. „Það var hræðilegt að spila á móti báðum þessum liðum en þetta City lið fer með erfiðleikastuðullinn upp á allt annað stig. Við vitum hversu góð lið Pep Guardiola hafa verið að halda boltanum en þetta City-lið er stanslaus að reyna að komast aftur í boltann þegar mótherjinn er með hann,“ skrifaði Shearer. „Við könnumst vel við Barcelona-liðið hans Guardiola og nú hefur hann útfært þann leikstíl fyrir ensku úrvalsdeildin. Það var erfitt hjá honum á fyrsta tímabilinu og liðið vann engan titil. Síðan þá hefur liðið unnið fimm af sex titlum í boði,“ skrifaði Shearer. „Bæði á þessu tímabili og tímabilinu í fyrra þá hefur City sett markið hærra en við höfum séð síðan að ensku úrvalsdeildina var stofnuð árið 1992. Ég get samt ekki sagt að City sé með besta liðið sem ég hef séð á minni ævi því ég ólst upp við að horfa á frábæru Liverpool-liðin á áttunda og níunda áratugnum,“ skrifaði Shearer. „City hefur ekki náð árangri í Evrópu eins og Liverpool liðin frá þessum árum. En þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni þá er þetta einstakt lið,“ skrifaði Shearer en það má nálgast allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en sannfærður að enska úrvalsdeildin hafi aldrei séð betra lið en lið Manchester City sem hefur unnið Englandsmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil. Alan Shearer skrifaði pistil á heimasíðu breska ríkisútvarpsins þar sem hann rökstyður þessa afstöðu sína. „Það er margt sem gerir Manchester City að besta liði ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi en ég hrífst mest af hungri þeirra og þrá. Þeir vilja alltaf meira, fleiri mörk og fleiri titla,“ skrifaði Alan Shearer. „Það eru líka aðferðir þeirra til að ná í öll þessi mörk og alla þessa titla sem gerir þetta frábrugðið öðrum liðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ skrifaði Shearer.Man United 1998-99 Arsenal 2003-04 Man City 2018-19 @alanshearer believes this current Man City team are the GREATEST ever Premier League team. Here's why: https://t.co/4y1apwDdCSpic.twitter.com/BCnEjQNmaC — BBC Sport (@BBCSport) May 20, 2019„Ég spilaði á móti þrennuliði Manchester United tímabilið 1998-99 og á móti ósigraða Arsenal-liðinu tímabilið 2003-04. Ég veit því hversu góð þessi tvö lið voru. City er aftur á móti að gera hluti sem við höfum ekki séð áður,“ skrifaði Shearer. „United-liðið frá 1999 var frábært sóknarlið sem gerði út af við þig með hraða sínum fram völlinn,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Arsenal-liðin á fyrstu árum Arsene Wenger voru brautryðjendur á sinn hátt með því að halda boltanum og gáti síðan spilað sig í gegnum þig á einu augnabliki,“ skrifaði Shearer. „Það var hræðilegt að spila á móti báðum þessum liðum en þetta City lið fer með erfiðleikastuðullinn upp á allt annað stig. Við vitum hversu góð lið Pep Guardiola hafa verið að halda boltanum en þetta City-lið er stanslaus að reyna að komast aftur í boltann þegar mótherjinn er með hann,“ skrifaði Shearer. „Við könnumst vel við Barcelona-liðið hans Guardiola og nú hefur hann útfært þann leikstíl fyrir ensku úrvalsdeildin. Það var erfitt hjá honum á fyrsta tímabilinu og liðið vann engan titil. Síðan þá hefur liðið unnið fimm af sex titlum í boði,“ skrifaði Shearer. „Bæði á þessu tímabili og tímabilinu í fyrra þá hefur City sett markið hærra en við höfum séð síðan að ensku úrvalsdeildina var stofnuð árið 1992. Ég get samt ekki sagt að City sé með besta liðið sem ég hef séð á minni ævi því ég ólst upp við að horfa á frábæru Liverpool-liðin á áttunda og níunda áratugnum,“ skrifaði Shearer. „City hefur ekki náð árangri í Evrópu eins og Liverpool liðin frá þessum árum. En þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni þá er þetta einstakt lið,“ skrifaði Shearer en það má nálgast allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira