Lögmaður Trump segist setja fjölskylduna framar forsetanum Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2018 11:13 Þrátt fyrir að Cohen hafi unnið trúnaðarstörf fyrir Trump og fyrirtæki hans um árabil hefur forsetinn og bandamenn hans fjarlægt sig lögmannninum eftir að rannsóknin á honum hófst. Vísir/EPA Michael Cohen, persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ýjaði að því að hann væri tilbúinn að vinna með saksóknurum jafnvel þó að slík samvinna gæti komið niður á forsetanum í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð í gær. Cohen hefur verið til rannsóknar vegna fjármála sinna. Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina spurði George Stephanopoulos lögmanninn út í fyrri yfirlýsingar sínar um að hann væri reiðubúinn að „taka byssukúlu“ fyrir Trump. „Til að það sé á kristalstæru er hollusta mín fyrst og fremst við konuna mína, dóttur mína og son og þetta land,“ sagði Cohen.Washington Post segir að Cohen telji að Trump hafi yfirgefið sig. Hann sitji nú eftir í súpunni og þurfi að greiða himinháan lögfræðikostnað.Vildi ekki svara hvort Trump hefði skipað fyrir um greiðsluna Það var Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, sem vísaði máli tengdu Cohen til saksóknara í New York. Það tengist meðal annars greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Cohen hefur ekki verið ákærður en hann er grunaður um fjársvik og brot á kosningalögum. Húsleitir voru gerðar á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen fyrr á þessu ári. Trump brást ókvæða við húsleitunum og tísti ítrekað um þær í marga daga á eftir. Sérstakur fulltrúi dómstóls í New York hefur undanfarið lagst yfir gögn sem lagt var hald á til að úrskurða um hver þeirra séu vernduð trúnaði á milli lögmanns og skjólstæðings. Hann hefur nú afhent saksóknurum um 1,3 milljón blaðsíður af gögnum. Í viðtalinu baðst Cohen undan því að svara beint hvort að Trump hefði skipað honum að greiða Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonunni sem er betur þekkt undir nafninu Stormy Daniels, rétt fyrir kosningarnar árið 2016. „Ég vil svara. Einn daginn mun ég svara,“ sagði Cohen sem hefur fram að þessu fullyrt að hann sjálfur ákveðið að greiða Clifford úr eigin vasa. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sagði síðar að Trump hefði endurgreitt Cohen. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump fékk greitt fyrir að koma á fundi í Hvíta húsinu Úkraínsk stjórnvöld greiddu persónulegum lögmanni Donalds Trump fyrir að koma í kring fundi með forseta Úkraínu. 24. maí 2018 10:11 Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Trump birtir gögn um þagnargreiðslu til klámstjörnu Lögfræðingurinn Michael Cohen mun hafa greitt Daniels sem svarar um þrettán og hálfri milljón króna rétt fyrir kosningarnar haustið 2016. Hún segir að greiðslan hafi verið þagnargjald þar sem Trump hafi óttast að hún myndi greina opinberlega frá bólförum þeirra tíu árum áður. 17. maí 2018 08:33 Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Michael Cohen, persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ýjaði að því að hann væri tilbúinn að vinna með saksóknurum jafnvel þó að slík samvinna gæti komið niður á forsetanum í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð í gær. Cohen hefur verið til rannsóknar vegna fjármála sinna. Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina spurði George Stephanopoulos lögmanninn út í fyrri yfirlýsingar sínar um að hann væri reiðubúinn að „taka byssukúlu“ fyrir Trump. „Til að það sé á kristalstæru er hollusta mín fyrst og fremst við konuna mína, dóttur mína og son og þetta land,“ sagði Cohen.Washington Post segir að Cohen telji að Trump hafi yfirgefið sig. Hann sitji nú eftir í súpunni og þurfi að greiða himinháan lögfræðikostnað.Vildi ekki svara hvort Trump hefði skipað fyrir um greiðsluna Það var Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, sem vísaði máli tengdu Cohen til saksóknara í New York. Það tengist meðal annars greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Cohen hefur ekki verið ákærður en hann er grunaður um fjársvik og brot á kosningalögum. Húsleitir voru gerðar á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen fyrr á þessu ári. Trump brást ókvæða við húsleitunum og tísti ítrekað um þær í marga daga á eftir. Sérstakur fulltrúi dómstóls í New York hefur undanfarið lagst yfir gögn sem lagt var hald á til að úrskurða um hver þeirra séu vernduð trúnaði á milli lögmanns og skjólstæðings. Hann hefur nú afhent saksóknurum um 1,3 milljón blaðsíður af gögnum. Í viðtalinu baðst Cohen undan því að svara beint hvort að Trump hefði skipað honum að greiða Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonunni sem er betur þekkt undir nafninu Stormy Daniels, rétt fyrir kosningarnar árið 2016. „Ég vil svara. Einn daginn mun ég svara,“ sagði Cohen sem hefur fram að þessu fullyrt að hann sjálfur ákveðið að greiða Clifford úr eigin vasa. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sagði síðar að Trump hefði endurgreitt Cohen.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump fékk greitt fyrir að koma á fundi í Hvíta húsinu Úkraínsk stjórnvöld greiddu persónulegum lögmanni Donalds Trump fyrir að koma í kring fundi með forseta Úkraínu. 24. maí 2018 10:11 Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Trump birtir gögn um þagnargreiðslu til klámstjörnu Lögfræðingurinn Michael Cohen mun hafa greitt Daniels sem svarar um þrettán og hálfri milljón króna rétt fyrir kosningarnar haustið 2016. Hún segir að greiðslan hafi verið þagnargjald þar sem Trump hafi óttast að hún myndi greina opinberlega frá bólförum þeirra tíu árum áður. 17. maí 2018 08:33 Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Lögmaður Trump fékk greitt fyrir að koma á fundi í Hvíta húsinu Úkraínsk stjórnvöld greiddu persónulegum lögmanni Donalds Trump fyrir að koma í kring fundi með forseta Úkraínu. 24. maí 2018 10:11
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
Trump birtir gögn um þagnargreiðslu til klámstjörnu Lögfræðingurinn Michael Cohen mun hafa greitt Daniels sem svarar um þrettán og hálfri milljón króna rétt fyrir kosningarnar haustið 2016. Hún segir að greiðslan hafi verið þagnargjald þar sem Trump hafi óttast að hún myndi greina opinberlega frá bólförum þeirra tíu árum áður. 17. maí 2018 08:33
Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48