Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 09:26 Síðasta vikan hefur verið Michael Cohen erfið í skauti. Hann er nú til rannsóknar alríkisyfirvalda. Vísir/AFP Aðstoðarfjármálastjóri Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur sagt af sér eftir að í ljós kom að lögmaður Donalds Trump forseta gerði þagmælskusamning fyrir hans hönd við Playboy-fyrirsætu sem hann hafði barnað. Lögmaður Trump er nú til rannsóknar vegna svipaðra greiðslna fyrir hönd Trump. Elliot Broidy hefur verið einn helsti fjáraflari Trump og Repúblikanaflokksins. Hann greiddi Playboy-fyrirsætunni 1,6 milljónir dollara fyrir þögn hennar síðla árs í fyrra samkvæmt samningi sem Michael Cohen, lögmaður Trump til margra ára, útbjó, að því er segir í frétt Washington Post. Broidy gekkst við því að hafa átt í sambandi við konuna á föstudag og lét þá af störfum sem aðstoðarfjármálastjóri flokksins. Skammt er liðið frá því að Steve Wynn, fjármálastjóri repúblikana, þurfti að hætta eftir ásakanir um kynferðislega áreitni.Lögmaðurinn til alríkisrannsóknar Aðkoma Cohen að samkomulaginu þykir sérlega fréttnæm en fram hefur komið að hann greiddi 130.000 dollara úr eigin vasa til að tryggja þögn klámmyndaleikkonu um kynferðislegt samband hennar við Trump rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Alríkissaksóknarar greindu frá því á föstudag að Cohen hefði verið til rannsóknar um margra mánaða skeið. Ákærudómstóll hefði verið skipaður til þess að fara yfir ýmsa viðskiptagjörninga hans. Húsleitir voru gerðir á lögmannsstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen á mánudag. Á meðal gagna sem alríkislögreglan lagði hald á eru sagðar upptökur af símtölum Cohen, mögulega við Trump forseta sjálfan. Cohen og Trump hafa krafist þess fyrir dómi að yfirvöld fái ekki að skoða hluta gagnanna þar sem þau falli undir trúnaðarsamband lögmanns og skjólstæðings sem er verndað með lögum. Trump brást ókvæða við rassíunum á mánudag og kallaði þær meðal annars árás á Bandaríkin. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Auðjöfur hættir hjá Repúblikanaflokknum vegna ásakana Hann kennir fyrrverandi eiginkonu sinni um að hafa dreift ásökunum um að hann hafi áreitt og misnotað konur. 28. janúar 2018 08:29 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Aðstoðarfjármálastjóri Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur sagt af sér eftir að í ljós kom að lögmaður Donalds Trump forseta gerði þagmælskusamning fyrir hans hönd við Playboy-fyrirsætu sem hann hafði barnað. Lögmaður Trump er nú til rannsóknar vegna svipaðra greiðslna fyrir hönd Trump. Elliot Broidy hefur verið einn helsti fjáraflari Trump og Repúblikanaflokksins. Hann greiddi Playboy-fyrirsætunni 1,6 milljónir dollara fyrir þögn hennar síðla árs í fyrra samkvæmt samningi sem Michael Cohen, lögmaður Trump til margra ára, útbjó, að því er segir í frétt Washington Post. Broidy gekkst við því að hafa átt í sambandi við konuna á föstudag og lét þá af störfum sem aðstoðarfjármálastjóri flokksins. Skammt er liðið frá því að Steve Wynn, fjármálastjóri repúblikana, þurfti að hætta eftir ásakanir um kynferðislega áreitni.Lögmaðurinn til alríkisrannsóknar Aðkoma Cohen að samkomulaginu þykir sérlega fréttnæm en fram hefur komið að hann greiddi 130.000 dollara úr eigin vasa til að tryggja þögn klámmyndaleikkonu um kynferðislegt samband hennar við Trump rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Alríkissaksóknarar greindu frá því á föstudag að Cohen hefði verið til rannsóknar um margra mánaða skeið. Ákærudómstóll hefði verið skipaður til þess að fara yfir ýmsa viðskiptagjörninga hans. Húsleitir voru gerðir á lögmannsstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen á mánudag. Á meðal gagna sem alríkislögreglan lagði hald á eru sagðar upptökur af símtölum Cohen, mögulega við Trump forseta sjálfan. Cohen og Trump hafa krafist þess fyrir dómi að yfirvöld fái ekki að skoða hluta gagnanna þar sem þau falli undir trúnaðarsamband lögmanns og skjólstæðings sem er verndað með lögum. Trump brást ókvæða við rassíunum á mánudag og kallaði þær meðal annars árás á Bandaríkin.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Auðjöfur hættir hjá Repúblikanaflokknum vegna ásakana Hann kennir fyrrverandi eiginkonu sinni um að hafa dreift ásökunum um að hann hafi áreitt og misnotað konur. 28. janúar 2018 08:29 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Auðjöfur hættir hjá Repúblikanaflokknum vegna ásakana Hann kennir fyrrverandi eiginkonu sinni um að hafa dreift ásökunum um að hann hafi áreitt og misnotað konur. 28. janúar 2018 08:29
Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22