Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2018 20:48 Rudy Guiliani, hér í forgrunni, er glæmýr í starfi fyrir Trump. Vísir/Getty Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokar ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. CNN greinir frá. Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er nýr meðlimur lögfræðiteymis Trumps vegna rannsóknarinnar á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningunum ytra árið 2016. Í vikunni greindi hann frá því að Trump hefði endurgreitt Michael Cohen, lögmanni sínum, eftir að Cohen sá um gerð samkomulags við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels. Samkomulagið, sem gert var skömmu fyrir kosningarnar gekk út á það að Daniels myndi þegja um að hún og Trump hefðu sofið saman árið 2006. Fékk hún greiddar 130 þúsund dollarara. Ummæli Guiliani reyndust erfið fyrir Trump þar hann sagði í síðasta mánuði að hann hefði ekki vitað um tilvist samkomulagsins. Í þættinum á ABC News í dag útskýrði Guiliani ummæli sín frekar og sagði hann að greiðslan frá Trump til Cohen hafi einfaldlega verið hluti af þeirri þjónustu sem Trump keypti af Cohen. „Samkomulagið við Michael Cohen, eftir því sem ég best veit, er langtíma samkomulag sem felur í sér að Cohen sér um hluti eins og þessa og fær stundum greitt fyrir það,“ sagði Guiliani. Stjórnandi þáttarins, George Stephanopoulos, spurði þá Guiliani um hæl hvort að hann vissi til þess að Cohen hefði greitt öðrum konum af hálfu forsetans. „Ég hef ekki vitneskju um það en ég myndi halda að hafi það verið nauðsynlegt, þá já,“ sagði Guiliani.Did Michael Cohen make payments to other women on behalf of the president? Rudy Giuliani tells @GStephanopoulos: “I have no knowledge of that, but I would think if it was necessary, yes." https://t.co/LYBy2d6vA3 pic.twitter.com/ESMcGETxx4— ABC News (@ABC) May 6, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Giuliani kastar olíu á eldinn Beintengir greiðslu Michael Cohen til Stormy Daniels við forsetakosningarnar 2016. 3. maí 2018 20:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokar ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. CNN greinir frá. Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er nýr meðlimur lögfræðiteymis Trumps vegna rannsóknarinnar á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningunum ytra árið 2016. Í vikunni greindi hann frá því að Trump hefði endurgreitt Michael Cohen, lögmanni sínum, eftir að Cohen sá um gerð samkomulags við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels. Samkomulagið, sem gert var skömmu fyrir kosningarnar gekk út á það að Daniels myndi þegja um að hún og Trump hefðu sofið saman árið 2006. Fékk hún greiddar 130 þúsund dollarara. Ummæli Guiliani reyndust erfið fyrir Trump þar hann sagði í síðasta mánuði að hann hefði ekki vitað um tilvist samkomulagsins. Í þættinum á ABC News í dag útskýrði Guiliani ummæli sín frekar og sagði hann að greiðslan frá Trump til Cohen hafi einfaldlega verið hluti af þeirri þjónustu sem Trump keypti af Cohen. „Samkomulagið við Michael Cohen, eftir því sem ég best veit, er langtíma samkomulag sem felur í sér að Cohen sér um hluti eins og þessa og fær stundum greitt fyrir það,“ sagði Guiliani. Stjórnandi þáttarins, George Stephanopoulos, spurði þá Guiliani um hæl hvort að hann vissi til þess að Cohen hefði greitt öðrum konum af hálfu forsetans. „Ég hef ekki vitneskju um það en ég myndi halda að hafi það verið nauðsynlegt, þá já,“ sagði Guiliani.Did Michael Cohen make payments to other women on behalf of the president? Rudy Giuliani tells @GStephanopoulos: “I have no knowledge of that, but I would think if it was necessary, yes." https://t.co/LYBy2d6vA3 pic.twitter.com/ESMcGETxx4— ABC News (@ABC) May 6, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Giuliani kastar olíu á eldinn Beintengir greiðslu Michael Cohen til Stormy Daniels við forsetakosningarnar 2016. 3. maí 2018 20:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00
Giuliani kastar olíu á eldinn Beintengir greiðslu Michael Cohen til Stormy Daniels við forsetakosningarnar 2016. 3. maí 2018 20:00