Moyes inn til að klára samninginn? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. desember 2018 13:45 Moyes var sá fyrsti til þess að taka við United eftir að Sir Alex Ferguson hætti vísir/getty Manchester United leitar nú að bráðabirgðastjóra eftir að Jose Mourinho var rekinn í morgun. Stuðningsmenn United hafa grínast með að fá David Moyes inn til þess að klára samningstíma sinn. Þegar Sir Alex Ferguson hætti hjá United í maí 2013 eftir 27 ár við stjórnina tók Skotinn David Moyes við stjórninni. Moyes var sagður valinn af Sir Alex sjálfum sem arftakinn og skrifaði undir sex ára samning við félagið. Hann átti sem sagt að stýra liðinu að minnsta kosti til loka tímabilsins 2019. Augljóslega gekk það ekki upp. Moyes vann Samfélagsskjöldinn í sínum fyrsta keppnisleik með United en síðan fór undan fæti að halla. Hann var rekinn 22. apríl 2014. Ryan Giggs tók við sem bráðabirgðastjóri og kláraði tímabilið með United. United endaði það tímabil á að komast ekki í Evrópukeppni, í fyrsta skipti síðan 1990. Louis van Gaal var ráðinn stjóri United í maí 2014. Van Gaal entist tvö ár í starfi, hann var rekinn tveimur dögum eftir að hafa unnið ensku bikarkeppnina vorið 2016. Þá tók Jose Mourinho við. Mourinho vann enska deildarbikarinn og Evrópudeildina á sínu fyrsta tímabili og stýrði United í annað sæti deildarinnar í lok síðasta tímabils. Þegar hálft ár er eftir af upphaflegum samningstíma Moyes hefur United því haft þrjá aðra knattspyrnustjóra. Á þeim tíma hefur Moyes stýrt Real Sociedad, Sunderland og West Ham United. Það að Ed Woodward og félagar í stjórn United ráði Moyes inn aftur sem bráðabirgðastjóra er eins ólíklegt og það verður. En það yrði skemmtileg saga að hann fengi að klára samninginn eftir allan þennan tíma. Enski boltinn Tengdar fréttir Skoruðu minna hjá Mourinho en undir stjórn David Moyes Jose Mourinho er ekki að koma vel út tölfræði sinni sem knattspyrnustjóri Manchester United en portúgalski var látinn taka pokann sinn í dag eftir þrjátíu mánuði í starfi. 18. desember 2018 10:30 Manchester United búið að reka Jose Mourinho Jose Mourinho lifði af sautjánda desember en ekki þann átjánda. Manchester United hefur ákveðið að reka knattspyrnustjóra sinn. 18. desember 2018 09:54 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira
Manchester United leitar nú að bráðabirgðastjóra eftir að Jose Mourinho var rekinn í morgun. Stuðningsmenn United hafa grínast með að fá David Moyes inn til þess að klára samningstíma sinn. Þegar Sir Alex Ferguson hætti hjá United í maí 2013 eftir 27 ár við stjórnina tók Skotinn David Moyes við stjórninni. Moyes var sagður valinn af Sir Alex sjálfum sem arftakinn og skrifaði undir sex ára samning við félagið. Hann átti sem sagt að stýra liðinu að minnsta kosti til loka tímabilsins 2019. Augljóslega gekk það ekki upp. Moyes vann Samfélagsskjöldinn í sínum fyrsta keppnisleik með United en síðan fór undan fæti að halla. Hann var rekinn 22. apríl 2014. Ryan Giggs tók við sem bráðabirgðastjóri og kláraði tímabilið með United. United endaði það tímabil á að komast ekki í Evrópukeppni, í fyrsta skipti síðan 1990. Louis van Gaal var ráðinn stjóri United í maí 2014. Van Gaal entist tvö ár í starfi, hann var rekinn tveimur dögum eftir að hafa unnið ensku bikarkeppnina vorið 2016. Þá tók Jose Mourinho við. Mourinho vann enska deildarbikarinn og Evrópudeildina á sínu fyrsta tímabili og stýrði United í annað sæti deildarinnar í lok síðasta tímabils. Þegar hálft ár er eftir af upphaflegum samningstíma Moyes hefur United því haft þrjá aðra knattspyrnustjóra. Á þeim tíma hefur Moyes stýrt Real Sociedad, Sunderland og West Ham United. Það að Ed Woodward og félagar í stjórn United ráði Moyes inn aftur sem bráðabirgðastjóra er eins ólíklegt og það verður. En það yrði skemmtileg saga að hann fengi að klára samninginn eftir allan þennan tíma.
Enski boltinn Tengdar fréttir Skoruðu minna hjá Mourinho en undir stjórn David Moyes Jose Mourinho er ekki að koma vel út tölfræði sinni sem knattspyrnustjóri Manchester United en portúgalski var látinn taka pokann sinn í dag eftir þrjátíu mánuði í starfi. 18. desember 2018 10:30 Manchester United búið að reka Jose Mourinho Jose Mourinho lifði af sautjánda desember en ekki þann átjánda. Manchester United hefur ákveðið að reka knattspyrnustjóra sinn. 18. desember 2018 09:54 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira
Skoruðu minna hjá Mourinho en undir stjórn David Moyes Jose Mourinho er ekki að koma vel út tölfræði sinni sem knattspyrnustjóri Manchester United en portúgalski var látinn taka pokann sinn í dag eftir þrjátíu mánuði í starfi. 18. desember 2018 10:30
Manchester United búið að reka Jose Mourinho Jose Mourinho lifði af sautjánda desember en ekki þann átjánda. Manchester United hefur ákveðið að reka knattspyrnustjóra sinn. 18. desember 2018 09:54