Kim og félagar vilja losna við þvinganir Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2018 19:55 Mike Pompeo og Kim Jong-un. Vísir/EPA Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. Utanríkisráðuneyti ríkisins sagði yfirlýsingar Bandaríkjanna um að viðhalda refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu kæmu niður á þeim stöðugleika sem hefði myndast. Embættismenn frá Norður- og Suður-Kóreu vinna nú að því að skipuleggja þriðja leiðtogafund ríkjanna þar sem einræðisherrann Kim Jong-un og forsetinn Moon Jae-in ætla að hittast. Ekki liggur fyrir hvenær til stendur að halda fundinn samkvæmt AFP fréttaveitunni.Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ítrekað kallað eftir því að önnur ríki láti ekki af þrýstingi á Norður-Kóreu fyrr en einræðisríkið losar sig við kjarnorkuvopn sín og hleypi eftirlitsaðilum inn fyrir landamæri sín svo hægt væri að sannreyna afvopnunina. Á fundi Kim og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Singapúr í apríl skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag. Bandaríkin segja Kim hafa samþykkt að láta kjarnorkuvopn sín af hendi en því eru Norður-Kóreumenn ósammála. Í skjalinu sjálfu stóð að Norður-Kórea myndi vinna að því að afkjarnorkuvopnvæða Kóreuskagann. Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir að Bandaríkin geti ekki búist við því að einræðisríkið muni vinna að samkomulaginu að nokkrum hætti á meðan ekki sé létt á viðskiptaþvingununum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06 Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15 Nauðsynlegt að fylgja þvingunum gegn Norður-Kóreu eftir Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. 20. júlí 2018 17:58 Trump fékk nýtt bréf frá vini sínum í Norður-Kóreu Hvíta húsið hefur opinberað að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, barst nýtt bréf frá Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 2. ágúst 2018 15:55 Mest lesið „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. Utanríkisráðuneyti ríkisins sagði yfirlýsingar Bandaríkjanna um að viðhalda refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu kæmu niður á þeim stöðugleika sem hefði myndast. Embættismenn frá Norður- og Suður-Kóreu vinna nú að því að skipuleggja þriðja leiðtogafund ríkjanna þar sem einræðisherrann Kim Jong-un og forsetinn Moon Jae-in ætla að hittast. Ekki liggur fyrir hvenær til stendur að halda fundinn samkvæmt AFP fréttaveitunni.Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ítrekað kallað eftir því að önnur ríki láti ekki af þrýstingi á Norður-Kóreu fyrr en einræðisríkið losar sig við kjarnorkuvopn sín og hleypi eftirlitsaðilum inn fyrir landamæri sín svo hægt væri að sannreyna afvopnunina. Á fundi Kim og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Singapúr í apríl skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag. Bandaríkin segja Kim hafa samþykkt að láta kjarnorkuvopn sín af hendi en því eru Norður-Kóreumenn ósammála. Í skjalinu sjálfu stóð að Norður-Kórea myndi vinna að því að afkjarnorkuvopnvæða Kóreuskagann. Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir að Bandaríkin geti ekki búist við því að einræðisríkið muni vinna að samkomulaginu að nokkrum hætti á meðan ekki sé létt á viðskiptaþvingununum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06 Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15 Nauðsynlegt að fylgja þvingunum gegn Norður-Kóreu eftir Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. 20. júlí 2018 17:58 Trump fékk nýtt bréf frá vini sínum í Norður-Kóreu Hvíta húsið hefur opinberað að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, barst nýtt bréf frá Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 2. ágúst 2018 15:55 Mest lesið „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38
Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06
Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15
Nauðsynlegt að fylgja þvingunum gegn Norður-Kóreu eftir Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. 20. júlí 2018 17:58
Trump fékk nýtt bréf frá vini sínum í Norður-Kóreu Hvíta húsið hefur opinberað að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, barst nýtt bréf frá Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 2. ágúst 2018 15:55