ETA biðst afsökunar og leysist upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. apríl 2018 08:44 Tilkynning frá ETA birtist í tveimur baskneskum dagblöðum í morgun. Vísir/Getty Búist er við því að ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, verði formlega leyst upp á allra næstu vikum. Í tilkynningu sem hreyfingin sendi frá sér í morgun biðjast fulltrúar hennar afsökunar á öllum þeim kvölum sem ETA hefur valdið á síðustu áratugum. Hreyfingin vonast jafnframt til þess að aðstendur allra þeirra óbreyttu borgara sem látist hafa í aðgerðum ETA geti fyrirgefið þeim. Talið er að á þeim 40 árum sem ETA hefur verið starfandi í Baskahéröðum Spánar og Frakklands hafi hreyfingin dregið rúmlega 800 manns til dauða og sært þúsundir annarra. Stjórnmálaskýrendur áætla að ETA muni formlega lýsa því yfir í byrjun næsta mánaðar að hreyfingin sé hætt störfum. Spænsk stjórnvöld segja að þau hafi ráðið fullkomlega niðurlögum ETA og að hreyfingin hafi ekki náð að hrinda nokkru einasta hugðarefni sínu í varanlega framkvæmd. „Við erum meðvituð um að á þessum löngu ófriðartímum höfum við valdið miklum þjáningum, þar með talið tjóni sem engar skýringar eru á,“ segir í yfirlýsingunni sem birtist í tveimur baskneskum dagblöðum í morgun.„Við viljum votta þeim látnu virðingu okkar, öllum þeim sem særst hafa og öðrum fórnarlömbum aðgerða ETA. Við biðjumst innilegrar afsökunar.“ Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að ETA sé reiðubúin að leggja sín lóð á vogarskálarnar svo að sár Baskahéraðanna geti gróið. ETA hefur dregið mikið úr umfangi sínu á síðustu árum. Til að mynda tilkynnti hreyfingin að hún myndi ekki framkvæma fleiri árásir í september árið 2010 og lýsti yfir formlegu vopnahléi nokkrum mánuðum síðar. ETA afhenti svo frönsku lögreglunni þrjú og hálft tonn af vopnum, sprengiefnum og öðrum tækjabúnaði í apríl í fyrra. Tengdar fréttir ETA segjast hætt öllu vopnaskaki ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, batt í gær enda á vopnaða sjálfstæðisbaráttu sem staðið hefur í 43 ár og kostað 829 mannslíf. 21. október 2011 06:00 ETA hefur afhent lögreglunni öll sín vopn Skæruliðahreyfingin ETA hefur loksins afvopnast. 8. apríl 2017 20:18 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Búist er við því að ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, verði formlega leyst upp á allra næstu vikum. Í tilkynningu sem hreyfingin sendi frá sér í morgun biðjast fulltrúar hennar afsökunar á öllum þeim kvölum sem ETA hefur valdið á síðustu áratugum. Hreyfingin vonast jafnframt til þess að aðstendur allra þeirra óbreyttu borgara sem látist hafa í aðgerðum ETA geti fyrirgefið þeim. Talið er að á þeim 40 árum sem ETA hefur verið starfandi í Baskahéröðum Spánar og Frakklands hafi hreyfingin dregið rúmlega 800 manns til dauða og sært þúsundir annarra. Stjórnmálaskýrendur áætla að ETA muni formlega lýsa því yfir í byrjun næsta mánaðar að hreyfingin sé hætt störfum. Spænsk stjórnvöld segja að þau hafi ráðið fullkomlega niðurlögum ETA og að hreyfingin hafi ekki náð að hrinda nokkru einasta hugðarefni sínu í varanlega framkvæmd. „Við erum meðvituð um að á þessum löngu ófriðartímum höfum við valdið miklum þjáningum, þar með talið tjóni sem engar skýringar eru á,“ segir í yfirlýsingunni sem birtist í tveimur baskneskum dagblöðum í morgun.„Við viljum votta þeim látnu virðingu okkar, öllum þeim sem særst hafa og öðrum fórnarlömbum aðgerða ETA. Við biðjumst innilegrar afsökunar.“ Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að ETA sé reiðubúin að leggja sín lóð á vogarskálarnar svo að sár Baskahéraðanna geti gróið. ETA hefur dregið mikið úr umfangi sínu á síðustu árum. Til að mynda tilkynnti hreyfingin að hún myndi ekki framkvæma fleiri árásir í september árið 2010 og lýsti yfir formlegu vopnahléi nokkrum mánuðum síðar. ETA afhenti svo frönsku lögreglunni þrjú og hálft tonn af vopnum, sprengiefnum og öðrum tækjabúnaði í apríl í fyrra.
Tengdar fréttir ETA segjast hætt öllu vopnaskaki ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, batt í gær enda á vopnaða sjálfstæðisbaráttu sem staðið hefur í 43 ár og kostað 829 mannslíf. 21. október 2011 06:00 ETA hefur afhent lögreglunni öll sín vopn Skæruliðahreyfingin ETA hefur loksins afvopnast. 8. apríl 2017 20:18 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
ETA segjast hætt öllu vopnaskaki ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, batt í gær enda á vopnaða sjálfstæðisbaráttu sem staðið hefur í 43 ár og kostað 829 mannslíf. 21. október 2011 06:00
ETA hefur afhent lögreglunni öll sín vopn Skæruliðahreyfingin ETA hefur loksins afvopnast. 8. apríl 2017 20:18