Erlent

ETA segjast hætt öllu vopnaskaki

Aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, hefur látið af vopnaðri baráttu, sem hefur kostað 829 mannslíf á síðustu 43 árum.
Aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, hefur látið af vopnaðri baráttu, sem hefur kostað 829 mannslíf á síðustu 43 árum. Vísir/AP
ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, batt í gær enda á vopnaða sjálfstæðisbaráttu sem staðið hefur í 43 ár og kostað 829 mannslíf. ETA lýsti því yfir að samtökin legðu nú endanlega niður vopn, en vopnahlé hefur verið í gildi um nokkra hríð.

Þau hafa þó ekki látið af sjálfstæðiskröfum sínum og hafa kallað eftir viðræðum við stjórnvöld í Frakklandi og á Spáni. José Zapatero, forsætisráðherra Spánar, fagnaði yfirlýsingunni og sagði fréttirnar marka sigur fyrir lýðræðið. Hann lét þó ekkert uppi um hvort til stæði að hefja viðræður við ETA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×