ETA hefur afhent lögreglunni öll sín vopn Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 8. apríl 2017 20:18 Frá fögnuði Baska í Bayonne í dag. vísir/getty ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, hefur afhent frönsku lögreglunni þrjú og hálft tonn af vopnum, sprengiefnum og öðrum tækjabúnaði. Hreyfingin hafði tilkynnt yfirvöldum um að afvopnunin stæði til um miðjan mars. ETA-hreyfingin var stofnuð á sjötta áratug síðustu aldar og barðist fyrir sjálfstæði Baskalands en landsvæðið heyrir undir Spán sem á þessum tíma var undir stjórn Francos. Seint á sjöunda áratugnum fór hreyfingin í auknum mæli að vekja athygli á málstað sínum með skæruhernaði og er talið að ETA hafi orðið um 800 manns að bana frá árunum 1970 til aldamóta. Árið 1998 tilkynnti hreyfingin „varanlegt vopnahlé“ og hét því að láta af hryðjuverkum til frambúðar. ETA stóð ekki við orð sín og hélt áfram voðaverkum sínum fram yfir aldamót. Árið 2011 var tilkynnt um vopnahlé á ný og það stóð að þessu sinni. Hins vegar féllust ETA-liðar ekki á að afvopnast þrátt fyrir hléð.Baskaland er sjálfsstjórnarhérað á Norður-Spáni.vísir/googlemapsYfirvöld á Spáni sýna ETA enga vægð ETA hefur tilkynnt að engin vopn séu eftir í eigu hreyfingarinnar nú eftir afhendinguna til frönsku lögreglunnar. Þúsundir Baska marseruðu í frönsku borginni Bayonne, við landamæri Spánar, til þess að fagna afvopnuninni. Mario Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur tilkynnt að viðhorf yfirvalda í garð hreyfingarinnar muni ekki breytast þrátt fyrir afhendingu vopnanna. „Hryðjuverkamenn geta ekki gert sér vonir um góða meðferð. Hvað þá að koma sér undan refsingu vegna glæpa þeirra,“ sagði hann í yfirlýsingu. Fjöldi ETA-liða situr nú í fangelsum víðsvegar á Spáni en margt bendir til þess að liðsmenn ETA hreyfingarinnar hafi sætt illri meðferð og pyndingum af hálfu spænskra fangavarða um áratugaskeið. Velgjörðarmenn þeirra hafa haft uppi háværar kröfur um að þeir verði færðir í basknesk fangelsi en án árangurs. Spænsk yfirvöld hafa ekki gefið í skyn að afvopnunin muni leiða til þess að fangar úr röðum hreyfingarinnar verði færðir í fangelsi í Baskalandi. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, hefur afhent frönsku lögreglunni þrjú og hálft tonn af vopnum, sprengiefnum og öðrum tækjabúnaði. Hreyfingin hafði tilkynnt yfirvöldum um að afvopnunin stæði til um miðjan mars. ETA-hreyfingin var stofnuð á sjötta áratug síðustu aldar og barðist fyrir sjálfstæði Baskalands en landsvæðið heyrir undir Spán sem á þessum tíma var undir stjórn Francos. Seint á sjöunda áratugnum fór hreyfingin í auknum mæli að vekja athygli á málstað sínum með skæruhernaði og er talið að ETA hafi orðið um 800 manns að bana frá árunum 1970 til aldamóta. Árið 1998 tilkynnti hreyfingin „varanlegt vopnahlé“ og hét því að láta af hryðjuverkum til frambúðar. ETA stóð ekki við orð sín og hélt áfram voðaverkum sínum fram yfir aldamót. Árið 2011 var tilkynnt um vopnahlé á ný og það stóð að þessu sinni. Hins vegar féllust ETA-liðar ekki á að afvopnast þrátt fyrir hléð.Baskaland er sjálfsstjórnarhérað á Norður-Spáni.vísir/googlemapsYfirvöld á Spáni sýna ETA enga vægð ETA hefur tilkynnt að engin vopn séu eftir í eigu hreyfingarinnar nú eftir afhendinguna til frönsku lögreglunnar. Þúsundir Baska marseruðu í frönsku borginni Bayonne, við landamæri Spánar, til þess að fagna afvopnuninni. Mario Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur tilkynnt að viðhorf yfirvalda í garð hreyfingarinnar muni ekki breytast þrátt fyrir afhendingu vopnanna. „Hryðjuverkamenn geta ekki gert sér vonir um góða meðferð. Hvað þá að koma sér undan refsingu vegna glæpa þeirra,“ sagði hann í yfirlýsingu. Fjöldi ETA-liða situr nú í fangelsum víðsvegar á Spáni en margt bendir til þess að liðsmenn ETA hreyfingarinnar hafi sætt illri meðferð og pyndingum af hálfu spænskra fangavarða um áratugaskeið. Velgjörðarmenn þeirra hafa haft uppi háværar kröfur um að þeir verði færðir í basknesk fangelsi en án árangurs. Spænsk yfirvöld hafa ekki gefið í skyn að afvopnunin muni leiða til þess að fangar úr röðum hreyfingarinnar verði færðir í fangelsi í Baskalandi.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira