ETA biðst afsökunar og leysist upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. apríl 2018 08:44 Tilkynning frá ETA birtist í tveimur baskneskum dagblöðum í morgun. Vísir/Getty Búist er við því að ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, verði formlega leyst upp á allra næstu vikum. Í tilkynningu sem hreyfingin sendi frá sér í morgun biðjast fulltrúar hennar afsökunar á öllum þeim kvölum sem ETA hefur valdið á síðustu áratugum. Hreyfingin vonast jafnframt til þess að aðstendur allra þeirra óbreyttu borgara sem látist hafa í aðgerðum ETA geti fyrirgefið þeim. Talið er að á þeim 40 árum sem ETA hefur verið starfandi í Baskahéröðum Spánar og Frakklands hafi hreyfingin dregið rúmlega 800 manns til dauða og sært þúsundir annarra. Stjórnmálaskýrendur áætla að ETA muni formlega lýsa því yfir í byrjun næsta mánaðar að hreyfingin sé hætt störfum. Spænsk stjórnvöld segja að þau hafi ráðið fullkomlega niðurlögum ETA og að hreyfingin hafi ekki náð að hrinda nokkru einasta hugðarefni sínu í varanlega framkvæmd. „Við erum meðvituð um að á þessum löngu ófriðartímum höfum við valdið miklum þjáningum, þar með talið tjóni sem engar skýringar eru á,“ segir í yfirlýsingunni sem birtist í tveimur baskneskum dagblöðum í morgun.„Við viljum votta þeim látnu virðingu okkar, öllum þeim sem særst hafa og öðrum fórnarlömbum aðgerða ETA. Við biðjumst innilegrar afsökunar.“ Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að ETA sé reiðubúin að leggja sín lóð á vogarskálarnar svo að sár Baskahéraðanna geti gróið. ETA hefur dregið mikið úr umfangi sínu á síðustu árum. Til að mynda tilkynnti hreyfingin að hún myndi ekki framkvæma fleiri árásir í september árið 2010 og lýsti yfir formlegu vopnahléi nokkrum mánuðum síðar. ETA afhenti svo frönsku lögreglunni þrjú og hálft tonn af vopnum, sprengiefnum og öðrum tækjabúnaði í apríl í fyrra. Tengdar fréttir ETA segjast hætt öllu vopnaskaki ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, batt í gær enda á vopnaða sjálfstæðisbaráttu sem staðið hefur í 43 ár og kostað 829 mannslíf. 21. október 2011 06:00 ETA hefur afhent lögreglunni öll sín vopn Skæruliðahreyfingin ETA hefur loksins afvopnast. 8. apríl 2017 20:18 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Búist er við því að ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, verði formlega leyst upp á allra næstu vikum. Í tilkynningu sem hreyfingin sendi frá sér í morgun biðjast fulltrúar hennar afsökunar á öllum þeim kvölum sem ETA hefur valdið á síðustu áratugum. Hreyfingin vonast jafnframt til þess að aðstendur allra þeirra óbreyttu borgara sem látist hafa í aðgerðum ETA geti fyrirgefið þeim. Talið er að á þeim 40 árum sem ETA hefur verið starfandi í Baskahéröðum Spánar og Frakklands hafi hreyfingin dregið rúmlega 800 manns til dauða og sært þúsundir annarra. Stjórnmálaskýrendur áætla að ETA muni formlega lýsa því yfir í byrjun næsta mánaðar að hreyfingin sé hætt störfum. Spænsk stjórnvöld segja að þau hafi ráðið fullkomlega niðurlögum ETA og að hreyfingin hafi ekki náð að hrinda nokkru einasta hugðarefni sínu í varanlega framkvæmd. „Við erum meðvituð um að á þessum löngu ófriðartímum höfum við valdið miklum þjáningum, þar með talið tjóni sem engar skýringar eru á,“ segir í yfirlýsingunni sem birtist í tveimur baskneskum dagblöðum í morgun.„Við viljum votta þeim látnu virðingu okkar, öllum þeim sem særst hafa og öðrum fórnarlömbum aðgerða ETA. Við biðjumst innilegrar afsökunar.“ Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að ETA sé reiðubúin að leggja sín lóð á vogarskálarnar svo að sár Baskahéraðanna geti gróið. ETA hefur dregið mikið úr umfangi sínu á síðustu árum. Til að mynda tilkynnti hreyfingin að hún myndi ekki framkvæma fleiri árásir í september árið 2010 og lýsti yfir formlegu vopnahléi nokkrum mánuðum síðar. ETA afhenti svo frönsku lögreglunni þrjú og hálft tonn af vopnum, sprengiefnum og öðrum tækjabúnaði í apríl í fyrra.
Tengdar fréttir ETA segjast hætt öllu vopnaskaki ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, batt í gær enda á vopnaða sjálfstæðisbaráttu sem staðið hefur í 43 ár og kostað 829 mannslíf. 21. október 2011 06:00 ETA hefur afhent lögreglunni öll sín vopn Skæruliðahreyfingin ETA hefur loksins afvopnast. 8. apríl 2017 20:18 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
ETA segjast hætt öllu vopnaskaki ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, batt í gær enda á vopnaða sjálfstæðisbaráttu sem staðið hefur í 43 ár og kostað 829 mannslíf. 21. október 2011 06:00
ETA hefur afhent lögreglunni öll sín vopn Skæruliðahreyfingin ETA hefur loksins afvopnast. 8. apríl 2017 20:18