ETA hefur afhent lögreglunni öll sín vopn Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 8. apríl 2017 20:18 Frá fögnuði Baska í Bayonne í dag. vísir/getty ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, hefur afhent frönsku lögreglunni þrjú og hálft tonn af vopnum, sprengiefnum og öðrum tækjabúnaði. Hreyfingin hafði tilkynnt yfirvöldum um að afvopnunin stæði til um miðjan mars. ETA-hreyfingin var stofnuð á sjötta áratug síðustu aldar og barðist fyrir sjálfstæði Baskalands en landsvæðið heyrir undir Spán sem á þessum tíma var undir stjórn Francos. Seint á sjöunda áratugnum fór hreyfingin í auknum mæli að vekja athygli á málstað sínum með skæruhernaði og er talið að ETA hafi orðið um 800 manns að bana frá árunum 1970 til aldamóta. Árið 1998 tilkynnti hreyfingin „varanlegt vopnahlé“ og hét því að láta af hryðjuverkum til frambúðar. ETA stóð ekki við orð sín og hélt áfram voðaverkum sínum fram yfir aldamót. Árið 2011 var tilkynnt um vopnahlé á ný og það stóð að þessu sinni. Hins vegar féllust ETA-liðar ekki á að afvopnast þrátt fyrir hléð.Baskaland er sjálfsstjórnarhérað á Norður-Spáni.vísir/googlemapsYfirvöld á Spáni sýna ETA enga vægð ETA hefur tilkynnt að engin vopn séu eftir í eigu hreyfingarinnar nú eftir afhendinguna til frönsku lögreglunnar. Þúsundir Baska marseruðu í frönsku borginni Bayonne, við landamæri Spánar, til þess að fagna afvopnuninni. Mario Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur tilkynnt að viðhorf yfirvalda í garð hreyfingarinnar muni ekki breytast þrátt fyrir afhendingu vopnanna. „Hryðjuverkamenn geta ekki gert sér vonir um góða meðferð. Hvað þá að koma sér undan refsingu vegna glæpa þeirra,“ sagði hann í yfirlýsingu. Fjöldi ETA-liða situr nú í fangelsum víðsvegar á Spáni en margt bendir til þess að liðsmenn ETA hreyfingarinnar hafi sætt illri meðferð og pyndingum af hálfu spænskra fangavarða um áratugaskeið. Velgjörðarmenn þeirra hafa haft uppi háværar kröfur um að þeir verði færðir í basknesk fangelsi en án árangurs. Spænsk yfirvöld hafa ekki gefið í skyn að afvopnunin muni leiða til þess að fangar úr röðum hreyfingarinnar verði færðir í fangelsi í Baskalandi. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, hefur afhent frönsku lögreglunni þrjú og hálft tonn af vopnum, sprengiefnum og öðrum tækjabúnaði. Hreyfingin hafði tilkynnt yfirvöldum um að afvopnunin stæði til um miðjan mars. ETA-hreyfingin var stofnuð á sjötta áratug síðustu aldar og barðist fyrir sjálfstæði Baskalands en landsvæðið heyrir undir Spán sem á þessum tíma var undir stjórn Francos. Seint á sjöunda áratugnum fór hreyfingin í auknum mæli að vekja athygli á málstað sínum með skæruhernaði og er talið að ETA hafi orðið um 800 manns að bana frá árunum 1970 til aldamóta. Árið 1998 tilkynnti hreyfingin „varanlegt vopnahlé“ og hét því að láta af hryðjuverkum til frambúðar. ETA stóð ekki við orð sín og hélt áfram voðaverkum sínum fram yfir aldamót. Árið 2011 var tilkynnt um vopnahlé á ný og það stóð að þessu sinni. Hins vegar féllust ETA-liðar ekki á að afvopnast þrátt fyrir hléð.Baskaland er sjálfsstjórnarhérað á Norður-Spáni.vísir/googlemapsYfirvöld á Spáni sýna ETA enga vægð ETA hefur tilkynnt að engin vopn séu eftir í eigu hreyfingarinnar nú eftir afhendinguna til frönsku lögreglunnar. Þúsundir Baska marseruðu í frönsku borginni Bayonne, við landamæri Spánar, til þess að fagna afvopnuninni. Mario Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur tilkynnt að viðhorf yfirvalda í garð hreyfingarinnar muni ekki breytast þrátt fyrir afhendingu vopnanna. „Hryðjuverkamenn geta ekki gert sér vonir um góða meðferð. Hvað þá að koma sér undan refsingu vegna glæpa þeirra,“ sagði hann í yfirlýsingu. Fjöldi ETA-liða situr nú í fangelsum víðsvegar á Spáni en margt bendir til þess að liðsmenn ETA hreyfingarinnar hafi sætt illri meðferð og pyndingum af hálfu spænskra fangavarða um áratugaskeið. Velgjörðarmenn þeirra hafa haft uppi háværar kröfur um að þeir verði færðir í basknesk fangelsi en án árangurs. Spænsk yfirvöld hafa ekki gefið í skyn að afvopnunin muni leiða til þess að fangar úr röðum hreyfingarinnar verði færðir í fangelsi í Baskalandi.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira