Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bjarki Ármannsson skrifar 3. september 2017 12:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti segir áframhaldandi kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna ógn við Bandaríkin. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir áframhaldandi kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna ógn við Bandaríkin og gefur í skyn að bregðast þurfi við þeim með hernaðaraðgerðum. Þetta segir forsetinn á Twitter-síðu sinni rétt í þessu. Um er að ræða fyrstu viðbrögð Trump við þeim tíðindum að Norður-Kóreumenn hafi í nótt sprengt vetnissprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er sú öflugasta sem einræðisríkið hefur sprengt til þessa og sú fyrsta frá því að Trump tók við embætti í ársbyrjun. Yfirvöld í Kína, Rússlandi og Bretlandi hafa í morgun fordæmt tilraunina. Trump hefur ítrekað farið hörðum orðum um Norður-Kóreu og leiðtoga landsins, Kim Jong-un, sagt að friðarviðræður muni ekki ná að draga úr spennu á Kóreuskaga og hótað að Bandaríkin muni mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“ láti síðarnefnda ríkið ekki af kjarnorkutilraunum sínum. „Norður-Kóreumenn hafa framkvæmt meiriháttar kjarnorkutilraun,“ segir í Twitter-færslum Trump nú í morgun. „Orð þeirra og gjörðir eru áfram fjandsamleg og ógn í garð Bandaríkjanna.“ Hann segir að hegðun Norður-Kóreu sé ríkisstjórn Kína til skammar og að Suður-Kóreumenn séu nú að komast að því að friðarviðræður við nágrannaríki þeirra muni ekki bera árangur.South Korea is finding, as I have told them, that their talk of appeasement with North Korea will not work, they only understand one thing!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 3, 2017 „Þeir skilja bara eitt,“ segir Trump í lok síðustu færslu sinnar og má gera því skóna að hann eigi við hernaðaraðgerðir af einhverju tagi. Ríkisfréttaveita Norður-Kóreu hefur í morgun hreykt sér af tilrauninni og sagt hana hafa heppnast fullkomlega. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir áframhaldandi kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna ógn við Bandaríkin og gefur í skyn að bregðast þurfi við þeim með hernaðaraðgerðum. Þetta segir forsetinn á Twitter-síðu sinni rétt í þessu. Um er að ræða fyrstu viðbrögð Trump við þeim tíðindum að Norður-Kóreumenn hafi í nótt sprengt vetnissprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er sú öflugasta sem einræðisríkið hefur sprengt til þessa og sú fyrsta frá því að Trump tók við embætti í ársbyrjun. Yfirvöld í Kína, Rússlandi og Bretlandi hafa í morgun fordæmt tilraunina. Trump hefur ítrekað farið hörðum orðum um Norður-Kóreu og leiðtoga landsins, Kim Jong-un, sagt að friðarviðræður muni ekki ná að draga úr spennu á Kóreuskaga og hótað að Bandaríkin muni mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“ láti síðarnefnda ríkið ekki af kjarnorkutilraunum sínum. „Norður-Kóreumenn hafa framkvæmt meiriháttar kjarnorkutilraun,“ segir í Twitter-færslum Trump nú í morgun. „Orð þeirra og gjörðir eru áfram fjandsamleg og ógn í garð Bandaríkjanna.“ Hann segir að hegðun Norður-Kóreu sé ríkisstjórn Kína til skammar og að Suður-Kóreumenn séu nú að komast að því að friðarviðræður við nágrannaríki þeirra muni ekki bera árangur.South Korea is finding, as I have told them, that their talk of appeasement with North Korea will not work, they only understand one thing!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 3, 2017 „Þeir skilja bara eitt,“ segir Trump í lok síðustu færslu sinnar og má gera því skóna að hann eigi við hernaðaraðgerðir af einhverju tagi. Ríkisfréttaveita Norður-Kóreu hefur í morgun hreykt sér af tilrauninni og sagt hana hafa heppnast fullkomlega.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19
Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12