Erlent

Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ef Norður-Kórea ógni Bandaríkjunum verði þeim mætt með „eldi og heift“ á stigi sem heimurinn hafi aldrei séð áður. Hann sagði hótanir Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu hafa náð nýjum hæðum og best væri að Norður-Kórea hætti að hóta Bandaríkjunum.

Washington Post sagði frá því í dag að samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustum Bandaríkjanna væri talið að yfirvöldum Norður-Kóreu hefði tekist að þróa og framleiða kjarnorkuvopn sem hægt væri að koma fyrir í langdrægri eldflaug. Japanir hafa komist að sömu niðurstöðu.

Samkvæmt því er Norður-Kórea mun nærri því að geta gert kjarnorkuárás á Bandaríkin en áður hefur verið talið.

Sjá einnig: Norður-Kórea sögð hafa náð mikilvægum áfanga„Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar. Þeim verður mætt með eldi og heift sem heimurinn hefur ekki séð áður,“ sagði Trump. Forsetinn sagði þetta á blaðamannafundi við golfvöll sinn í Bedminster í New Jersey.

Yfirvöld Bandaríkjanna hafa miklar áhyggjur af þróuninni í Norður-Kóreu og hefur Trump heitið því að Norður-Kóreu verði ekki gert kleift að ógna Bandaríkjunum með kjarnorkuvopnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.