Erlent

Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump heimsótti hamfarasvæðin í Texas í gær ásamt eiginkonu sinni Melaniu.
Donald Trump heimsótti hamfarasvæðin í Texas í gær ásamt eiginkonu sinni Melaniu. Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að viðræður séu ekki launin þegar kemur að málefnum Norður-Kóreu. Þetta sagði forsetinn á Twitter í dag.

„Bandaríkin hafa átt í viðræðum við Norður-Kóreu, og verið kúgað til að borga þeim í 25 ár. Viðræður eru ekki lausnin!“ sagði Trump.

Mikil spenna er nú á Kóreuskaga og svæðinu í kring eftir að Norður-Kóreumenn skutu eldflaug yfir Japan aðfaranótt gærdagsins. Stjórnvöld í fjölda nágrannaríkja Norður-Kóreu brugðust harkalega við skotinu.

Trump sagðist í gær halda öllum möguleikum opnum vegna þess ástands sem uppi er á Kóreuskaga.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa sakað Bandaríkin um að bera ábyrgð á eldfimu ástandi á Kóreuskaga og að Norður-Kóreumenn séu í fullum rétti að bregðast við heræfingum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í heimshlutanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×