Enski boltinn

Heillaði Koeman og gæti verið á leiðinni til Everton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nikola Vlasic í baráttu við Everton-manninn Idrissa Gueye.
Nikola Vlasic í baráttu við Everton-manninn Idrissa Gueye. vísir/getty
Everton vonast til að landa Króatanum Nikola Vlasic áður en félagaskiptaglugginn lokar á fimmtudaginn.

Hinn 19 ára gamli Vlasic heillaði Ronald Koeman, knattspyrnustjóra Everton, í leikjum liðsins gegn Hajduk Split í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og Hollendingurinn hefur mikinn áhuga á því að fá Vlasic á Goodison Park.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Vlasic leikið 120 leiki fyrir Hajduk og skorað 13 mörk.

Vlasic hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Króatíu og lék sinn fyrsta A-landsleik fyrr á árinu.

Vlasic leikur oftast sem framliggjandi miðjumaður en getur einnig leyst stöðu hægri kantmanns og framherja.


Tengdar fréttir

Chelsea með öruggan sigur á Everton

Cesc Fabregas og Alvaro Morata skoruðu bæði mörk Chelsea í 2-0 sigri liðsins á Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum hans í Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×