Chelsea með öruggan sigur á Everton

Elías Orri Njarðarson skrifar
Alvaro Morata var með mark og stoðsendingu í dag.
Alvaro Morata var með mark og stoðsendingu í dag. vísir/getty
Chelsea vann góðan sigur á Everton 2-0 á Stamford Bridge í dag.

Cesc Fàbregas kom Chelsea yfir í leiknum á 27. mínútu eftir snyrtilegt samspil við landa sinn Alvaro Morata.

Morata var svo sjálfur á ferðinni á 40. mínútu þegar að hann skallaði boltann í netið eftir sendingu frá César Azpilicueta.

Fleiri urðu mörkin ekki og góður sigur Chelsea í höfn.

Með sigrinum fer Chelsea í fimmta sæti deildarinnar með sex stig og Everton í því tíunda með fjögur en staða þeirra getur breyst eftir hina leiki dagsins.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton í dag og komst í gegnum hann án vandræða, þannig að Gylfi á að vera klár í bátana í komandi landsliðsverkefni í undankeppni HM með íslenska landsliðinu í fótbolta.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira