Enski boltinn

Messan: Everton slakt á móti Chelsea en við vitum hvað Gylfi getur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sérfræðingarnir ræða málin í Messunni í gær
Sérfræðingarnir ræða málin í Messunni í gær
Sérfræðingar Messunnar, Ríkharður Daðason og Jóhannes Karl Guðjónsson, voru ekki sáttir með frammistöðu Everton gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær.

„Mér fannst Everton-liðið slakt,“ sagði Ríkharður. „Þeir spiluðu 3-4-2-1 með Gylfa og Rooney fyrir aftan Sandro og það bara hentar ekki þessu Everton-liði að spila þessa taktík.“

„Við vitum hvað Gylfi getur, hann er bestur í því að fá boltann í holunni og finna sendingar á samherja. En það var bara einn maður fyrir framan hann í dag.“

Jóhannes Karl tók í sama streng. „Vandamálið, með Sandro, hann er leikmaður sem vill bara fá boltann í lappir. Calvert-Lewin, ungi strákurinn sem var á bekknum, hann vill taka hlaupin og stinga sér aftur fyrir. Það var alveg tvímælalaust pláss fyrir aftan vörnina hjá Chelsea.“

Sérfræðingarnir ræddu einnig aukaspyrnu Rooney, hvort Gylfi þyrfti að berjast við hann um að taka spyrnurnar, og fleira. Umræðurnar í heildina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Chelsea með öruggan sigur á Everton

Cesc Fabregas og Alvaro Morata skoruðu bæði mörk Chelsea í 2-0 sigri liðsins á Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum hans í Everton.

Heimir: Stuðningsmenn Everton eiga eftir að elska Gylfa

Heimir Hallgrímsson fylgdist að sjálfsögðu vel með fyrsta leik Gylfa Þórs Sigurðssonar í byrjunarliði Everton gegn Hajduk Split í fyrradag. Gylfi skoraði frábært mark í upphafi seinni hálfleiks með skoti rétt fyrir innan miðju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×