Enski boltinn

Costa: Ég mun ekki snúa aftur til Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Diego Costa ætlar ekkert að gefa eftir í rimmu sinni við Chelsea eins og sjá má á yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í morgun.

Þar segist Costa ekki ætla að snúa aftur til enska félagsins. Hann verði þess utan að komast til Atletico Madrid.

Costa á eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea og er enn í Brasilíu þó svo tímabilið sé hafið. Honum var tjáð í upphafi sumars að hann ætti framtíð fyrir sér hjá félaginu en svo hefur ekki gengið að selja hann.

Chelsea vill því að hann komi sér aftur til Englands og byrji að æfa með félaginu. Það tekur Costa ekki í mál.

„Það er þegar búið að ákveða næsta áfangastað. Ég verð að komast til Atletico Madrid en Chelsea vill ekki sleppa mér þangað. Ég trúi því að það náist lausn í málinu er ég sný til Spánar,“ segir i yfirlýsingu Costa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×