Loksins fékk skynsemin að ráða í brjáluðum heimi félagaskipta Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 23:30 Gylfi Þór Sigurðsson samdi við Everton í vikunni, eftir að fyrstu umferð deildarinnar lauk. Vísir/AFP „Loksins mun skynsemin ráða. Loksins er ríkasta deild heimsins að taka af skarið og hætta þessu brjálæði í kringum félagskiptagluggann.“ Svona byrjar Jason Burt, fréttamaður fyrir breska blaðið Telegraph, leiðara sinn um þá ákvörðun að enska úrvalsdeildin ætli að loka fyrir félagaskiptagluggann áður en deildin hefst á næsta tímabili.Vísir greindi frá því í vikunni að umræða sé hjá félögum ensku úrvalsdeildarinnar að stytta félagskiptagluggann.Burt segir að það sé engin spurning um að taka eigi þessa ákvörðun. Eins og fyrirkomulagið er í dag þá lokar glugginn í lok ágúst. Þá hefur enska úrvalsdeildin verið í gangi í þrjár vikur. Þjálfarar þurfa að sitja undir spurningum um hvort þessi eða hinn leikmaðurinn muni ganga til liðs við liðið, hvort ástæðan fyrir að ákveðinn leikmaður sé ekki í leikmannahóp sé því að það á að selja þann leikmann. Svo eru þeir leikmenn sem ekki vilja spila fyrir félagið sem þeir eru hjá því þeir bíði eftir sölu. Burt minnist á leikmenn sem eru „ekki með rétta hugarfarið“, og getur þá ekki átt við neinn annan en Gylfa Þór Sigurðsson sem sagðist ekki getað spilað fyrir Swansea af þessar ástæðu. Það er engin rökrétt ástæða fyrir því að glugginn sé opin svona lengi, að mati Burt. Glugginn opnar 1. júlí og það sé nægur tími fram til byrjunar tímabilsins fyrir félögin að ganga frá sínum kaupum.Philippe Coutinho vill fara til Barcelona.vísir/gettyÍ samantekt Telegraph má sjá áhrifin sem yfirvonandi félagaskipti höfðu á fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Philippe Coutinho bað formlega um að vera seldur frá Liverpool sólarhring áður en liðið spilaði við Watford. Hann glímir reyndar við meiðsli, en hefði mögulega getað komið eitthvað við sögu hefði hann ekki farið fram á sölu.Alexis Sanchez horfði á opnunarleik deildarinnar úr stúkunni en ekki af varamannabekk Arsenal þar sem hann hefði líklega setið væri Manchester City ekki enn á eftir honum. Virgil van Dijk æfir ekki með Southampton heldur einn á báti og spilaði ekki gegn Swansea.Diego Costa er enn í Brasilíu og neitar að snúa aftur til Chelsea þar sem hann vill fara frá félaginu og snúa aftur til Spánar.Ross Barkley var ekki í leikmannahópi Everton þar sem líklegt þykir að hann sé á leið til Tottenham. Allir þessir leikmenn hefðu líklega spilað með sínum félagsliðum ef ekki væru yfirvofandi félagaskipti. Það verður að teljast líklegt að félögin í ensku úrvalsdeildinni samþykki þessar breytingar á reglugerðum, en kosning um þetta mál fer fram 7. september. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp um Coutinho: Ekkert breyst, er ekki undir mér komið Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í stöðu mála hjá Philippe Coutinho eftir leik liðsins við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. ágúst 2017 19:30 Costa heldur áfram að bauna á Chelsea Diego Costa segir að upphæðin sem Chelsea vilji fá fyrir sig sé alltof há. 18. ágúst 2017 13:30 Liverpool hafnaði þriðja tilboðinu frá Barcelona Forráðamenn Barcelona hafa ekki gefist upp á því að fá Philippe Coutinho frá Liverpool. 18. ágúst 2017 15:01 Costa: Ég mun ekki snúa aftur til Chelsea Diego Costa ætlar ekkert að gefa eftir í rimmu sinni við Chelsea eins og sjá má á yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í morgun. 17. ágúst 2017 10:04 Fékk hláturskast þegar hann var spurður út í ummæli Costa | Myndband Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, skellti upp úr þegar hann spurður út í ummæli Diegos Costa á blaðamannafundi í dag. 18. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
„Loksins mun skynsemin ráða. Loksins er ríkasta deild heimsins að taka af skarið og hætta þessu brjálæði í kringum félagskiptagluggann.“ Svona byrjar Jason Burt, fréttamaður fyrir breska blaðið Telegraph, leiðara sinn um þá ákvörðun að enska úrvalsdeildin ætli að loka fyrir félagaskiptagluggann áður en deildin hefst á næsta tímabili.Vísir greindi frá því í vikunni að umræða sé hjá félögum ensku úrvalsdeildarinnar að stytta félagskiptagluggann.Burt segir að það sé engin spurning um að taka eigi þessa ákvörðun. Eins og fyrirkomulagið er í dag þá lokar glugginn í lok ágúst. Þá hefur enska úrvalsdeildin verið í gangi í þrjár vikur. Þjálfarar þurfa að sitja undir spurningum um hvort þessi eða hinn leikmaðurinn muni ganga til liðs við liðið, hvort ástæðan fyrir að ákveðinn leikmaður sé ekki í leikmannahóp sé því að það á að selja þann leikmann. Svo eru þeir leikmenn sem ekki vilja spila fyrir félagið sem þeir eru hjá því þeir bíði eftir sölu. Burt minnist á leikmenn sem eru „ekki með rétta hugarfarið“, og getur þá ekki átt við neinn annan en Gylfa Þór Sigurðsson sem sagðist ekki getað spilað fyrir Swansea af þessar ástæðu. Það er engin rökrétt ástæða fyrir því að glugginn sé opin svona lengi, að mati Burt. Glugginn opnar 1. júlí og það sé nægur tími fram til byrjunar tímabilsins fyrir félögin að ganga frá sínum kaupum.Philippe Coutinho vill fara til Barcelona.vísir/gettyÍ samantekt Telegraph má sjá áhrifin sem yfirvonandi félagaskipti höfðu á fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Philippe Coutinho bað formlega um að vera seldur frá Liverpool sólarhring áður en liðið spilaði við Watford. Hann glímir reyndar við meiðsli, en hefði mögulega getað komið eitthvað við sögu hefði hann ekki farið fram á sölu.Alexis Sanchez horfði á opnunarleik deildarinnar úr stúkunni en ekki af varamannabekk Arsenal þar sem hann hefði líklega setið væri Manchester City ekki enn á eftir honum. Virgil van Dijk æfir ekki með Southampton heldur einn á báti og spilaði ekki gegn Swansea.Diego Costa er enn í Brasilíu og neitar að snúa aftur til Chelsea þar sem hann vill fara frá félaginu og snúa aftur til Spánar.Ross Barkley var ekki í leikmannahópi Everton þar sem líklegt þykir að hann sé á leið til Tottenham. Allir þessir leikmenn hefðu líklega spilað með sínum félagsliðum ef ekki væru yfirvofandi félagaskipti. Það verður að teljast líklegt að félögin í ensku úrvalsdeildinni samþykki þessar breytingar á reglugerðum, en kosning um þetta mál fer fram 7. september.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp um Coutinho: Ekkert breyst, er ekki undir mér komið Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í stöðu mála hjá Philippe Coutinho eftir leik liðsins við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. ágúst 2017 19:30 Costa heldur áfram að bauna á Chelsea Diego Costa segir að upphæðin sem Chelsea vilji fá fyrir sig sé alltof há. 18. ágúst 2017 13:30 Liverpool hafnaði þriðja tilboðinu frá Barcelona Forráðamenn Barcelona hafa ekki gefist upp á því að fá Philippe Coutinho frá Liverpool. 18. ágúst 2017 15:01 Costa: Ég mun ekki snúa aftur til Chelsea Diego Costa ætlar ekkert að gefa eftir í rimmu sinni við Chelsea eins og sjá má á yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í morgun. 17. ágúst 2017 10:04 Fékk hláturskast þegar hann var spurður út í ummæli Costa | Myndband Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, skellti upp úr þegar hann spurður út í ummæli Diegos Costa á blaðamannafundi í dag. 18. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
Klopp um Coutinho: Ekkert breyst, er ekki undir mér komið Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í stöðu mála hjá Philippe Coutinho eftir leik liðsins við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. ágúst 2017 19:30
Costa heldur áfram að bauna á Chelsea Diego Costa segir að upphæðin sem Chelsea vilji fá fyrir sig sé alltof há. 18. ágúst 2017 13:30
Liverpool hafnaði þriðja tilboðinu frá Barcelona Forráðamenn Barcelona hafa ekki gefist upp á því að fá Philippe Coutinho frá Liverpool. 18. ágúst 2017 15:01
Costa: Ég mun ekki snúa aftur til Chelsea Diego Costa ætlar ekkert að gefa eftir í rimmu sinni við Chelsea eins og sjá má á yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í morgun. 17. ágúst 2017 10:04
Fékk hláturskast þegar hann var spurður út í ummæli Costa | Myndband Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, skellti upp úr þegar hann spurður út í ummæli Diegos Costa á blaðamannafundi í dag. 18. ágúst 2017 14:15