Loksins fékk skynsemin að ráða í brjáluðum heimi félagaskipta Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 23:30 Gylfi Þór Sigurðsson samdi við Everton í vikunni, eftir að fyrstu umferð deildarinnar lauk. Vísir/AFP „Loksins mun skynsemin ráða. Loksins er ríkasta deild heimsins að taka af skarið og hætta þessu brjálæði í kringum félagskiptagluggann.“ Svona byrjar Jason Burt, fréttamaður fyrir breska blaðið Telegraph, leiðara sinn um þá ákvörðun að enska úrvalsdeildin ætli að loka fyrir félagaskiptagluggann áður en deildin hefst á næsta tímabili.Vísir greindi frá því í vikunni að umræða sé hjá félögum ensku úrvalsdeildarinnar að stytta félagskiptagluggann.Burt segir að það sé engin spurning um að taka eigi þessa ákvörðun. Eins og fyrirkomulagið er í dag þá lokar glugginn í lok ágúst. Þá hefur enska úrvalsdeildin verið í gangi í þrjár vikur. Þjálfarar þurfa að sitja undir spurningum um hvort þessi eða hinn leikmaðurinn muni ganga til liðs við liðið, hvort ástæðan fyrir að ákveðinn leikmaður sé ekki í leikmannahóp sé því að það á að selja þann leikmann. Svo eru þeir leikmenn sem ekki vilja spila fyrir félagið sem þeir eru hjá því þeir bíði eftir sölu. Burt minnist á leikmenn sem eru „ekki með rétta hugarfarið“, og getur þá ekki átt við neinn annan en Gylfa Þór Sigurðsson sem sagðist ekki getað spilað fyrir Swansea af þessar ástæðu. Það er engin rökrétt ástæða fyrir því að glugginn sé opin svona lengi, að mati Burt. Glugginn opnar 1. júlí og það sé nægur tími fram til byrjunar tímabilsins fyrir félögin að ganga frá sínum kaupum.Philippe Coutinho vill fara til Barcelona.vísir/gettyÍ samantekt Telegraph má sjá áhrifin sem yfirvonandi félagaskipti höfðu á fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Philippe Coutinho bað formlega um að vera seldur frá Liverpool sólarhring áður en liðið spilaði við Watford. Hann glímir reyndar við meiðsli, en hefði mögulega getað komið eitthvað við sögu hefði hann ekki farið fram á sölu.Alexis Sanchez horfði á opnunarleik deildarinnar úr stúkunni en ekki af varamannabekk Arsenal þar sem hann hefði líklega setið væri Manchester City ekki enn á eftir honum. Virgil van Dijk æfir ekki með Southampton heldur einn á báti og spilaði ekki gegn Swansea.Diego Costa er enn í Brasilíu og neitar að snúa aftur til Chelsea þar sem hann vill fara frá félaginu og snúa aftur til Spánar.Ross Barkley var ekki í leikmannahópi Everton þar sem líklegt þykir að hann sé á leið til Tottenham. Allir þessir leikmenn hefðu líklega spilað með sínum félagsliðum ef ekki væru yfirvofandi félagaskipti. Það verður að teljast líklegt að félögin í ensku úrvalsdeildinni samþykki þessar breytingar á reglugerðum, en kosning um þetta mál fer fram 7. september. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp um Coutinho: Ekkert breyst, er ekki undir mér komið Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í stöðu mála hjá Philippe Coutinho eftir leik liðsins við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. ágúst 2017 19:30 Costa heldur áfram að bauna á Chelsea Diego Costa segir að upphæðin sem Chelsea vilji fá fyrir sig sé alltof há. 18. ágúst 2017 13:30 Liverpool hafnaði þriðja tilboðinu frá Barcelona Forráðamenn Barcelona hafa ekki gefist upp á því að fá Philippe Coutinho frá Liverpool. 18. ágúst 2017 15:01 Costa: Ég mun ekki snúa aftur til Chelsea Diego Costa ætlar ekkert að gefa eftir í rimmu sinni við Chelsea eins og sjá má á yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í morgun. 17. ágúst 2017 10:04 Fékk hláturskast þegar hann var spurður út í ummæli Costa | Myndband Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, skellti upp úr þegar hann spurður út í ummæli Diegos Costa á blaðamannafundi í dag. 18. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Sjá meira
„Loksins mun skynsemin ráða. Loksins er ríkasta deild heimsins að taka af skarið og hætta þessu brjálæði í kringum félagskiptagluggann.“ Svona byrjar Jason Burt, fréttamaður fyrir breska blaðið Telegraph, leiðara sinn um þá ákvörðun að enska úrvalsdeildin ætli að loka fyrir félagaskiptagluggann áður en deildin hefst á næsta tímabili.Vísir greindi frá því í vikunni að umræða sé hjá félögum ensku úrvalsdeildarinnar að stytta félagskiptagluggann.Burt segir að það sé engin spurning um að taka eigi þessa ákvörðun. Eins og fyrirkomulagið er í dag þá lokar glugginn í lok ágúst. Þá hefur enska úrvalsdeildin verið í gangi í þrjár vikur. Þjálfarar þurfa að sitja undir spurningum um hvort þessi eða hinn leikmaðurinn muni ganga til liðs við liðið, hvort ástæðan fyrir að ákveðinn leikmaður sé ekki í leikmannahóp sé því að það á að selja þann leikmann. Svo eru þeir leikmenn sem ekki vilja spila fyrir félagið sem þeir eru hjá því þeir bíði eftir sölu. Burt minnist á leikmenn sem eru „ekki með rétta hugarfarið“, og getur þá ekki átt við neinn annan en Gylfa Þór Sigurðsson sem sagðist ekki getað spilað fyrir Swansea af þessar ástæðu. Það er engin rökrétt ástæða fyrir því að glugginn sé opin svona lengi, að mati Burt. Glugginn opnar 1. júlí og það sé nægur tími fram til byrjunar tímabilsins fyrir félögin að ganga frá sínum kaupum.Philippe Coutinho vill fara til Barcelona.vísir/gettyÍ samantekt Telegraph má sjá áhrifin sem yfirvonandi félagaskipti höfðu á fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Philippe Coutinho bað formlega um að vera seldur frá Liverpool sólarhring áður en liðið spilaði við Watford. Hann glímir reyndar við meiðsli, en hefði mögulega getað komið eitthvað við sögu hefði hann ekki farið fram á sölu.Alexis Sanchez horfði á opnunarleik deildarinnar úr stúkunni en ekki af varamannabekk Arsenal þar sem hann hefði líklega setið væri Manchester City ekki enn á eftir honum. Virgil van Dijk æfir ekki með Southampton heldur einn á báti og spilaði ekki gegn Swansea.Diego Costa er enn í Brasilíu og neitar að snúa aftur til Chelsea þar sem hann vill fara frá félaginu og snúa aftur til Spánar.Ross Barkley var ekki í leikmannahópi Everton þar sem líklegt þykir að hann sé á leið til Tottenham. Allir þessir leikmenn hefðu líklega spilað með sínum félagsliðum ef ekki væru yfirvofandi félagaskipti. Það verður að teljast líklegt að félögin í ensku úrvalsdeildinni samþykki þessar breytingar á reglugerðum, en kosning um þetta mál fer fram 7. september.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp um Coutinho: Ekkert breyst, er ekki undir mér komið Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í stöðu mála hjá Philippe Coutinho eftir leik liðsins við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. ágúst 2017 19:30 Costa heldur áfram að bauna á Chelsea Diego Costa segir að upphæðin sem Chelsea vilji fá fyrir sig sé alltof há. 18. ágúst 2017 13:30 Liverpool hafnaði þriðja tilboðinu frá Barcelona Forráðamenn Barcelona hafa ekki gefist upp á því að fá Philippe Coutinho frá Liverpool. 18. ágúst 2017 15:01 Costa: Ég mun ekki snúa aftur til Chelsea Diego Costa ætlar ekkert að gefa eftir í rimmu sinni við Chelsea eins og sjá má á yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í morgun. 17. ágúst 2017 10:04 Fékk hláturskast þegar hann var spurður út í ummæli Costa | Myndband Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, skellti upp úr þegar hann spurður út í ummæli Diegos Costa á blaðamannafundi í dag. 18. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Sjá meira
Klopp um Coutinho: Ekkert breyst, er ekki undir mér komið Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í stöðu mála hjá Philippe Coutinho eftir leik liðsins við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. ágúst 2017 19:30
Costa heldur áfram að bauna á Chelsea Diego Costa segir að upphæðin sem Chelsea vilji fá fyrir sig sé alltof há. 18. ágúst 2017 13:30
Liverpool hafnaði þriðja tilboðinu frá Barcelona Forráðamenn Barcelona hafa ekki gefist upp á því að fá Philippe Coutinho frá Liverpool. 18. ágúst 2017 15:01
Costa: Ég mun ekki snúa aftur til Chelsea Diego Costa ætlar ekkert að gefa eftir í rimmu sinni við Chelsea eins og sjá má á yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í morgun. 17. ágúst 2017 10:04
Fékk hláturskast þegar hann var spurður út í ummæli Costa | Myndband Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, skellti upp úr þegar hann spurður út í ummæli Diegos Costa á blaðamannafundi í dag. 18. ágúst 2017 14:15