Loksins fékk skynsemin að ráða í brjáluðum heimi félagaskipta Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 23:30 Gylfi Þór Sigurðsson samdi við Everton í vikunni, eftir að fyrstu umferð deildarinnar lauk. Vísir/AFP „Loksins mun skynsemin ráða. Loksins er ríkasta deild heimsins að taka af skarið og hætta þessu brjálæði í kringum félagskiptagluggann.“ Svona byrjar Jason Burt, fréttamaður fyrir breska blaðið Telegraph, leiðara sinn um þá ákvörðun að enska úrvalsdeildin ætli að loka fyrir félagaskiptagluggann áður en deildin hefst á næsta tímabili.Vísir greindi frá því í vikunni að umræða sé hjá félögum ensku úrvalsdeildarinnar að stytta félagskiptagluggann.Burt segir að það sé engin spurning um að taka eigi þessa ákvörðun. Eins og fyrirkomulagið er í dag þá lokar glugginn í lok ágúst. Þá hefur enska úrvalsdeildin verið í gangi í þrjár vikur. Þjálfarar þurfa að sitja undir spurningum um hvort þessi eða hinn leikmaðurinn muni ganga til liðs við liðið, hvort ástæðan fyrir að ákveðinn leikmaður sé ekki í leikmannahóp sé því að það á að selja þann leikmann. Svo eru þeir leikmenn sem ekki vilja spila fyrir félagið sem þeir eru hjá því þeir bíði eftir sölu. Burt minnist á leikmenn sem eru „ekki með rétta hugarfarið“, og getur þá ekki átt við neinn annan en Gylfa Þór Sigurðsson sem sagðist ekki getað spilað fyrir Swansea af þessar ástæðu. Það er engin rökrétt ástæða fyrir því að glugginn sé opin svona lengi, að mati Burt. Glugginn opnar 1. júlí og það sé nægur tími fram til byrjunar tímabilsins fyrir félögin að ganga frá sínum kaupum.Philippe Coutinho vill fara til Barcelona.vísir/gettyÍ samantekt Telegraph má sjá áhrifin sem yfirvonandi félagaskipti höfðu á fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Philippe Coutinho bað formlega um að vera seldur frá Liverpool sólarhring áður en liðið spilaði við Watford. Hann glímir reyndar við meiðsli, en hefði mögulega getað komið eitthvað við sögu hefði hann ekki farið fram á sölu.Alexis Sanchez horfði á opnunarleik deildarinnar úr stúkunni en ekki af varamannabekk Arsenal þar sem hann hefði líklega setið væri Manchester City ekki enn á eftir honum. Virgil van Dijk æfir ekki með Southampton heldur einn á báti og spilaði ekki gegn Swansea.Diego Costa er enn í Brasilíu og neitar að snúa aftur til Chelsea þar sem hann vill fara frá félaginu og snúa aftur til Spánar.Ross Barkley var ekki í leikmannahópi Everton þar sem líklegt þykir að hann sé á leið til Tottenham. Allir þessir leikmenn hefðu líklega spilað með sínum félagsliðum ef ekki væru yfirvofandi félagaskipti. Það verður að teljast líklegt að félögin í ensku úrvalsdeildinni samþykki þessar breytingar á reglugerðum, en kosning um þetta mál fer fram 7. september. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp um Coutinho: Ekkert breyst, er ekki undir mér komið Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í stöðu mála hjá Philippe Coutinho eftir leik liðsins við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. ágúst 2017 19:30 Costa heldur áfram að bauna á Chelsea Diego Costa segir að upphæðin sem Chelsea vilji fá fyrir sig sé alltof há. 18. ágúst 2017 13:30 Liverpool hafnaði þriðja tilboðinu frá Barcelona Forráðamenn Barcelona hafa ekki gefist upp á því að fá Philippe Coutinho frá Liverpool. 18. ágúst 2017 15:01 Costa: Ég mun ekki snúa aftur til Chelsea Diego Costa ætlar ekkert að gefa eftir í rimmu sinni við Chelsea eins og sjá má á yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í morgun. 17. ágúst 2017 10:04 Fékk hláturskast þegar hann var spurður út í ummæli Costa | Myndband Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, skellti upp úr þegar hann spurður út í ummæli Diegos Costa á blaðamannafundi í dag. 18. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
„Loksins mun skynsemin ráða. Loksins er ríkasta deild heimsins að taka af skarið og hætta þessu brjálæði í kringum félagskiptagluggann.“ Svona byrjar Jason Burt, fréttamaður fyrir breska blaðið Telegraph, leiðara sinn um þá ákvörðun að enska úrvalsdeildin ætli að loka fyrir félagaskiptagluggann áður en deildin hefst á næsta tímabili.Vísir greindi frá því í vikunni að umræða sé hjá félögum ensku úrvalsdeildarinnar að stytta félagskiptagluggann.Burt segir að það sé engin spurning um að taka eigi þessa ákvörðun. Eins og fyrirkomulagið er í dag þá lokar glugginn í lok ágúst. Þá hefur enska úrvalsdeildin verið í gangi í þrjár vikur. Þjálfarar þurfa að sitja undir spurningum um hvort þessi eða hinn leikmaðurinn muni ganga til liðs við liðið, hvort ástæðan fyrir að ákveðinn leikmaður sé ekki í leikmannahóp sé því að það á að selja þann leikmann. Svo eru þeir leikmenn sem ekki vilja spila fyrir félagið sem þeir eru hjá því þeir bíði eftir sölu. Burt minnist á leikmenn sem eru „ekki með rétta hugarfarið“, og getur þá ekki átt við neinn annan en Gylfa Þór Sigurðsson sem sagðist ekki getað spilað fyrir Swansea af þessar ástæðu. Það er engin rökrétt ástæða fyrir því að glugginn sé opin svona lengi, að mati Burt. Glugginn opnar 1. júlí og það sé nægur tími fram til byrjunar tímabilsins fyrir félögin að ganga frá sínum kaupum.Philippe Coutinho vill fara til Barcelona.vísir/gettyÍ samantekt Telegraph má sjá áhrifin sem yfirvonandi félagaskipti höfðu á fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Philippe Coutinho bað formlega um að vera seldur frá Liverpool sólarhring áður en liðið spilaði við Watford. Hann glímir reyndar við meiðsli, en hefði mögulega getað komið eitthvað við sögu hefði hann ekki farið fram á sölu.Alexis Sanchez horfði á opnunarleik deildarinnar úr stúkunni en ekki af varamannabekk Arsenal þar sem hann hefði líklega setið væri Manchester City ekki enn á eftir honum. Virgil van Dijk æfir ekki með Southampton heldur einn á báti og spilaði ekki gegn Swansea.Diego Costa er enn í Brasilíu og neitar að snúa aftur til Chelsea þar sem hann vill fara frá félaginu og snúa aftur til Spánar.Ross Barkley var ekki í leikmannahópi Everton þar sem líklegt þykir að hann sé á leið til Tottenham. Allir þessir leikmenn hefðu líklega spilað með sínum félagsliðum ef ekki væru yfirvofandi félagaskipti. Það verður að teljast líklegt að félögin í ensku úrvalsdeildinni samþykki þessar breytingar á reglugerðum, en kosning um þetta mál fer fram 7. september.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp um Coutinho: Ekkert breyst, er ekki undir mér komið Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í stöðu mála hjá Philippe Coutinho eftir leik liðsins við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. ágúst 2017 19:30 Costa heldur áfram að bauna á Chelsea Diego Costa segir að upphæðin sem Chelsea vilji fá fyrir sig sé alltof há. 18. ágúst 2017 13:30 Liverpool hafnaði þriðja tilboðinu frá Barcelona Forráðamenn Barcelona hafa ekki gefist upp á því að fá Philippe Coutinho frá Liverpool. 18. ágúst 2017 15:01 Costa: Ég mun ekki snúa aftur til Chelsea Diego Costa ætlar ekkert að gefa eftir í rimmu sinni við Chelsea eins og sjá má á yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í morgun. 17. ágúst 2017 10:04 Fékk hláturskast þegar hann var spurður út í ummæli Costa | Myndband Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, skellti upp úr þegar hann spurður út í ummæli Diegos Costa á blaðamannafundi í dag. 18. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Klopp um Coutinho: Ekkert breyst, er ekki undir mér komið Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í stöðu mála hjá Philippe Coutinho eftir leik liðsins við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. ágúst 2017 19:30
Costa heldur áfram að bauna á Chelsea Diego Costa segir að upphæðin sem Chelsea vilji fá fyrir sig sé alltof há. 18. ágúst 2017 13:30
Liverpool hafnaði þriðja tilboðinu frá Barcelona Forráðamenn Barcelona hafa ekki gefist upp á því að fá Philippe Coutinho frá Liverpool. 18. ágúst 2017 15:01
Costa: Ég mun ekki snúa aftur til Chelsea Diego Costa ætlar ekkert að gefa eftir í rimmu sinni við Chelsea eins og sjá má á yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í morgun. 17. ágúst 2017 10:04
Fékk hláturskast þegar hann var spurður út í ummæli Costa | Myndband Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, skellti upp úr þegar hann spurður út í ummæli Diegos Costa á blaðamannafundi í dag. 18. ágúst 2017 14:15