Loksins fékk skynsemin að ráða í brjáluðum heimi félagaskipta Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 23:30 Gylfi Þór Sigurðsson samdi við Everton í vikunni, eftir að fyrstu umferð deildarinnar lauk. Vísir/AFP „Loksins mun skynsemin ráða. Loksins er ríkasta deild heimsins að taka af skarið og hætta þessu brjálæði í kringum félagskiptagluggann.“ Svona byrjar Jason Burt, fréttamaður fyrir breska blaðið Telegraph, leiðara sinn um þá ákvörðun að enska úrvalsdeildin ætli að loka fyrir félagaskiptagluggann áður en deildin hefst á næsta tímabili.Vísir greindi frá því í vikunni að umræða sé hjá félögum ensku úrvalsdeildarinnar að stytta félagskiptagluggann.Burt segir að það sé engin spurning um að taka eigi þessa ákvörðun. Eins og fyrirkomulagið er í dag þá lokar glugginn í lok ágúst. Þá hefur enska úrvalsdeildin verið í gangi í þrjár vikur. Þjálfarar þurfa að sitja undir spurningum um hvort þessi eða hinn leikmaðurinn muni ganga til liðs við liðið, hvort ástæðan fyrir að ákveðinn leikmaður sé ekki í leikmannahóp sé því að það á að selja þann leikmann. Svo eru þeir leikmenn sem ekki vilja spila fyrir félagið sem þeir eru hjá því þeir bíði eftir sölu. Burt minnist á leikmenn sem eru „ekki með rétta hugarfarið“, og getur þá ekki átt við neinn annan en Gylfa Þór Sigurðsson sem sagðist ekki getað spilað fyrir Swansea af þessar ástæðu. Það er engin rökrétt ástæða fyrir því að glugginn sé opin svona lengi, að mati Burt. Glugginn opnar 1. júlí og það sé nægur tími fram til byrjunar tímabilsins fyrir félögin að ganga frá sínum kaupum.Philippe Coutinho vill fara til Barcelona.vísir/gettyÍ samantekt Telegraph má sjá áhrifin sem yfirvonandi félagaskipti höfðu á fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Philippe Coutinho bað formlega um að vera seldur frá Liverpool sólarhring áður en liðið spilaði við Watford. Hann glímir reyndar við meiðsli, en hefði mögulega getað komið eitthvað við sögu hefði hann ekki farið fram á sölu.Alexis Sanchez horfði á opnunarleik deildarinnar úr stúkunni en ekki af varamannabekk Arsenal þar sem hann hefði líklega setið væri Manchester City ekki enn á eftir honum. Virgil van Dijk æfir ekki með Southampton heldur einn á báti og spilaði ekki gegn Swansea.Diego Costa er enn í Brasilíu og neitar að snúa aftur til Chelsea þar sem hann vill fara frá félaginu og snúa aftur til Spánar.Ross Barkley var ekki í leikmannahópi Everton þar sem líklegt þykir að hann sé á leið til Tottenham. Allir þessir leikmenn hefðu líklega spilað með sínum félagsliðum ef ekki væru yfirvofandi félagaskipti. Það verður að teljast líklegt að félögin í ensku úrvalsdeildinni samþykki þessar breytingar á reglugerðum, en kosning um þetta mál fer fram 7. september. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp um Coutinho: Ekkert breyst, er ekki undir mér komið Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í stöðu mála hjá Philippe Coutinho eftir leik liðsins við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. ágúst 2017 19:30 Costa heldur áfram að bauna á Chelsea Diego Costa segir að upphæðin sem Chelsea vilji fá fyrir sig sé alltof há. 18. ágúst 2017 13:30 Liverpool hafnaði þriðja tilboðinu frá Barcelona Forráðamenn Barcelona hafa ekki gefist upp á því að fá Philippe Coutinho frá Liverpool. 18. ágúst 2017 15:01 Costa: Ég mun ekki snúa aftur til Chelsea Diego Costa ætlar ekkert að gefa eftir í rimmu sinni við Chelsea eins og sjá má á yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í morgun. 17. ágúst 2017 10:04 Fékk hláturskast þegar hann var spurður út í ummæli Costa | Myndband Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, skellti upp úr þegar hann spurður út í ummæli Diegos Costa á blaðamannafundi í dag. 18. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
„Loksins mun skynsemin ráða. Loksins er ríkasta deild heimsins að taka af skarið og hætta þessu brjálæði í kringum félagskiptagluggann.“ Svona byrjar Jason Burt, fréttamaður fyrir breska blaðið Telegraph, leiðara sinn um þá ákvörðun að enska úrvalsdeildin ætli að loka fyrir félagaskiptagluggann áður en deildin hefst á næsta tímabili.Vísir greindi frá því í vikunni að umræða sé hjá félögum ensku úrvalsdeildarinnar að stytta félagskiptagluggann.Burt segir að það sé engin spurning um að taka eigi þessa ákvörðun. Eins og fyrirkomulagið er í dag þá lokar glugginn í lok ágúst. Þá hefur enska úrvalsdeildin verið í gangi í þrjár vikur. Þjálfarar þurfa að sitja undir spurningum um hvort þessi eða hinn leikmaðurinn muni ganga til liðs við liðið, hvort ástæðan fyrir að ákveðinn leikmaður sé ekki í leikmannahóp sé því að það á að selja þann leikmann. Svo eru þeir leikmenn sem ekki vilja spila fyrir félagið sem þeir eru hjá því þeir bíði eftir sölu. Burt minnist á leikmenn sem eru „ekki með rétta hugarfarið“, og getur þá ekki átt við neinn annan en Gylfa Þór Sigurðsson sem sagðist ekki getað spilað fyrir Swansea af þessar ástæðu. Það er engin rökrétt ástæða fyrir því að glugginn sé opin svona lengi, að mati Burt. Glugginn opnar 1. júlí og það sé nægur tími fram til byrjunar tímabilsins fyrir félögin að ganga frá sínum kaupum.Philippe Coutinho vill fara til Barcelona.vísir/gettyÍ samantekt Telegraph má sjá áhrifin sem yfirvonandi félagaskipti höfðu á fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Philippe Coutinho bað formlega um að vera seldur frá Liverpool sólarhring áður en liðið spilaði við Watford. Hann glímir reyndar við meiðsli, en hefði mögulega getað komið eitthvað við sögu hefði hann ekki farið fram á sölu.Alexis Sanchez horfði á opnunarleik deildarinnar úr stúkunni en ekki af varamannabekk Arsenal þar sem hann hefði líklega setið væri Manchester City ekki enn á eftir honum. Virgil van Dijk æfir ekki með Southampton heldur einn á báti og spilaði ekki gegn Swansea.Diego Costa er enn í Brasilíu og neitar að snúa aftur til Chelsea þar sem hann vill fara frá félaginu og snúa aftur til Spánar.Ross Barkley var ekki í leikmannahópi Everton þar sem líklegt þykir að hann sé á leið til Tottenham. Allir þessir leikmenn hefðu líklega spilað með sínum félagsliðum ef ekki væru yfirvofandi félagaskipti. Það verður að teljast líklegt að félögin í ensku úrvalsdeildinni samþykki þessar breytingar á reglugerðum, en kosning um þetta mál fer fram 7. september.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp um Coutinho: Ekkert breyst, er ekki undir mér komið Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í stöðu mála hjá Philippe Coutinho eftir leik liðsins við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. ágúst 2017 19:30 Costa heldur áfram að bauna á Chelsea Diego Costa segir að upphæðin sem Chelsea vilji fá fyrir sig sé alltof há. 18. ágúst 2017 13:30 Liverpool hafnaði þriðja tilboðinu frá Barcelona Forráðamenn Barcelona hafa ekki gefist upp á því að fá Philippe Coutinho frá Liverpool. 18. ágúst 2017 15:01 Costa: Ég mun ekki snúa aftur til Chelsea Diego Costa ætlar ekkert að gefa eftir í rimmu sinni við Chelsea eins og sjá má á yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í morgun. 17. ágúst 2017 10:04 Fékk hláturskast þegar hann var spurður út í ummæli Costa | Myndband Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, skellti upp úr þegar hann spurður út í ummæli Diegos Costa á blaðamannafundi í dag. 18. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Klopp um Coutinho: Ekkert breyst, er ekki undir mér komið Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í stöðu mála hjá Philippe Coutinho eftir leik liðsins við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. ágúst 2017 19:30
Costa heldur áfram að bauna á Chelsea Diego Costa segir að upphæðin sem Chelsea vilji fá fyrir sig sé alltof há. 18. ágúst 2017 13:30
Liverpool hafnaði þriðja tilboðinu frá Barcelona Forráðamenn Barcelona hafa ekki gefist upp á því að fá Philippe Coutinho frá Liverpool. 18. ágúst 2017 15:01
Costa: Ég mun ekki snúa aftur til Chelsea Diego Costa ætlar ekkert að gefa eftir í rimmu sinni við Chelsea eins og sjá má á yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í morgun. 17. ágúst 2017 10:04
Fékk hláturskast þegar hann var spurður út í ummæli Costa | Myndband Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, skellti upp úr þegar hann spurður út í ummæli Diegos Costa á blaðamannafundi í dag. 18. ágúst 2017 14:15