„Ég get ekki sofið og er alltaf uppspennt“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2017 12:00 Jasídi sem slapp úr haldi vígamanna Íslamska ríkisins í fyrra. Vísir/AFP Þýskir sálfræðingar vilja þjálfa heimamenn í Írak í því að aðstoða Jasída, sem voru í haldi Íslamska ríkisins, að komast í gegnum þau sálfræðilegu vandamál sem fylgja slíkum óförum. Þúsundir kvenna voru misnotaðar og beittar ofbeldi í allt að tvö og hálft ár. Sálfræðingurinn Jan Kizilhan er í forsvari fyrir verkefnið en í fyrra voru um ellefu hundruð jasídar, konur og stúlkur, fluttar til Þýskalands til meðferðar. Meðferðin var fjármögnuð af þýska héraðinu Baden Wüerttemberg og reyndist vel. Kizilhan rekur uppruna sinn til Jasída, en flutti til Þýskalands þegar hann var sex ára gamall. Nú um mánðarmótin verður sérstök miðstöð opnuð í Dohuk, nærri Mosul, í Írak. Þar verða heilbrigðisstarfsmenn þjálfaðir í því að hjálpa fólki eins og þeim konum sem voru í haldi ISIS-liða.Aðeins 26 sálfræðingar fyrir sex milljónir manna Í dag eru einungis 26 sálfræðingar starfandi innan sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak. Þar búa um 5,5 milljónir og rúmlega 1,5 milljón flóttamanna. Enginn sálfræðinganna hefur fengið þjálfun í því að bregðast við áföllum eins og þeim sem um ræðir hér. Þegar ISIS-liðar sóttu fram í Írak sumarið 2014 voru þúsundir jasída myrtir og hafa samtökin verið sökuð um að fremja þjóðarmorð á jasídum. Þúsundir kvenna og stúlkna voru teknar sem þrælar og hafa þær verið seldar á milli vígamanna sem hafa beitt þær miklu ofbeldi. Kynferðislegu, andlegu og líkamlegu.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming. Talið er að um 1.900 jasídar hafi flúið frá ISIS, en enn eru minnst þrjú þúsund konur og börn í haldi.Fjölskyldur aðskildarBlaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við unga konu sem slapp úr haldi ISIS-liða í desember. Perwin Ali Baku var í haldi í tvö ár og var seld og keypt á milli vígamanna sem misnotuðu hana kynferðislega og líkamlega. Hún segist ekki geta sofið og hún sé alltaf uppspent. Perwin er að leita sér hjálpar og bindur vonir við hina nýju miðstöð í Dohuk. Önnur kona sagði blaðamönnum frá því að hún hefði verið neydd til að vinna á sveitabýli um tíma, eftir að hún lenti í haldi ISIS ásamt börnum sínum. Elstu drengirnir hennar, 14 ára, 12 ára og 10 ára drengur með þroskahömlun, voru teknir af henni og hún var barin illa fyrir að reyna að stöðva það. Konan vildi eingöngu notast við nafnið Gorwe þar sem fjölskyldumeðlimir hennar eru enn í haldi ISIS. Hún var síðan flutt á brott ásamt tveimur ungum börnum sínum og endaði á uppboði þar sem vígamenn keyptu kynlífsþræla. Á næstu mánuðum var hún keypt af fjölda vígamanna sem nauðguðu henni ítrekað. Síðasti eigandi Gorwe seldi hana þegar ungur maður keyrði upp að þeim og virtist hafa áhuga á sjö ára dóttur hennar. „Hann sagði: Mér lýst vel á þessa stelpu. Hárið á henni er flott. Ég skal kaupa hana.“Veit ekki hvar fimm úr fjölskyldunni eru Maðurinn ungi keypti konuna og börnin hennar tvö og þau settust upp í bílinn hjá honum. Þar tilkynnti hann konunni að hann ynni fyrir Abu Shujaa. Sá er Jasídi sem hefur tekist að smygla fjölda fólks úr haldi ISIS-liða. Þrátt fyrir að vera laus úr haldi saknar Gorwe margra. 24 meðlimir fjölskyldu hennar og ættingjar voru handsamaðir af ISIS-liðum árið 2014 þegar þau voru á flótta undan sókn þeirra. Þar af hafa einungis fjórtán sloppið og allt eru það konur og börn. Mennirnir voru aðskildir frá konum og börnum og fimmtán ára dóttir hennar var svo tekin af henni. Gorwe veit hvorki hvar dóttir sín er niðurkomin í dag né veit hún hvar eiginmaður hennar og þrír synir þeirra eru. „Ég mun aldrei gleyma því sem kom fyrir okkur þar sem þeir seldu okkur, keyptu og börðu. Ég husa sífellt um það. Enginn getur gleymt þessu þjóðarmorði, og sérstaklega þeim sem voru handsamaðir. Þeim verður aldrei gleymt. Hvernig er hægt að gleyma því?“ spurði Gorwe. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Allt að 15 þúsund lík liggja í ómerktum fjöldagröfum Búið er að staðsetja fjölmargar grafir en lang flestar þeirra hafa ekki verið rannsakaðar þar sem skortur er á bæði fjármagni og pólitískum vilja. 30. ágúst 2016 11:15 Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 Íslamska ríkið fremur þjóðarmorð á Jasídum Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að enn séu minnst 3.200 konur og börn í haldi vígamanna. 16. júní 2016 13:16 Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ segir 22 ára Jasídakona sem slapp úr haldi ISIS í fyrra. 31. janúar 2016 16:17 Vígamenn ISIS með þráhyggju gagnvart kynlífsþrælum og skeggi Skrár frá nágrenni Mosul sýna fram á að strangar reglur varðandi þræla og skeggvöxt. 1. nóvember 2016 23:00 ISIS-liðar herða tökin á kynlífsþrælum sínum Nota smáforrit til að selja þræla sín á milli. 6. júlí 2016 14:15 Tvær jasídískar konur hljóta mannréttindaverðlaun Evrópuþingsins Nadia Murad Basee og Lamiya Aji Bashar hljóta Sakharov-verðlaunin í ár. 27. október 2016 10:21 Ítarlegar reglur varðandi nauðganir á þrælum ISIS Dómstóll Íslamska ríkisins birti ítarlegar leiðbeiningar um hvenær eigendur kvenkyns fanga samtakana megi nota þær kynferðislega. 29. desember 2015 16:58 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Þýskir sálfræðingar vilja þjálfa heimamenn í Írak í því að aðstoða Jasída, sem voru í haldi Íslamska ríkisins, að komast í gegnum þau sálfræðilegu vandamál sem fylgja slíkum óförum. Þúsundir kvenna voru misnotaðar og beittar ofbeldi í allt að tvö og hálft ár. Sálfræðingurinn Jan Kizilhan er í forsvari fyrir verkefnið en í fyrra voru um ellefu hundruð jasídar, konur og stúlkur, fluttar til Þýskalands til meðferðar. Meðferðin var fjármögnuð af þýska héraðinu Baden Wüerttemberg og reyndist vel. Kizilhan rekur uppruna sinn til Jasída, en flutti til Þýskalands þegar hann var sex ára gamall. Nú um mánðarmótin verður sérstök miðstöð opnuð í Dohuk, nærri Mosul, í Írak. Þar verða heilbrigðisstarfsmenn þjálfaðir í því að hjálpa fólki eins og þeim konum sem voru í haldi ISIS-liða.Aðeins 26 sálfræðingar fyrir sex milljónir manna Í dag eru einungis 26 sálfræðingar starfandi innan sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak. Þar búa um 5,5 milljónir og rúmlega 1,5 milljón flóttamanna. Enginn sálfræðinganna hefur fengið þjálfun í því að bregðast við áföllum eins og þeim sem um ræðir hér. Þegar ISIS-liðar sóttu fram í Írak sumarið 2014 voru þúsundir jasída myrtir og hafa samtökin verið sökuð um að fremja þjóðarmorð á jasídum. Þúsundir kvenna og stúlkna voru teknar sem þrælar og hafa þær verið seldar á milli vígamanna sem hafa beitt þær miklu ofbeldi. Kynferðislegu, andlegu og líkamlegu.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming. Talið er að um 1.900 jasídar hafi flúið frá ISIS, en enn eru minnst þrjú þúsund konur og börn í haldi.Fjölskyldur aðskildarBlaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við unga konu sem slapp úr haldi ISIS-liða í desember. Perwin Ali Baku var í haldi í tvö ár og var seld og keypt á milli vígamanna sem misnotuðu hana kynferðislega og líkamlega. Hún segist ekki geta sofið og hún sé alltaf uppspent. Perwin er að leita sér hjálpar og bindur vonir við hina nýju miðstöð í Dohuk. Önnur kona sagði blaðamönnum frá því að hún hefði verið neydd til að vinna á sveitabýli um tíma, eftir að hún lenti í haldi ISIS ásamt börnum sínum. Elstu drengirnir hennar, 14 ára, 12 ára og 10 ára drengur með þroskahömlun, voru teknir af henni og hún var barin illa fyrir að reyna að stöðva það. Konan vildi eingöngu notast við nafnið Gorwe þar sem fjölskyldumeðlimir hennar eru enn í haldi ISIS. Hún var síðan flutt á brott ásamt tveimur ungum börnum sínum og endaði á uppboði þar sem vígamenn keyptu kynlífsþræla. Á næstu mánuðum var hún keypt af fjölda vígamanna sem nauðguðu henni ítrekað. Síðasti eigandi Gorwe seldi hana þegar ungur maður keyrði upp að þeim og virtist hafa áhuga á sjö ára dóttur hennar. „Hann sagði: Mér lýst vel á þessa stelpu. Hárið á henni er flott. Ég skal kaupa hana.“Veit ekki hvar fimm úr fjölskyldunni eru Maðurinn ungi keypti konuna og börnin hennar tvö og þau settust upp í bílinn hjá honum. Þar tilkynnti hann konunni að hann ynni fyrir Abu Shujaa. Sá er Jasídi sem hefur tekist að smygla fjölda fólks úr haldi ISIS-liða. Þrátt fyrir að vera laus úr haldi saknar Gorwe margra. 24 meðlimir fjölskyldu hennar og ættingjar voru handsamaðir af ISIS-liðum árið 2014 þegar þau voru á flótta undan sókn þeirra. Þar af hafa einungis fjórtán sloppið og allt eru það konur og börn. Mennirnir voru aðskildir frá konum og börnum og fimmtán ára dóttir hennar var svo tekin af henni. Gorwe veit hvorki hvar dóttir sín er niðurkomin í dag né veit hún hvar eiginmaður hennar og þrír synir þeirra eru. „Ég mun aldrei gleyma því sem kom fyrir okkur þar sem þeir seldu okkur, keyptu og börðu. Ég husa sífellt um það. Enginn getur gleymt þessu þjóðarmorði, og sérstaklega þeim sem voru handsamaðir. Þeim verður aldrei gleymt. Hvernig er hægt að gleyma því?“ spurði Gorwe.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Allt að 15 þúsund lík liggja í ómerktum fjöldagröfum Búið er að staðsetja fjölmargar grafir en lang flestar þeirra hafa ekki verið rannsakaðar þar sem skortur er á bæði fjármagni og pólitískum vilja. 30. ágúst 2016 11:15 Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 Íslamska ríkið fremur þjóðarmorð á Jasídum Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að enn séu minnst 3.200 konur og börn í haldi vígamanna. 16. júní 2016 13:16 Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ segir 22 ára Jasídakona sem slapp úr haldi ISIS í fyrra. 31. janúar 2016 16:17 Vígamenn ISIS með þráhyggju gagnvart kynlífsþrælum og skeggi Skrár frá nágrenni Mosul sýna fram á að strangar reglur varðandi þræla og skeggvöxt. 1. nóvember 2016 23:00 ISIS-liðar herða tökin á kynlífsþrælum sínum Nota smáforrit til að selja þræla sín á milli. 6. júlí 2016 14:15 Tvær jasídískar konur hljóta mannréttindaverðlaun Evrópuþingsins Nadia Murad Basee og Lamiya Aji Bashar hljóta Sakharov-verðlaunin í ár. 27. október 2016 10:21 Ítarlegar reglur varðandi nauðganir á þrælum ISIS Dómstóll Íslamska ríkisins birti ítarlegar leiðbeiningar um hvenær eigendur kvenkyns fanga samtakana megi nota þær kynferðislega. 29. desember 2015 16:58 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Allt að 15 þúsund lík liggja í ómerktum fjöldagröfum Búið er að staðsetja fjölmargar grafir en lang flestar þeirra hafa ekki verið rannsakaðar þar sem skortur er á bæði fjármagni og pólitískum vilja. 30. ágúst 2016 11:15
Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00
Íslamska ríkið fremur þjóðarmorð á Jasídum Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að enn séu minnst 3.200 konur og börn í haldi vígamanna. 16. júní 2016 13:16
Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ segir 22 ára Jasídakona sem slapp úr haldi ISIS í fyrra. 31. janúar 2016 16:17
Vígamenn ISIS með þráhyggju gagnvart kynlífsþrælum og skeggi Skrár frá nágrenni Mosul sýna fram á að strangar reglur varðandi þræla og skeggvöxt. 1. nóvember 2016 23:00
ISIS-liðar herða tökin á kynlífsþrælum sínum Nota smáforrit til að selja þræla sín á milli. 6. júlí 2016 14:15
Tvær jasídískar konur hljóta mannréttindaverðlaun Evrópuþingsins Nadia Murad Basee og Lamiya Aji Bashar hljóta Sakharov-verðlaunin í ár. 27. október 2016 10:21
Ítarlegar reglur varðandi nauðganir á þrælum ISIS Dómstóll Íslamska ríkisins birti ítarlegar leiðbeiningar um hvenær eigendur kvenkyns fanga samtakana megi nota þær kynferðislega. 29. desember 2015 16:58