Íslamska ríkið fremur þjóðarmorð á Jasídum Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2016 13:16 Vísir/AFP/EPA Vígamenn Íslamska ríkisins fremja þjóðarmorð á Jasídum í Írak og Sýrlandi. Þeir hafa elt þjóðflokkinn með kerfisbundnum hætti frá ágúst 2014 þegar ISIS réðst inn í heimahérað þeirra við Sinjar fjall. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að þjóðarmorðið sé enn yfirstandandi og að minnst 3.200 konur og börn séu enn í haldi vígamanna. Niðurstöður rannsóknarnefndarinnar hafa verið birtar í skýrslu sem ber heitið: „They came to destroy“: ISIS Crimes Against the Yazidis. Þúsundir kvenna og stúlkna voru teknar í gíslingu af ISIS en menn og drengir voru myrtir. Þúsunda er saknað og talið er að þeir liggi í fjöldagröfum í grennd við Sinjar fjall. Þegar hafa fjölmargar fjöldagrafir fundist en þær hafa ekki verið rannsakaðar nægjanlega, þar sem ISIS er enn með viðveru á svæðinu.Ungir drengir sem handsamaðir voru af ISIS voru þjálfaðir til hernaðar og notaðir til sjálfsmorðsárása. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af því að 19 konur hafi verið settar í búr og brenndar lifandi fyrir framan hundruð manna í Mosul. Þær voru sagðar hafa neitað að sænga hjá vígamönnum ISIS.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna telja að um 400 þúsund Jasídar hafi haldið til á svæðinu við Sinjar fjall en nánast allir hafi verið reknir á brott, hnepptir í ánauð eða myrtir. Hægt gengur að endurheimta héraðið úr höndum ISIS en vígamennirnir skilja eftir sig mikla eyðileggingu, jarðsprengjur og gildrur. Enn sem komið er búa langflestir Jasídar við bágan kost í flóttamannabúðum á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í norðurhluta Írak. Jasídar eru reiðir gagnvart alþjóðasamfélaginu. Þá sérstaklega þar sem þeim sýnist lítið vera gert til að bjarga þeim Jasídum sem enn eru í haldi ISIS. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að ISIS hefði markvisst unnið að því að gjöreyða menningu Jasída með morðum, kynlífsþrælkun, þrælkun, pyntingu og öðrum aðferðum. Nefndin leggur meðal annars til að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og íhuga fjölmargar aðgerðir til að koma Jasídum til hjálpar og þar á meðal að ráðið íhugi hernaðarlega íhlutun. Ljóst er að tveimur árum eftir að Jasídar voru flestir reknir frá heimahögum sínum er raunum þeirra enn hvergi nærri lokið. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins fremja þjóðarmorð á Jasídum í Írak og Sýrlandi. Þeir hafa elt þjóðflokkinn með kerfisbundnum hætti frá ágúst 2014 þegar ISIS réðst inn í heimahérað þeirra við Sinjar fjall. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að þjóðarmorðið sé enn yfirstandandi og að minnst 3.200 konur og börn séu enn í haldi vígamanna. Niðurstöður rannsóknarnefndarinnar hafa verið birtar í skýrslu sem ber heitið: „They came to destroy“: ISIS Crimes Against the Yazidis. Þúsundir kvenna og stúlkna voru teknar í gíslingu af ISIS en menn og drengir voru myrtir. Þúsunda er saknað og talið er að þeir liggi í fjöldagröfum í grennd við Sinjar fjall. Þegar hafa fjölmargar fjöldagrafir fundist en þær hafa ekki verið rannsakaðar nægjanlega, þar sem ISIS er enn með viðveru á svæðinu.Ungir drengir sem handsamaðir voru af ISIS voru þjálfaðir til hernaðar og notaðir til sjálfsmorðsárása. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af því að 19 konur hafi verið settar í búr og brenndar lifandi fyrir framan hundruð manna í Mosul. Þær voru sagðar hafa neitað að sænga hjá vígamönnum ISIS.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna telja að um 400 þúsund Jasídar hafi haldið til á svæðinu við Sinjar fjall en nánast allir hafi verið reknir á brott, hnepptir í ánauð eða myrtir. Hægt gengur að endurheimta héraðið úr höndum ISIS en vígamennirnir skilja eftir sig mikla eyðileggingu, jarðsprengjur og gildrur. Enn sem komið er búa langflestir Jasídar við bágan kost í flóttamannabúðum á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í norðurhluta Írak. Jasídar eru reiðir gagnvart alþjóðasamfélaginu. Þá sérstaklega þar sem þeim sýnist lítið vera gert til að bjarga þeim Jasídum sem enn eru í haldi ISIS. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að ISIS hefði markvisst unnið að því að gjöreyða menningu Jasída með morðum, kynlífsþrælkun, þrælkun, pyntingu og öðrum aðferðum. Nefndin leggur meðal annars til að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og íhuga fjölmargar aðgerðir til að koma Jasídum til hjálpar og þar á meðal að ráðið íhugi hernaðarlega íhlutun. Ljóst er að tveimur árum eftir að Jasídar voru flestir reknir frá heimahögum sínum er raunum þeirra enn hvergi nærri lokið.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira