Íslamska ríkið fremur þjóðarmorð á Jasídum Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2016 13:16 Vísir/AFP/EPA Vígamenn Íslamska ríkisins fremja þjóðarmorð á Jasídum í Írak og Sýrlandi. Þeir hafa elt þjóðflokkinn með kerfisbundnum hætti frá ágúst 2014 þegar ISIS réðst inn í heimahérað þeirra við Sinjar fjall. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að þjóðarmorðið sé enn yfirstandandi og að minnst 3.200 konur og börn séu enn í haldi vígamanna. Niðurstöður rannsóknarnefndarinnar hafa verið birtar í skýrslu sem ber heitið: „They came to destroy“: ISIS Crimes Against the Yazidis. Þúsundir kvenna og stúlkna voru teknar í gíslingu af ISIS en menn og drengir voru myrtir. Þúsunda er saknað og talið er að þeir liggi í fjöldagröfum í grennd við Sinjar fjall. Þegar hafa fjölmargar fjöldagrafir fundist en þær hafa ekki verið rannsakaðar nægjanlega, þar sem ISIS er enn með viðveru á svæðinu.Ungir drengir sem handsamaðir voru af ISIS voru þjálfaðir til hernaðar og notaðir til sjálfsmorðsárása. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af því að 19 konur hafi verið settar í búr og brenndar lifandi fyrir framan hundruð manna í Mosul. Þær voru sagðar hafa neitað að sænga hjá vígamönnum ISIS.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna telja að um 400 þúsund Jasídar hafi haldið til á svæðinu við Sinjar fjall en nánast allir hafi verið reknir á brott, hnepptir í ánauð eða myrtir. Hægt gengur að endurheimta héraðið úr höndum ISIS en vígamennirnir skilja eftir sig mikla eyðileggingu, jarðsprengjur og gildrur. Enn sem komið er búa langflestir Jasídar við bágan kost í flóttamannabúðum á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í norðurhluta Írak. Jasídar eru reiðir gagnvart alþjóðasamfélaginu. Þá sérstaklega þar sem þeim sýnist lítið vera gert til að bjarga þeim Jasídum sem enn eru í haldi ISIS. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að ISIS hefði markvisst unnið að því að gjöreyða menningu Jasída með morðum, kynlífsþrælkun, þrælkun, pyntingu og öðrum aðferðum. Nefndin leggur meðal annars til að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og íhuga fjölmargar aðgerðir til að koma Jasídum til hjálpar og þar á meðal að ráðið íhugi hernaðarlega íhlutun. Ljóst er að tveimur árum eftir að Jasídar voru flestir reknir frá heimahögum sínum er raunum þeirra enn hvergi nærri lokið. Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins fremja þjóðarmorð á Jasídum í Írak og Sýrlandi. Þeir hafa elt þjóðflokkinn með kerfisbundnum hætti frá ágúst 2014 þegar ISIS réðst inn í heimahérað þeirra við Sinjar fjall. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að þjóðarmorðið sé enn yfirstandandi og að minnst 3.200 konur og börn séu enn í haldi vígamanna. Niðurstöður rannsóknarnefndarinnar hafa verið birtar í skýrslu sem ber heitið: „They came to destroy“: ISIS Crimes Against the Yazidis. Þúsundir kvenna og stúlkna voru teknar í gíslingu af ISIS en menn og drengir voru myrtir. Þúsunda er saknað og talið er að þeir liggi í fjöldagröfum í grennd við Sinjar fjall. Þegar hafa fjölmargar fjöldagrafir fundist en þær hafa ekki verið rannsakaðar nægjanlega, þar sem ISIS er enn með viðveru á svæðinu.Ungir drengir sem handsamaðir voru af ISIS voru þjálfaðir til hernaðar og notaðir til sjálfsmorðsárása. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af því að 19 konur hafi verið settar í búr og brenndar lifandi fyrir framan hundruð manna í Mosul. Þær voru sagðar hafa neitað að sænga hjá vígamönnum ISIS.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna telja að um 400 þúsund Jasídar hafi haldið til á svæðinu við Sinjar fjall en nánast allir hafi verið reknir á brott, hnepptir í ánauð eða myrtir. Hægt gengur að endurheimta héraðið úr höndum ISIS en vígamennirnir skilja eftir sig mikla eyðileggingu, jarðsprengjur og gildrur. Enn sem komið er búa langflestir Jasídar við bágan kost í flóttamannabúðum á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í norðurhluta Írak. Jasídar eru reiðir gagnvart alþjóðasamfélaginu. Þá sérstaklega þar sem þeim sýnist lítið vera gert til að bjarga þeim Jasídum sem enn eru í haldi ISIS. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að ISIS hefði markvisst unnið að því að gjöreyða menningu Jasída með morðum, kynlífsþrælkun, þrælkun, pyntingu og öðrum aðferðum. Nefndin leggur meðal annars til að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og íhuga fjölmargar aðgerðir til að koma Jasídum til hjálpar og þar á meðal að ráðið íhugi hernaðarlega íhlutun. Ljóst er að tveimur árum eftir að Jasídar voru flestir reknir frá heimahögum sínum er raunum þeirra enn hvergi nærri lokið.
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira