Vígamenn ISIS með þráhyggju gagnvart kynlífsþrælum og skeggi Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2016 23:00 Vígamenn ISIS. Skrár sem nýverið hafa fallið í hendur stjórnarliða í Írak sýna fram á þráhyggju vígamanna ISIS gagnvart kynlífsþrælum og skeggvexti. Finna má ítarlegar reglur um báða hluti í opinberum gögnum ISIS. Írakskar hersveitir og Peshmerga sveitir Kúrda hafa frelsað fjölda þorpa í grennd við Mosul úr haldi vígamanna og eru sums staðar komnir að jaðri borgarinnar. Rakstur skeggs var bannaður á yfirráðasvæði ISIS og voru til reglur um hve langt það ætti að vera og hvernig það ætti að líta út.CNN sagði frá því í kvöld að í þorpi sem nýverið var frelsað fögnuðu íbúar með því að fara í klippingu og rakstur á hárgreiðslustofu sem ekki hafði verið opin frá því sumarið 2014. Í bæklingi sem blaðamenn Reuters fundu á skrifstofu sem ISIS-liðar höfðu notað voru 32 spurningar og svör um hvernig ætti að koma fram við konur sem handsamaðar voru af vígamönnum. Þar kemur fram að háttsettur klerkur ISIS megi dreifa föngum á vígamenn sína og að fangar sem ekki eru íslamstrúar megi gera að kynlífsþrælum. Þúsundir kvenna sem tilheyra minnihlutahóp Jasída voru gerðar að kynlífsþrælum ISIS.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Í áðurnefndum reglum kom fram að vígamenn mega eiga systur, en þeir mega einungis sænga hjá annarri þeirra. Þá er þeim einnig leyfilegt að gera stúlkur sem ekki eru kynþroska að kynlífsþrælum. „Þið megið ekki hafa beinar samfarir við þær, en þið megið samt njóta þeirra,“ stóð í reglunum. Þá kemur einnig fram að vígamenn mega ekki deila kynlífsþrælum, en samkvæmt sögum kvenna sem hafa sloppið ganga þær kaupum og sölum á milli vígamanna í gríð og erg. Gervihnattadiskar voru algerlega bannaðir á yfirráðasvæði ISIS og fyrir því voru gefnar tuttugu ástæður. Ein þeirra var að sjónvarp sýndi ástarsögur, naktar konur og óviðeigandi talsmáta. Önnur var um að sjónvarpsáhorf gerði menn kvenlega og að bleyðum. Mið-Austurlönd Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Skrár sem nýverið hafa fallið í hendur stjórnarliða í Írak sýna fram á þráhyggju vígamanna ISIS gagnvart kynlífsþrælum og skeggvexti. Finna má ítarlegar reglur um báða hluti í opinberum gögnum ISIS. Írakskar hersveitir og Peshmerga sveitir Kúrda hafa frelsað fjölda þorpa í grennd við Mosul úr haldi vígamanna og eru sums staðar komnir að jaðri borgarinnar. Rakstur skeggs var bannaður á yfirráðasvæði ISIS og voru til reglur um hve langt það ætti að vera og hvernig það ætti að líta út.CNN sagði frá því í kvöld að í þorpi sem nýverið var frelsað fögnuðu íbúar með því að fara í klippingu og rakstur á hárgreiðslustofu sem ekki hafði verið opin frá því sumarið 2014. Í bæklingi sem blaðamenn Reuters fundu á skrifstofu sem ISIS-liðar höfðu notað voru 32 spurningar og svör um hvernig ætti að koma fram við konur sem handsamaðar voru af vígamönnum. Þar kemur fram að háttsettur klerkur ISIS megi dreifa föngum á vígamenn sína og að fangar sem ekki eru íslamstrúar megi gera að kynlífsþrælum. Þúsundir kvenna sem tilheyra minnihlutahóp Jasída voru gerðar að kynlífsþrælum ISIS.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Í áðurnefndum reglum kom fram að vígamenn mega eiga systur, en þeir mega einungis sænga hjá annarri þeirra. Þá er þeim einnig leyfilegt að gera stúlkur sem ekki eru kynþroska að kynlífsþrælum. „Þið megið ekki hafa beinar samfarir við þær, en þið megið samt njóta þeirra,“ stóð í reglunum. Þá kemur einnig fram að vígamenn mega ekki deila kynlífsþrælum, en samkvæmt sögum kvenna sem hafa sloppið ganga þær kaupum og sölum á milli vígamanna í gríð og erg. Gervihnattadiskar voru algerlega bannaðir á yfirráðasvæði ISIS og fyrir því voru gefnar tuttugu ástæður. Ein þeirra var að sjónvarp sýndi ástarsögur, naktar konur og óviðeigandi talsmáta. Önnur var um að sjónvarpsáhorf gerði menn kvenlega og að bleyðum.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira